St Georg Marathon, Utah 1.okt 2022

Við komum til St Georg Utah, í gær og fyrsta verk var að sækja númerið.. og síðan að finna bílastæði við markið, en þaðan er farið með skólabílum eitthvað út í buskann upp í fjöll.. ég tók til hlaupadótið og reyndi að fara snemma að sofa.

Síminn vakti mig kl 1:30 í nótt, ég fór rúmlega 3 út, átti að mæta í skólabílinn á startið kl 4:15.. ég fékk gott stæði nálægt markinu.. og eyddi tímanum á milli í húsnæði elítunnar 🥳 Ég var komin á startið 4:45.. og ekkert annað að gera en að bíða í myrkrinu, í hávaðaroki og kulda til kl 7..
 
20221001_140339 st Georg UtahÉg heyrði í hátalarakerfinu að þetta er 16. stærsta maraþon í USA, með 5 þús keppendur alls í heilu og hálfu.. Ég heyrði að keppendur væru frá 49 fylkjum og 11 löndum.. og íslenski fáninn var meðal hinna.. Charlotte Chorriger var þarna og þulurinn sagði að hún hlypi í búningi sem væri bók.. ég hef hitt Charlotte í mörgum maraþonum og er vinur hennar á FB.. en ég sá hana ekki í myrkrinu..

Um leið og það var ræst, birti til... og fór að hitna og endaði í 33°c
Hlaupið byrjaði í 5240 feta hæð, eða í rúml 1400m, það var ,,sagan endalausa" eftir þjóðveginum, ekkert nema brekkur, bæði upp og niður, lengsta brekkan upp er kölluð 2 mile hill... Hlaupið endaði í um 900m hæð (Esjan er 740m).. ég var gjörsamlega búin í fótunum á eftir..
Það ekki hægt að segja annað en að ég kunni að velja þessi hlaup í Utah.. Salt Lake City Marathon og Utah Valley Marathon voru líka svona hrikaleg brekkuhlaup... Í hlaupinu hitti ég alveg óvænt Donnu, sem hljóp Reykjavík fyrir nokkrum árum og kom þá í mat til okkar...
 
Maraþon nr 262
Ég notaði símann til að mæla vegalengdina.. 42,89 km
Tíminn samkvæmt úrslitum hlaupsins er 6:52:27
Utah er 37.fylkið í 3ja hring um USA

Hreyfing í sept 2022

Veðrið í sept var frábært... sumarið kom! Við Vala skiptum um vatn, fórum að hlaupa kringum Ástjörnina.. svo ég fengi brekku inn í æfinguna.. Í byrjun mán hélt ég að ég hefði fengið covid aftur, var með beinverki og fékk verk í hné sem ég hef ekki alveg losnað við.. en ég var neikvæð. 

 2.sept... 5,2 skokk km kringum Ástjörn
 3.sept... 19,3 km hjól
 5.sept... 6,7 km skokk eftir strandlengjunni
 6.sept... 13 km hjól og 1x ganga kringum Hvaleyrarvatn
 7.sept... 5,2 km, skokkað kringum Ástjörn
 9.sept... 5,2 km skokk um Ástjörn og 1000m skriðsund
12.sept... 5 km skokk kringum Ástjörn og hjól 2,3 km
15.sept... 5,2 km kringum Ástjörn og hjól 3,1 km
17.sept... 8 km skokk (2x kringum Ástjörn) og hjól 3 km
20.sept... 8 km skokk --------------------- --------
22.sept... 8 km skokk ------------------------------
23.sept... 1000m skrið
25.sept... 8 km skokk, 2x kringum Ástjörn og 3 km hjól
27.sept... Flug til New York - Las Vegas... here we come :)


Hreyfing í ágúst 2022

Ég var að leysa af í Mosfellsprestakalli til 15.ágúst.. Ég held að þegar við Vala hjóluðum eða hlupum og þegar við systur vorum í ratleiknum.. hafi verið sæmilegt veður..  Ég kláraði leikinn um miðjan mánuð og krakkarnir sitt síðasta spjald í lok mánaðar.. Ég skráði mig á hálft maraþon, því Lovísa og Gunnar völdu sér brúðkaupsdag, sama dag.. en svo þegar til kom varð ég að sleppa því.. ég hef alltaf sofið með annað augað opið, og er enn verri fyrir hlaup ef ég fer seint að sofa.. svo ég fór extra snemma að sofa en var vakin með símhringingu um hálf 11 og gat ekki sofnað aftur fyrr en um morguninn.. svo að til að geta gift brúðhjónin og vakað í veislunni sleppti ég hlaupinu..  

 1.ág... ganga 3,8km í spjald
 2.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 17,3 km
 4.ág... hjól og skokk 3x kringum Hvaleyravatn... 19.3 km
 5.ág... ganga 6 km í 2 spjöld
 8.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 17,5 km
11.ág... hjól og skokk 1x kringum Hvaleyrarvatn.. 15.05 km
14.ág... ganga 10,8 km í 3 síðustu spjöldin..
16.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 16,7 km
20.ág...   B R Ú Ð K A U P 
21.ág... 1000m skriðsund
22.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 16,9 km
24.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 17,4 km
25.ág... hjólaður Garðabæjarhringur.. 16,8 km
26.ág... skokkað kringum Ástjörn 5,2 km
27.ág... hjól og 2x skokk kringum Hvaleyrarvatn.. 16,6 km
28.ág... 3 km ganga með krökkunum í síðasta spjald.
29.ág... skokkað kringum Ástjörn 5 km
31.ág... skokkaði 6,2 km


Hreyfing í júlí 2022

Þessi mánuður byrjaði í Budapest og gengið um á hverjum degi... ekki verra að halda sér þannig við. Við Harpa vorum í tannlæknaferð. Suma daga áttum við tíma snemma og fórum tvisvar út en aðra daga fórum við seint og styttra. 21.júlí átti ég flug út með Delta í San Francisco Maraþonið en svo óheppilega vildi til að vélin bilaði, lenti í rauðu hættustigi í Kef og flugi var frestað um einn dag... sem þýddi að ferðin var ónýt fyrir mér... Við Vala áttum aðgang í 5k síðan 2020 í covid svo við hlupum 5k saman 23.júlí og ég hljóp 20x í kringum Hvaleyrarvatn á sunnudeginum til að fara maraþonið... já góðan daginn.. og ég hjólaði fram og til baka...  

 1.júl... ganga 6,2 km í Budapest
 2.júl... ganga 16,66 km
 3.júl... ganga 9 km
 4.júl... ganga 6,1 km
 5.júl... ganga ca 2 km
 6.júl... ganga 7,4 km
 7.júl... ganga 7,1 km
 8.júl... ganga 11,9 km
 9.júl... ganga 4,5 km í Budapest og heimferð
10.júl... Selvogsgata Kaldársel að Bláfjallavegi, 1 spjald, 10,5 km
11.júl... skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 4,2 km
12.júl... Alfaraleið, spjöld 17, 18 og 19 ganga 8,8 km
14.júl... hjólað og skokkað 3x kringum Hvaleyrarvatn 17,4 km
15.júl... 3 km ganga í spjald 9
16.júl... skokk ca 7 km, ganga ca 8 km í spjöld 25 og 27, síminn dó.
17.júl... 2,7 km ganga í spjald 16
19.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól 
22.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól
23.júl... 5km (SanFr. virt.) +1,3 km til að klára 3x Hval.hr +12,5 hjól
24.júl... 42,2 km (20x Hval) + 11,3 km hjól, Virtual San Francisco
26.júl... 2,1 km 1x kringum Hvaleyrarvatn + hjól 12,9 km
28.júl... 4,2 km (2x kringum Hval) +12,6 km hjól


Hreyfing í júní 2022

Ég er aðeins byrjuð að skokka og ökklinn hefur ekki kvartað... Ég má samt ekki vera að því að bíða eftir að komast í form og er búin að fara 5 maraþon í mars, apríl og maí... ég byrjaði þennan mánuðu á að fá kvef og hálsbólgu og var eiginlega veik þegar ég fór út í 3 maraþon í viðbót... jamm, þetta er bilun... 

 4.jún... Indipendence Series Marathon NJ, 43,49 km
 6.jún... New England Series Marathon CT, 44 km
 8.jún... New England Series Marathon MA, 44,69 km
11.jún... hjól 25,8 km
12.jún... Helgafell ganga 6 km, (frá bílastæði)
15.jún... Hjól 10,5 km og 2,2 km skokk kringum Hvaleyrarvatn, ein
18.jún... Helgafell og 2 spjöld í Ratleiknum 8,7 km ganga
20.jún... hjólað að Hvaleyrarvatni og skokk kringum vatnið, 13km
21.jún... hjólað og skokkað kringum Hvaleyrarvatn, 15.2 km
23.jún... hjólað og skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 17 km
24.jún... Hjólað að Hrafnistu og fann 2 spjöld í leiðinni, 14,2 km
25.jún... Hjól og skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 17,4km
26.jún... gengið í 2 spjöld, 2km
27.jún... hjólað og skokkað 2x kringum vatnið, 17,2 km
28.jún... 2 spjöld í Ratleiknum, ganga 3,2km
29.jún... hjólað og skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 17,2km


New England Series, Holyoke MA 8.júní 2022

Maraþon í Holyoke MA...

20220608_144052, Holyoke MAÞó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta...
Maraþonið var ræst kl 5, grenjandi rigning, brautin var malarstígur úr í eyju og eftir henni... og innihélt 7 brekkur x12 ferðir...
Ég kom sjálfri mér á óvart... var með ferskari fætur en ég hélt... kannski af því að ég vissi að þetta væri síðasta maraþonið í þessari ferð.
 
Þetta er maraþon nr 261
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA

New England Serie, Simsbury CT, 6.júní 2022,

Maraþon í morgun í Simsbury CT og ekki halda að allt hafi verið eins og ætlað var... frekar en annað óvænt í þessari ferð...

20220606_150341, Simsbury CTÉg held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þegar ég athuga blaðið, þá ruglaðist ég á dögum... setti inn hnit fyrir næsta miðvikudag... ég grét í 3 sek... mátti ekki vera að að gráta lengur...
Rétt hnit voru 50 mín í burtu, en mín var 25 mín á leiðinni... ég fékk að fara strax af stað uppá starttíma kl 5...
Brautin var nokkuð slétt, kalt og rakt í upphafi en varð heitt, nokkrir skuggar á leiðinni... er þetta ekki orðið gott
Þetta hlaup er til heiðurs Indíu Carmen 8 ára í dag... en þegar hún fæddist var ég hálfnuð í maraþoni í Illinois í Heartland Seríunni...amma er aldrei heima. 

Þetta maraþon er nr 260
Vegalengdin mældist 44.km 
 
 

Indipendence Series Sussex NJ, 4.júní 2022

Já, eins og verður hægt að lesa bráðum á ferðablogginu, þá hefur ferðin frá upphafi verið eiginlega ,,á síðustu stundu". 

20220604_155325, Sussex NJÉg stillti klukkuna á 2am og var lögð af stað kl 3:15, Bærinn sem ég gisti í er 40 mílur í burtu, sveitavegir hafa lægri hámarkshraða og svo keyri ég alltaf hægar í myrkri... það borgar sig líka að hafa tímann fyrir sér þegar maður leitar að starti í koldimmum garði... Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki fölkið... þegar ég var búin að missa af early-startinu kl 5, alveg ráðalaus, datt mér í hug að keyra í næsta bæ og finna hótel sem væri með net án lykilorðs... og gat sent skilaboð að ég fyndi þau ekki í Stokes State Forest... svar: Við erum í High Point... 13 mílur í burtu. 

Mín keyrði eins og sannur Loony-and Maniac og mætti 40 sek fyrir start kl 6... þetta var svo sannarlega ,,hilly" 9 brekkur x 12 ferðir...

Þetta maraþon er nr 259
Vegalengdin mældist 43,49 km


Hreyfing í maí 2022

Nú er ég búin að fara til USA í mars, apríl og maí... án þess að vera virkilega farin að æfa. Auðvitað tekur þetta á, ekki yngist maður og nú er að verða ár síðan ég ökklabrotnaði og mér hefur ekki fundist ég alltaf vera nógu góð til að byrja að skokka... kannski bara treg að byrja en nú gerðist það... ég er búin að prófa að skokka kringum Hvaleyrarvatn... og allt lítur vel út...

 1.maí... Helgafell 6 km ganga, 18 km hjól
 3.maí... 16,6 km hjól m/Völu
 5.maí... 16,7 km hjól m/Völu
 6.maí... Helgafell 6 km ganga, 1000m skriðsund
 7.maí... Helgafell 5 km ganga, hjól 19 km
 9.maí... Hjól 10 km, ganga kringum Hvaleyrarvatn 2,2 km m/Völu
13.maí... Prairie Series Marathon, Miami Oklahoma, 45,37 km 
14.maí... Prairie Series Marathon, St Joseph Illionis, 44,72 km
18.maí... Hjól 10 km, ganga kringum Hvaleyrarvatn 2,2 km m/Völu
19.maí... Hjólað á Hrafnistu með þvott, 11 km
21.maí... Helgafell 6 km ganga, 1000m skriðsund
23.maí... Hjól 10 km, ganga kringum Hvaleyrarvatn 2,2 km m/Völu
25.maí... Hjól 10 km, skokk kringum Hvaleyrarvatn ca 2km, ein
27.maí... Hjól 10 km, skokk kringum Hvaleyrarvatn 2,2km, ein
29.maí... Hjól 20,5 km, Helgafell 5 km, Hvaleyrarvatn skokk 2,2 km m/Völu
30.maí... Hjól 17 km m/Völu


Prairie Series St Josephs, 14.maí 2022

20220514_170239, St Joseph MOÉg svaf illa, kannski aðeins áhyggjur eftir áreksturinn í gær... en það var keyrt aftan á mig á leiðinni hingað. Klukkan var stillt á 3:30 og ég tékkaði mig út af hótelinu og lagði af stað á startið um 5 am.

Hlaupið var ræst kl 6am, 16 ferðir meðfram Missouri River. Þetta var ekki minn dagur, illa sofin, mikill raki og hiti upp í 93°F. Mig langaði að hætta í hverri ferð, en ég þráaðist við og kláraði á hræðilegum tíma... ég er greinilega ekki í neinni æfingu fyrir maraþon 2 daga í röð... í mars hafði ég ekki farið eitt einasta maraþon í 2 og hálft ár vegna covid og eftir ökklabrotið...

Þetta er maraþon nr 258
Vegalengdin mældist 44.72 km


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband