Prairie Series Miami Oklahoma 13.maí 2022

20220513_144918 Miami OKÉg flaug til Kansas City og þurfti því bara að keyra 200 mílur suður til Miami OK.. 320 km. Ég gisti nokkuð nálægt startinu sem var kl 6 am. Þarna voru margir gamlir vinir. Spáin var frekar slæm, búist við 35°c hita og nær enginn skuggi á leiðinni. En við vorum heppin... fyrir viku var brautin á kafi í vatni, því áin flæðir yfir bakkana... það var heitt en skyjað... drulla á stígunum en ekkert mál fyr en við fengum rigningarskúr. Við fórum 14 ferðir á nær sléttu.

Þetta maraþon er nr 257
Vegalengdin mældist 45.37 km


Hreyfing í apríl 2022

Ballið er byrjað, ef ég ætla að ná markmiðum mínum, þá má ég ekki vera að því (vegna aldurs) að bíða eftir að komast í form, heldur verð ég að reyna að saxa á þessi fylki sem eru eftir í 3ja hring. Ég hef því valið mér nokkur tímalaus maraþon... Ég búin að fara 2 ferðir ein til USA... í eitt í mars og tvö núna í apríl...

 1.apr... 1000m skriðsund
 4.apr... 11.2 km hjól
 8.apr... 2,1 km hjól og 1000m skrið
 9.apr... 5,2 km hjól
11.apr... 17,5 km hjól,
13.apr... 14,5 km hjól og skokkaði hálfan hring kringum Hvaleyrarvatn
15.apr... 3 km Píslarganga, frá Bessastaðakirkju í Garðakirkju
18.apr... 12,2 km hjól... annar í páskum
20.apr....... Flug út
22.apr... 46,08 km Riverboat Series MARATHON, COLUMBUS Kentucky 
24.apr... 44.25 km Riverboat Series MARATHON, VIENNA Illinois
27.apr........ Flug heim
28.apr... 17,4 km Hjól m/Völu
29.apr... 1000m skrið

 


Riverboat Series, Vienna IL, 24.apr 2022

20220424_151538, Vienna ILÍ þetta skiptið gisti ég í mílu fjarlægð frá starti. Ég hafði stillt vekjarann á 3:30 en var vöknuð áður. Eitthað hef ég verið utanveltu því ég gleymdi að teypa tærnar á öðrum fæti... Fór á startið rétt fyrir kl 5,

Startið var í sögufrægum garði... The Trail of Tears" kl 5:30 og í myrkri. Þetta var síðasti dagurinn í seríunni. Brautin var marflöt eftir hjólreiðastíg, 10 hringir. Það var heitt á köflum, stöku sinnum þægileg vindkæling og nokkrir regndropar. 

Þetta maraþon er nr 256

Vegalengdin mældist 44,2 km og tíminn yfir 9 tímar

Illinois er 31.fylkið í þriðja hring.


Riverboat Series, Columbus KY, 22.apr 2022

20220422_161600 Columbus KentuckyÉg keyrði í gær frá Chicago, 385 mílur eða 623 km og það sat aðeins í mér... Ég gisti í Cairo IL, 28 mílur í burtu frá Columbus. Var með vekjarann stilltan á 3:30 en var vöknuð fyrr, enda á röngum tíma. Hlaupið var ræst 5:30 í myrkri og leiðin meðfram Mississippi River. Leiðin var mjög krefjandi, 5 brekkur í hring og 14 hringir og þetta varð mjög heitur dagur... en ég komst í gegnum þetta. 

Ég hitti marga vini sem sögðu allir að þetta væri erfiðasta brautin í seríunni,.. Ég fékk ,,The cabuch" síðasta lestarvagninn, nú eru nýjar reglur, sama persónan getur aðeins fengið síðasta vagninn einu sinni í hverri seríu...

Þetta maraþon er nr 255

Vegalengdin mældist yfir 46 km og tíminn yfir 9 klst

Þetta er 30.fylkið í 3ja hring


Hreyfing í mars 2022

Já, nú sjáum við vonandi fyrir endann á þessum heimsfaraldri... Var með Covid í byrjun mars... en ég komst loksins til Ameríku í þessum mánuði... Það var snjór og hálka alveg þangað til ég fór en var orðið snjólaust þegar ég kom til baka...

 7.mar... 5 km ganga með Völu
 9.mar... 5 km ganga með Völu
11.mar... 1000m skriðsund
12.mar... 5,1 km ganga m/Völu
13.mar... 3,3 km ganga ein
15.mar... 5 km ganga m/Völu
17.mar... 5 km ganga m/Völu
18.mar... 1000m skrið
19.mar... 5,1 km ganga m/Völu
21.mar... 5,2 km ganga m/Völu
22.mar... FLUG TIL FLORIDA .... keyrði til Alabama
25.mar... APPALACHIAN SERIES, Maraþon, ALABAMA 43,27 km
29.mar... flug heim, lent 30.mars


Appalachian Series, Eufaula Alabama 25.mars 2022

Já, góðan daginn, fyrsta maraþonið í tvö ár og 4 mán og fyrsta langa vegalengdin eftir ökklabrotið. Ég flaug til Orlando og keyrði tæpar 400 mílur eða rúml 600 km til Eufaula. Ég áttaði mig ekki á að hlaupið var við fylkismörkin og síminn stillti sig við rangt mastur og ég vaknaði (2:45 í stað 3:45) og mætti á staðinn klst of snemma.

20220325_Eufaula AlabamaHlaupið var ræst kl 5:30 á staðartíma og heilt maraþon var 12x fram og til baka. Fyrstu tvær ferðirnar voru í myrkri og ég hafði gleymt höfuðljósi... Ég var með göngustafi með mér sem ég notaði flestar ferðirnar...

Margir af mínum gömlu vinum voru mættir... og fagnaðarfundir. Það hitnaði fljótlega, en á stöku stað fékk maður ferskan vind á móti. Síðustu tvær ferðirnar fann ég þreytuverk þar sem skúfurnar voru í ökklanum.

Ég komst í gegnum þetta, eiginlega undrandi að ökklinn var í lagi en restin af skrokknum var þreyttur... Ég gekk það allt, þorði ekki að hlaupa fyrstu 5 km í myrkrinu án höfuðljóss... eins og ég hafði ætlað.

Maraþon nr 254
29. Fylkið í hring 3 um USA
Vegalengdin mældist 43,27 km og skráður tími er 8:39:39

 


Hreyfing í febr 2022

Við Vala reyndum að halda okkur við efnið, snjór, hálka og litaðar viðvaranir settu strik í reikninginn og um miðjan mán fékk Vala slæma hálsbólgu, í byrjun mán sleið ég vöðvafestu í baki og í lok mánaðar fékk ég Covid.

 2.feb... 2 km ganga í Nauthólsvík
 3.feb... 5,1 km m/Völu
 5.feb... 5,1 km m/Völu
 6.feb... Sleit vöðvafestu í baki
10.feb... 5,1 km m/Völu
11.feb... 1000 m skriðsund
12.feb... 5,1 km m/Völu... og hún veik daginn eftir
16.feb... Sporthúsið á bretti, 5 km,skokk og ganga
18.feb... 1000 m skrið
23.feb... Sporthúsið skokkaði 5 km á bretti
26.feb... Greind með Covid


Hreyfing fyrir janúar 2022

Gleðilegt árið, ég hef reynt að byrja rólega í endurhæfingunni en halda mér við efnið... Við Vala erum saman að ganga en snjór og hálka hafa sett strik í reikninginn... og svo tekur mamma mjög mikinn tíma eftir að hún fékk heilablóðfallið/blóðtappann, við systur syndum 1x í viku.

 1.jan... 6,2 km ganga ein
 2.jan... 2 km ganga
 3.jan... 2,1 km ganga
 4.jan... 5,6 km ganga
 5.jan... 2,1 km ganga 
 6.jan... 0,6 km með kallinum, loksins snjólaust
 7.jan... 1000 m skriðsund
11.jan... 5 km m/Völu
13.jan... 5 km m/Völu
14.jan... 1000 m skrið
17.jan... 5 km m/Völu
19.jan... 5 km m/Völu
21.jan... 1000 m skrið
22.jan... 5,1 km m/Völu
24.jan... 6,7 km m/Völu
26.jan... 5 km ein
27.jan... 5,1 km m/Völu
28.jan... 1000 m skrið
29.jan... 5,1 km m/Völu
31.jan... 5,1 km m/Völu


Áramóta-annáll fyrir covid árið 2021

GLEÐILEGT ÁR 2022

verðlaun 2021Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2022 um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er skrifaður heima í Hafnarfirði... og eins og í fyrra voru engin maraþon hlaupin, enda fór ég ekki erlendis og Reykjavíkurmaraþoni var aflýst annað árið í röð... en verðlaunahrúgan hér til hliðar er fyrir ,,virtual" hreyfingu.

Ég átti ferð til Japans í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021... sem var frestað til okt 2021... því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023... 

Ég var prestur á Patró til 31.maí í ár, ég notaði tímann, hljóp og gekk... en það er hægara sagt en gert í svona ástandi að halda sér í formi en ég reyndi að hlaupa með Völu þegar ég fór suður... Ég sakna þess að vera ekki ráðin þangað þennan veturinn. 

Lengi vel vonaði ég að Reykjavíkurmaraþon myndi verða... sem hefði ekki gagnast mér neitt, því ég ökklabraut mig á 17.júní... en því var aflýst... 

Ég fór í augasteinaskipti 9.júní og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði...
Ökklabrotið stal af mér sumrinu... því ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu 6 vikurnar og síðan rétt tilla í hann næstu 6v eða þangað til það var búið að taka skrúfurnar. Um leið og ég gat hökkt um á hækjunum reyndi ég að fara í gönguferðir um hverfið... og finna ratleiksspjöld sem voru amk ekki langt frá bílastæðum... Ég náði að finna 13 spjöld og fara aftur með barnabörnum að finna þau... Við urðum Léttfetar en til þess þarf að finna 9 spjöld.

Ég gekk hvorki á Helgafellið eða Esjuna né gekk Selvogsgötuna í ár.

Það eru komin rúm 2 ár síðan ég hljóp maraþon... staðan frá því áramótin 2019-2020 var svona og tölurnar hafa ekkert breyst.

Maraþonin eru ennþá 253
að auki, Ultra-hlaup 10
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2022

 


Hreyfing nóv og des 2021

Þar sem hreyfingin hefur aðallega verið að hjóla og synda, þá einskorðast hjólið við færð og hálkuleysi... ég ætla nefnilega ekki að brotna aftur... 

 1.nóv... 6,5 km ganga m/Völu
 3.nóv... hjól 17,5 km m/Völu
 4.nóv... hjól 23 km m/Völu
 5.nóv... 1000m skriðsund
 8.nóv... hjól 18,5 km m/Völu
11.nóv... 9,2 km ganga að Hvaleyrarvatni
     FÉKK SLÆMA HÁLSBÓLGU
20.nóv... ganga 1,2 km
21.nóv... ganga 2 km
22.nóv... hjól 18,3 km m/Völu
26.nóv... 1000m skriðsund

 3.des... 1000m skriðsund
17.des... 1000m skriðsund
19.des... hjól 11,6 km ein
20.des... hjól m/Völu 17 km
22.des... hjól og ganga 6 km
27.des... 1000m skriðsund
30.des... 2 km ganga ein
31.des... 1000m skriðsund

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband