Mainly Marathon Seneca S-Carolina 26.mars 2023

Ég tók 2 daga í að keyra frá DC til Seneca S-Carolinu.. Eins og venjulega mætti ég illa sofin á staðinn.. og að auki 2 klst of snemma. Ég hélt að startið væri kl 5:30 en það var 6:30.. þeir sem skrá sig á staðnum eiga að mæta klst fyrir hlaup.. ég skráði mig og fór aftur á hótelið..

20230326_160216 s-carolinaÞetta var brekkuhlaup.. leiðinni hafði verið breytt vegna flóða.. við fórum 14 x sömu leið fram og til baka.. 42 brekkur upp og 42 brekkur niður.. sem var farið að taka í í lokin. Veðrið var hlýtt, rigndi um klst rétt fyrir hádegið en síðan þurrkaði sólin allt

Meira seinna. 

Hlaupið mældist 44,67 km 

South Carolina er 38. fylkið í 3ja hring um USA.



Hreyfing í febrúar 2023

Hreyfing var svipuð og í jan... og gott fyrir Lúlla að geta hreyft sig í Kaplakrik alveg fram að aðgerð á hægra hné.. aðgerðin var 21.febr og gekk mjög vel.. ég hef farið cirka 15-17 hringi og synt 1 km á föstudögum.


Hreyfing í jan 2023

Við gerðum ekki nýjársheit.. en í byrjun jan byrjuðum við Lúlli að fara í Kaplakrika til að ganga inni. Veður og færð hafði verið með eindæmum erfið vikum saman.. Við höfum vitað af þessu í einhvern tíma en vissum ekki að svæðið væri upphitað.. Þetta hefur virkað mjög vel.. Lúlli sem er enn að bíða eftir hnjáliðaskiptum á hægra hné mætir með göngugrindina og fer nokkra hringi.. Vala og Hjöddi hafa líka mætt.. við Vala vorum orðnar stútfullar af sögum eftir alla þessa ófærð.. 

Við höfum mætt alla virka daga og svo hef ég synt 1 km á föstudögum.


Áramóta-annáll fyrir árið 2022

GLEÐILEGT ÁR 2023

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2023 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er, eins og í fyrra skrifaður heima í Hafnarfirði.
LOKSINS var sóttvarnar-takmörkunum aflétt og ég gat farið til USA að hlaupa.. Hello America, here I come.. Í fyrstu ferð flaug ég til Orlando og keyrði til Alabama og hljóp 1 maraþon.. Í apríl fór ég 2 maraþon, í maí tók ég aftur 2 og 3 í júní.. 

20230101_110829, verðlaunapeningar 2022Ég átti síðan aðgang í júlí fyrir San Francisco en flugvélin lenti hér á CODE RED vegna bilunar og flugi frestað um sólarhring.. en þá var ferðin ónýt fyrir mér.. Ég skrifaði þeim út og fékk að hlaupa VIRTUAL.. Þessi aðgangur var síðan 2020 en Vala ætlaði með mér í þá ferð.. Við ætluðum að hlaupa 5 km saman daginn fyrir maraþonið.. Svo við Vala hlupum saman 5 km (virtual) á laugardeginum, og á sd hljóp ég rúmlega 20 hringi í kringum Hvaleyrarvatn fyrir maraþonið.. Síðasta maraþon ársins var síðan 1.okt í ferð okkar Völu til USA.

Ég átti aðgang í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021.. sem var frestað til 17.okt 2021.. því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023.. Það er sorglegt að segja frá því að ég þurfti að endurnýja aðganginn í nokkurra daga glugga, ég var erlendis þegar hann opnaðist en ég taldi að ég næði því þegar ég kæmi heim, en tímamunurinn við Japan var svo mikill að ég var KLST of sein.. Þetta var BÖMMER ársins.. ég sem komst inn í gegnum lottóið í 3ju tilraun og búin að eiga pöntuð hótel í 5 ár.. fer ekki til Tokyo..

Ég átti líka aðgang frá 2020 í Anchorage Alaska en það lenti á menningarnótt þetta árið og þennan dag hljóp ég ekki neitt vegna brúðkaups Lovísu og Gunnars.

Ég hjólaði, gekk og skokkaði með Völu, fór nokkrar ferðir á Helgafellið, tók ratleikinn með systrum og synti með þeim á föstudögum ef ég var á landinu.

Maraþonin eru komin í 262 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 37
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2023

 


Hreyfing í nóv og des 2022

Í lok okt ætlaði ég að byrja aftur að skokka, við Vala mæltum okkur mót en ég var hölt.. ég hafði fengið eymsli í h hné í síðasta maraþoni.. og greinilega skemmt eitthvað.. það fór því lítið fyrir æfingum.. annað en ganga sem ekki var mæld og svo nokkrar sundferðir.. Þetta verður bara að hafa sinn gang.. gefa tíma og ath síðar hvort ég sé skárri.. snjór og mikið frost er ekki til að bæta það...

 4.nóv... ein, var hölt og við gengum kringum Hvaleyrarvatn, 2,1 km
 5.nóv... prófaði að nota hnéband, kringum Hvaleyrarvatn.. lala. 2,1 km
16.nóv... prufa.. Hvaleyrarvatn 2,1 km
28.nóv... prufa.. Hvaleyrarvatn 2,1 km

 3.des... 1000 m skrið
 9.des... 1000 m skrið
12.des... létt skokk kringum vatnið, 2,1 km
23.des... 1000m skrið
30.des... 1000m skrið

 


Hreyfing í okt 2022

27.sept fórum við til Usa þar sem ég hljóp 1 marathon og við Vala tókum amk 2 göngur Í Zíon þjóðgarðinum, við skoðuðum bæði Zion og keyrðum líka á norður rim Grand Canyon til að sýna strákunum hvar við gengum niður í stelpuferðinni 2019... Ég var ekki fyrr komin heim frá USA, að ég fór daginn eftir til Búdapest með Hörpu.. og auðvitað gengur maður sig upp að hnjám á hverjum degi, þar sem maður er ekki með bílaleigubíl.. Við tókum AirB&B um km frá tannlæknastofunni þannig að ferðir þangað voru uþb 2 km og svo vorum við auðvitað í búðum...

 1.okt... St Georg Marathon UTAH, 42,2 km 
 5.okt... Grand Canyon North Rim, 8,5 km ganga
 6.okt... Narrows ca 4 km og Angels Landing ca 10 km
12.okt... Lentum heima
13.okt... Flug til Budapest
14.okt... ganga 3,6 km
15.okt... ganga 9,3 km
16.okt... ganga 9,7 km
17.okt... 8,4 km
18.okt... 8,7 km
19.okt... 8,3 km
20.okt... Tókum lest til Slóvakíu, ganga 23 km
21.okt... ganga 12,1 km
22.okt... 2,2 km
23.okt... 10 km
24.okt... 10,5 km
25.okt... 5,7 km
26.okt... 6,3 km
27.okt... Heimferð, ganga á klínikina 1 km
31.okt... Við Vala hittumst, ég var hölt og við gengum kringum Ástjörn 2,8 km


St Georg Marathon, Utah 1.okt 2022

Við komum til St Georg Utah, í gær og fyrsta verk var að sækja númerið.. og síðan að finna bílastæði við markið, en þaðan er farið með skólabílum eitthvað út í buskann upp í fjöll.. ég tók til hlaupadótið og reyndi að fara snemma að sofa.

Síminn vakti mig kl 1:30 í nótt, ég fór rúmlega 3 út, átti að mæta í skólabílinn á startið kl 4:15.. ég fékk gott stæði nálægt markinu.. og eyddi tímanum á milli í húsnæði elítunnar 🥳 Ég var komin á startið 4:45.. og ekkert annað að gera en að bíða í myrkrinu, í hávaðaroki og kulda til kl 7..
 
20221001_140339 st Georg UtahÉg heyrði í hátalarakerfinu að þetta er 16. stærsta maraþon í USA, með 5 þús keppendur alls í heilu og hálfu.. Ég heyrði að keppendur væru frá 49 fylkjum og 11 löndum.. og íslenski fáninn var meðal hinna.. Charlotte Chorriger var þarna og þulurinn sagði að hún hlypi í búningi sem væri bók.. ég hef hitt Charlotte í mörgum maraþonum og er vinur hennar á FB.. en ég sá hana ekki í myrkrinu..

Um leið og það var ræst, birti til... og fór að hitna og endaði í 33°c
Hlaupið byrjaði í 5240 feta hæð, eða í rúml 1400m, það var ,,sagan endalausa" eftir þjóðveginum, ekkert nema brekkur, bæði upp og niður, lengsta brekkan upp er kölluð 2 mile hill... Hlaupið endaði í um 900m hæð (Esjan er 740m).. ég var gjörsamlega búin í fótunum á eftir..
Það ekki hægt að segja annað en að ég kunni að velja þessi hlaup í Utah.. Salt Lake City Marathon og Utah Valley Marathon voru líka svona hrikaleg brekkuhlaup... Í hlaupinu hitti ég alveg óvænt Donnu, sem hljóp Reykjavík fyrir nokkrum árum og kom þá í mat til okkar...
 
Maraþon nr 262
Ég notaði símann til að mæla vegalengdina.. 42,89 km
Tíminn samkvæmt úrslitum hlaupsins er 6:52:27
Utah er 37.fylkið í 3ja hring um USA

Hreyfing í sept 2022

Veðrið í sept var frábært... sumarið kom! Við Vala skiptum um vatn, fórum að hlaupa kringum Ástjörnina.. svo ég fengi brekku inn í æfinguna.. Í byrjun mán hélt ég að ég hefði fengið covid aftur, var með beinverki og fékk verk í hné sem ég hef ekki alveg losnað við.. en ég var neikvæð. 

 2.sept... 5,2 skokk km kringum Ástjörn
 3.sept... 19,3 km hjól
 5.sept... 6,7 km skokk eftir strandlengjunni
 6.sept... 13 km hjól og 1x ganga kringum Hvaleyrarvatn
 7.sept... 5,2 km, skokkað kringum Ástjörn
 9.sept... 5,2 km skokk um Ástjörn og 1000m skriðsund
12.sept... 5 km skokk kringum Ástjörn og hjól 2,3 km
15.sept... 5,2 km kringum Ástjörn og hjól 3,1 km
17.sept... 8 km skokk (2x kringum Ástjörn) og hjól 3 km
20.sept... 8 km skokk --------------------- --------
22.sept... 8 km skokk ------------------------------
23.sept... 1000m skrið
25.sept... 8 km skokk, 2x kringum Ástjörn og 3 km hjól
27.sept... Flug til New York - Las Vegas... here we come :)


Hreyfing í ágúst 2022

Ég var að leysa af í Mosfellsprestakalli til 15.ágúst.. Ég held að þegar við Vala hjóluðum eða hlupum og þegar við systur vorum í ratleiknum.. hafi verið sæmilegt veður..  Ég kláraði leikinn um miðjan mánuð og krakkarnir sitt síðasta spjald í lok mánaðar.. Ég skráði mig á hálft maraþon, því Lovísa og Gunnar völdu sér brúðkaupsdag, sama dag.. en svo þegar til kom varð ég að sleppa því.. ég hef alltaf sofið með annað augað opið, og er enn verri fyrir hlaup ef ég fer seint að sofa.. svo ég fór extra snemma að sofa en var vakin með símhringingu um hálf 11 og gat ekki sofnað aftur fyrr en um morguninn.. svo að til að geta gift brúðhjónin og vakað í veislunni sleppti ég hlaupinu..  

 1.ág... ganga 3,8km í spjald
 2.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 17,3 km
 4.ág... hjól og skokk 3x kringum Hvaleyravatn... 19.3 km
 5.ág... ganga 6 km í 2 spjöld
 8.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 17,5 km
11.ág... hjól og skokk 1x kringum Hvaleyrarvatn.. 15.05 km
14.ág... ganga 10,8 km í 3 síðustu spjöldin..
16.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 16,7 km
20.ág...   B R Ú Ð K A U P 
21.ág... 1000m skriðsund
22.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 16,9 km
24.ág... hjól og skokk 2x kringum Hvaleyrarvatn.. 17,4 km
25.ág... hjólaður Garðabæjarhringur.. 16,8 km
26.ág... skokkað kringum Ástjörn 5,2 km
27.ág... hjól og 2x skokk kringum Hvaleyrarvatn.. 16,6 km
28.ág... 3 km ganga með krökkunum í síðasta spjald.
29.ág... skokkað kringum Ástjörn 5 km
31.ág... skokkaði 6,2 km


Hreyfing í júlí 2022

Þessi mánuður byrjaði í Budapest og gengið um á hverjum degi... ekki verra að halda sér þannig við. Við Harpa vorum í tannlæknaferð. Suma daga áttum við tíma snemma og fórum tvisvar út en aðra daga fórum við seint og styttra. 21.júlí átti ég flug út með Delta í San Francisco Maraþonið en svo óheppilega vildi til að vélin bilaði, lenti í rauðu hættustigi í Kef og flugi var frestað um einn dag... sem þýddi að ferðin var ónýt fyrir mér... Við Vala áttum aðgang í 5k síðan 2020 í covid svo við hlupum 5k saman 23.júlí og ég hljóp 20x í kringum Hvaleyrarvatn á sunnudeginum til að fara maraþonið... já góðan daginn.. og ég hjólaði fram og til baka...  

 1.júl... ganga 6,2 km í Budapest
 2.júl... ganga 16,66 km
 3.júl... ganga 9 km
 4.júl... ganga 6,1 km
 5.júl... ganga ca 2 km
 6.júl... ganga 7,4 km
 7.júl... ganga 7,1 km
 8.júl... ganga 11,9 km
 9.júl... ganga 4,5 km í Budapest og heimferð
10.júl... Selvogsgata Kaldársel að Bláfjallavegi, 1 spjald, 10,5 km
11.júl... skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 4,2 km
12.júl... Alfaraleið, spjöld 17, 18 og 19 ganga 8,8 km
14.júl... hjólað og skokkað 3x kringum Hvaleyrarvatn 17,4 km
15.júl... 3 km ganga í spjald 9
16.júl... skokk ca 7 km, ganga ca 8 km í spjöld 25 og 27, síminn dó.
17.júl... 2,7 km ganga í spjald 16
19.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól 
22.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól
23.júl... 5km (SanFr. virt.) +1,3 km til að klára 3x Hval.hr +12,5 hjól
24.júl... 42,2 km (20x Hval) + 11,3 km hjól, Virtual San Francisco
26.júl... 2,1 km 1x kringum Hvaleyrarvatn + hjól 12,9 km
28.júl... 4,2 km (2x kringum Hval) +12,6 km hjól


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband