Hreyfing okt 2021

Lífið byrjaði aftur eftir að ég prófaði að hjóla aftur... holurnar eftir skrúfurnar verða eins lengi að gróa og fótbrot... ég þarf að gefa þessu tíma. Ég hafði tekið saumana eftir skrúfurnar sjálf 25.sept... svo ég gat líka byrjað að synda aftur.

 1.okt... hjól m/Völu 10,4 km
 2.okt... hjól m/Völu 25,12 km
 6.okt... hjól m/Völu 16,7 km
 8.okt... 800m skriðsund
 9.okt... hjól m/Völu 16,6 km
10.okt... hjól 8,8 km ein
14.okt... hjól 16,5 km og gang 1,5 km
16.okt... hjól 10 km og ganga 2,6 km
18.okt... 5 km ganga m/Völu
20.okt... 5 km ganga m/Völu
22.okt... 1000m skrið
25.okt... hjól m/Völu 19 km
27.okt... hjól m/Völu 18,8 km
28.okt... hjól 13 km ein
29.okt... 1000m skrið


Hreyfing í júlí - ágúst - sept 2021

Ég ökklabrotnaði 17.júní... fór í aðgerð 20.júní, eftir 2 vikur voru saumar teknir en ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu 6 vikurnar... eftir það mátti ég tilla í fótinn næstu 6 vikur eða þangað til búið var að taka skrúfurnar úr fætinum... þær voru teknar 15.sept... Þrátt fyrir þetta skrölti ég á hækjunum úti og fór allt upp í tveggja 2ja km hringi um hverfið... 

 6.júl... saumar teknir
12.júl... gigg á Hrafnistu hæðinni hjá mömmu
18.júl... Messaði á Hólum, Harpa keyrði.

 4.ág... endurkoma á slysó, má till í fótinn til 15.sept
13.ág... fór út að ganga. 1 km
17.ág... ganga 600 m
19.ág... ganga 1 km
20.ág... ganga 1 km
21.ág... ganga 600m
23.ág... ganga 1 km
25.ág... ganga 1,2 km
27.ág... ganga 1,5 km
28.ág... ganga 2 km
31.ág... ganga 1,5 km (Lúlli fékk nýjan hnjálið)

 1.sep... ganga 2 km í Bónus
 2.sep... ganga 1,6 km 
 4.sep... ganga 500 m
 5.sep... ganga 1,4 km
 6.sep... ganga 2 km í Bónus
 9.sep... ganga 2,8 km
11.sep... ganga 5,3 km í Ratleik
12.sep... ganga 1,6 km 
15.sep... skrúfutaka á Slysó...
16.sep... ganga 2,6 km í Ratleik
17.sep... ganga 4,8 km í Ratleik
18.sep... ganga 3,7 km í Ratleik
19.sep... ganga 1,5 km í Ratleik
24.sep... ganga 600m með Lúlla
27.sep... gigg á Hrafnistu hjá mömmu
30.sep... byrjaði að hjóla, 2,1 km 


Hreyfing í júní 2021

Alltaf gott að koma heim. þar sem ég hafði ekki hlaupið frá 1.maí ætlaði ég að fara skynsamlega af stað aftur, byrja að hjóla og ganga... þetta endaði samt á allt annan hátt... ég ökklabrotnaði á hægra fæti þegar ég datt af hjólinu á 17.júní. Nú er bara að bíta á jaxlinn.
Brotið sást ekki strax. 18.júní var hringt frá Slysó og ég boðuð í aðra myndatöku, brotið var staðfest, ég fékk stuðnings-gifs, var síðan kölluð í aðgerð á sunnudegi 20.júní.

 3.jún... 7 km ganga m/Völu
 5.jún... 3 km hlaup og 2,3 km ganga, ein
 7.jún... 10 km ganga að Hvaleyrarvatni, ein
 8.jún... 14 km hjól og 2,1 km hlaup um Hvaleyrarvatn m/Völu

 9.jún... Augasteinaskipti á h.auga, má ekki hlaupa.
11.jún... 5 km ganga að hundasvæði m/Hörpu
12.jún... 4,2 km ganga á Stórhöfðastíg m/Helgu
13.jún... 6,5km ganga í Garðakirkju og 1 km í Krók
14.jún... 15 km hjól og 2,1km hlaup um Hvaleyrarvatn m/Völu
15.jún... 18,1 km hjól m/Völu +1km ganga
16.jún... 22,6 km hjól og ganga á Krýsuvikurvegi
17.jún... 20,2 km hjól... datt og ökklabrotnaði - slysó
18.jún... önnur myndataka, gifs 
20.jún... aðgerð og gifs... má ekki stíga í fótinn í 2 vikur

Ég er búin að vera með grindarlos í 24 ár og þoli ekki að fá allan þungann á aðra mjöðmina á hækjum, svo ég fékk lánaðan skrifstofustól á hjólum og ég nota hann undir hnéð. Þannig get ég ferðast um heimilið jafnvel með kaffibolla í hendinni.
Ég hef aldrei og mun aldrei deyja úr ráðaleysi. 


Hreyfing í maí 2021

Maí var annasamur á ýmsan hátt... ég keyrði suður 3.maí og 6.maí aftur vestur... og á leiðinni vestur var ég boðuð í forskoðun fyrir augasteinaskipti 13.maí... en það þýddi aðra ferð suður 12.maí. Jeppinn er gamall og ég farin að þreytast í bakinu á rúml 6 tíma keyrslum... þetta hafðist en allt hefur þetta áhrif á hreyfinguna...
Lúlli ákvað að verða eftir fyrir sunnan í seinni ferðinni... ég var síðan varla komin vestur aftur þegar svissinn í bílnum dó... en Guð er góður, kallinn gat reddað nýjum fyrir sunnan, sent og ég fékk hann settan í á methraða... frábært, því þá átti ég eftir 2 messur, 2 útfarir, leynibrúðkaup og skírn... og svo pakka saman, ganga frá íbúðinni, skila öllu af mér og keyra suður 31.maí.

 1.maí... 7,3 km hlaup
 2.maí... 2,75 km ganga
 3.maí... keyrði suður + 1,2 km ganga
 4.maí... 1 km ganga
 6.maí... keyrði vestur...
 8.maí... 1,5 km ganga, slæm í baki
12.maí... keyrði suður...
13.maí... keyrði vestur
14.maí... 5,2 km ganga, er að jafna mig
15.maí... 5,1 km ganga
16.maí... 5 km, gekk á Geirseyrarmúlann eftir messu.
17.maí... 5,1 km ganga (svissinn ónýtur)
18.maí... 6,1 km ganga
19.maí... 2,1 km ganga
20.maí... 5,6 km ganga
21.maí... 5 km ganga
24.maí... 5,2 km ganga
25.maí... 6,5 km ganga
26.maí... 8 km ganga
27.maí... 6,2 km ganga


Hreyfing í apríl 2021

1.apríl var skírdagur og ég með fermingu... og á Páskadag keyrði ég suður. Veðrið var fínt fyrir sunnan og ég fór auðvitað að gosinu með nokkrum úr fjölskyldunni. Sumardagurinn fyrsti var 22.apríl en það hefur ekki verið neitt sumarlegt, alltaf frekar kalt og vindur... en þann dag hafði ég mig loksins í að byrja að hlaupa aftur...

 20210323-113025 páskaungar4.apr... keyrði suður
 5.apr... 1,4 km ganga
 6.apr... 18,1 km hjól m/Völu og 2,1 km ganga
 8.apr... 10,5 km hjól
 9.apr... 9,3 km, gengið að gosstöðvunum
11.apr... keyrði vestur
12.apr... 6 km ganga
13.apr... 6 km ganga + 1,6 km
14.apr... 8 km ganga
15.apr... 5,1 km ganga
18.apr... 2 km ganga (H-Vest)
19.apr... 5,2km +1,2 km ganga
20.apr... 5,1 km ganga
21.apr... 6 km ganga
22.apr... 5,2 km hlaup 
23.apr... 8,1 km ganga
24.apr... 6,2 km hlaup
26.apr... 5,2 km ganga
27.apr... 7,5 km hlaup
28.apr... 5,1 km ganga
29.apr... 5,1 km ganga
30.apr... 5 km ganga


Hreyfing í mars 2021

Ég hef verið slæm í maganum í nokkra daga og frétti að kveisan væri svo slæm á Tálknafirði að leikskólanum hefði verið lokað. Við fórum suður 2.mars því ég átti læknatíma, bæði heimilislækni og augnlækni, en ég er að bíða eftir augasteinaskiptum.
Ég átti að hlaupa maraþon í Tókýó í mars en því var frestað til 17.okt (afmælisdagur Lovísu) því ráðstafanir vegna Covid eru eins og jójó, herða/slaka til skiptis... ég hef verið ragari að hlaupa á klaka í vetur... en reyni að halda mér við með göngu.
Síðast en ekki síst byrjaði gos í Geldingadölum 19.mars kl 21:30

 202103111530 takk1.mar... 5,1 km ganga
 2.mar... Keyrði suður... 18 km hjól fyrir sunnan m/Völu
 4.mar... 8 km hlaup m/Völu, Hrafnista
 5.mar... 1 km sund m/systrunum
202103112025  fyrir 6.mar... sund með barnabörnum
 7.mar... Keyrði vestur... 
 8.mar... 6 km hlaup
10.mar... 6,3 km ganga
11.mar... 11,2 km ganga, skrifaði 3 orð á Wembley
12.mar... 10,3 km ganga ein
20210311-114525 okkur13.mar... 6 km ganga m/Esther
15.mar... 5,2 km ganga
16.mar... 5,2 km ganga
17.mar... 5,1 km ganga með Selinu í rigningu
18.mar... Keyrði á fund á Ísafirði, 2km ganga þar
19.mar... 5,1 km ganga
20.mar... 5,3 km hlaup
23.mar... 7,5 km ganga, gerði páskaunga á Wembley
20210325-112530 Covid-1924.mar... 6,3 km ganga ofaní páskamyndina, með Selinu
25.mar... 4,1 km á Wembley, skrifaði COVID-19
26.mar... 5 km ganga ein 
29.mar... 10,2 km ganga (tvisvar 5,1 km)
30.mar... 8,2 km ganga (6 + 2,2 km)
31.mar... 6,1 km ganga


Hreyfing í febr 2021

Það er eiginlega ófyrirgefanlegt hvað ég hef verið léleg að færa inn hreyfinguna. Það er ekki það að ég haldi ekki utanum hana, ég bæði skrifa km inn á dagatalið og svo geymir strava allt. En ástæðan fyrir að ég fór að þjappa saman hreyfingu mánaðarins í eina færslu er að mér finnst ég fá betri yfirsýn yfir hvað ég er að gera. Að vísu er augljósara hvað ég er að gefa eftir, fara styttra og svo hleyp ég hægar en hreyfingin á að vera fyrir mann sjálfan og eins og tíminn leyfir. Það eru ekki margar götur á Patró og mér finnst ég skapa tilbreytingu við að skrifa á Wembley... og það er auðveldara ef það er snjór. 

 1.feb... 10,1 km ganga, gerði hund á Wembley
 3.feb... 5,1 km ganga m/Esther
 4.feb... 5 km ganga ein
 5.feb... 5 km ganga
 7.feb... 5,1 km ganga
 8.feb... 5 km ganga, heimsótti Laufeyju
 9.feb... 5,1 km ganga m/Esther
10.feb... 6,3 km ganga, hittumst við Bröttuhlíð
11.feb... 6 km ganga, notaði snjóinn á Wembley til að gera 112
12.feb... 13 km ganga um bæinn, hitti nokkra og gekk með þeim.
Screenshot_20210211-113725_Strava15.feb... 5,3 km hlaup og 5,1 km ganga
16.feb... 5,2 km ganga
17.feb... 7,3 km hlaup og 4,1 km ganga
18.feb... 6 km ganga
19.feb... 6,1 km ganga
20.feb... 10,2 km hlaup
22.feb... 6 km ganga + 5,1 km
23.feb... 10,2 km hlaup í miklu roki
24.feb... 5,2 km ganga, mjög kalt og hvasst 
25.feb... 4 km ganga
27.feb... 6,2 km ganga


Hreyfing fyrir jan 2021

Ég veit ekki hvað er að gerast... ekkert farin að skrá inn og það er kominn mars... sem betur fer er hreyfingin margskráð, bæði á strava og skrifuð inn á dagatalið... 

 1.jan... 7 km ganga
 3.jan... 2 km ganga, keyrði suður.
 4.jan... 4 km ganga m/Hörpu, tókum út jólaskreytingar á Völlunum.
 8.jan... 6 km ganga, komin aftur vestur
11.jan... 5 km skokk og 6 km ganga
12.jan... 6 km ganga 
13.jan... 10 km skokk í miklum mótvindi
14.jan... 7,5 km ganga
15.jan... 5,5 km ganga
16.jan... 10,33 km skokk í hálku
18.jan... 7 km ganga
19.jan... 10,3 km ganga á Wembley (í símanum)
20.jan... 10,2 km skokk í mikilli hálku
21.jan... 5,2 km ganga í brunagaddi
22.jan... 4 km ganga
25.jan... 5 km skokk, tognaði í læri og lét sækja mig...
28.jan... 6,2 km ganga
29.jan... 7 km ganga
31.jan... 10,1 km, ganga (gerði málverk á Wembley)


Hlaupa annáll fyrir árið 2020


GLEÐILEGT ÁR 2021

Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári 2021 um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er skrifaður á Patreksfirði... og hann verður öðruvísi en allir hinir. Það verður engin verðlaunapeningamynd hér til hliðar... því ég fór ekkert erlendis og hljóp EKKI EITT EINASTA MARAÞON á þessu ári þó árið væri HLAUPÁR. Ég átti að hlaupa Texas Marathon 1.jan 2020 en hætti við það að beiðni biskups. Í lok febrúar kom Covid-19 veiran sem var erfiðari viðureignar en flestir áttu von á og flestum maraþonum og íþróttaviðburðum í heiminum var aflýst eða frestað.

Ég átti ferð til Japans í Tokyó maraþonið í mars en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021... sem er nú búið að fresta til okt 2021.
Ég var ráðin á Patró til 31.maí í ár, ég notaði tímann þegar veður batnaði og gekk á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum. Eins reyndum við Lúlli að skoða okkur eitthvað um, en annars hljóp ég og gekk á Patró... það er hægara sagt en gert í svona ástandi að halda sér í formi en ég reyndi að hlaupa með Völu þegar ég fór suður. 

Í júlí átti ég ferð til USA og tvö maraþon sem voru flutt til næsta árs, það var í San Fransisco og Anchorage Alaska. Lengi vel vonaði ég að Reykjavíkurmaraþon myndi verða en svo var því aflýst... 

109277717_768187200592568_8235972694485835866_nEkki ráðum við við neitt svona, svo næsta skerf er að fylla tímann með einhverju öðru. Við systur tókum Ratleikinn, öll 27 spjöldin, Helgafellið var kysst oft og mörgum sinnum og ég gekk Selvogsgötuna tvisvar frá Kaldárseli.

Um sumarið halaði ég niður strava. Nokkrir vinir mínir í Marathon Globetrotters ákváðu að stofna ,,virtual" hlaupahóp og hlaupa í kringum Eystrasaltið. Við ætluðum að vera 3 mán að því en vorum bara um 50 daga... ég fór síðan að ganga myndir og set inn fyrstu myndina SNOOPY hérna... Mér tókst að draga fleiri í fjölskyldunni í þetta. 

1.nóv fluttum við aftur vestur á Patró til vetursetu og ég hef reynt að fara út amk 5x í viku, helst að hlaupa 3x og ganga 2x en stundum hefur það snúist við vegna hálku.

Það er komið meira en ár síðan ég hljóp maraþon... staðan um síðustu áramót var svona og tölurnar hafa ekkert breyst.

Maraþonin eru orðin 253
að auki, Ultra-hlaup 10
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2021


Hreyfing í des 2020

Ég var veðurteppt fyrir sunnan í byrjun des, keyrði vestur 4.des. Veðrið hefur verið ágætt til útivistar, engin ,,óveður" en það hefur rignt rosalega mikið og verið mjög hvasst. Ég hef haldið áfram að skrifa með strava hér. Nota fótboltavöllinn WEMBLEY til þess... náði að klára ,,trú von og kærleik" þegar ég gerði hjartað... en annars hef ég reynt að halda því út að fara út amk 5 sinnum í viku, þrisvar til að hlaupa og tvisvar til að ganga. stundum hefur það snúist við vegna veðurs. 

 5.des... 5,2 km ganga
 7.des... 5,3 km ganga
 8.des... 10,3 km hlaup en það var algjört skautasvell úti
 9.des... 5,1 km ganga, gerði hjarta á Wembley  
10.des... 5 km ganga,
11.des... 10,2 km hlaup
14.des... 10 km hlaup í brjáluðu roki
15.des... 6 km ganga, gerði jólatré í brjáluðu roki
16.des... 6,3 km ganga í roki
17.des... 10,1 km hlaup og sama rokið
20.des... 6 km ganga
21.des... 10 km hlaup í nístingskulda
22.des... 10 km ganga á Wemley, skrifaði gleðileg jól
27.des... 5,3 km ganga
28.des... 10,2 km hlaup í miklum kulda
29.des... 4 km í glerhálku, skrifaði 2020


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband