Það var óvenju lengi leiðinlegt veður úti.. svo við notuðum tækifærið að vera inni í Kaplakrika. Lúlli er að skríða saman eftir hjáliðaskiptin.. og ég er farin að skokka meira úti.
3.apr... 10 hringir í Krikanum.
5.apr... 15 hringir
8.apr... Tók þátt í Heimshlaupi 6 km og 1000m skriðsund
10.apr... 4,2 km skokk um Ástjörn
11.apr... 16 hringir
12.apr... 5,1 km skokk um Ástjörn
13.apr... 15 hringir
14.apr... 5,1 km skokk um Ástjörn
17.apr... 2,8 km skokk um Ástjörn + 2,8 km hjól
18.apr... 15 hringir
21.apr... 2,8 km skokk um Ástjörn + 2,6 km hjól + 1 km skrið
23.apr... 10,2 km hjól
24.apr... 2 hringir, Við Vala hlupum 4,5 km heim úr Krikanum
25.apr... 15 hringir
27.apr... 15 hringir og snjór úti
28.apr... 5,1 km um Ástjörn + 1 km skriðsund
29.apr... 2,1 km um Hvaleyrarvatn + 11,5 km hjól
30.apr... hjól 10.3 km
Íþróttir | 2.6.2023 | 00:09 (breytt 18.6.2023 kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framan af mánuðinum var frekar leiðinlegt veður og ágætt að geta farið nokkra hringi á virkum dögum inni í Kaplakrika.. En..það var það lítil hreyfing að það má segja að ég hafi farið út án nokkurs undirbúnings.. Ég ætlaði að taka 4 maraþon en fékk svo margar blöðrur af skónum og brekkunum að ég sleppti því síðasta..
1.mars... 15 hringir í Kaplakrika.. hver hringur er 225m
2.mars... 15 hringir
3.mars... 1000 m skriðsund
4.mars... Skokkaði 1 hring kr Hvaleyrarvatn, 2,1 km
6.mars... 17 hringir í Krikanum
7.mars... 15 hr í Krikanum
8.mars... skokkði 1 hr um Hvaleyrarvatn 2,1 km
9.mars... 15 hringir í Krikanum
10.mars... 15 hr í Kaplakrika og 1000m skriðsund
13.mars... 15 hr í Krikanum
14.mars... 16 hr í Krikanum
15.mars... 10 hr í Krikanum
17.mars... 16 hr í Krikanum og 1000m skriðsund
20.mars... 15 hr í Krikanum
21.mars... 15 hringir í Krikanum
22.mars... 15 hringir í krikanum
26.mars... Marathon í Seneca S-Carolinu, 44,67 km
27.mars... Marathon í Mills River N-Carolinu, 44.19 km
29.mars... Marathon í Bluefield W-Virginiu, 43,74 km
Íþróttir | 10.4.2023 | 17:03 (breytt kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og áður var klukkan stillt á 3:30.. og hlaupið nokkrar mílur í burtu. Þegar ég vaknaði vissi ég ekki hvort ég ætti að fara, blaðran undir táberginu sprungin og helaumt að stíga niður.. en mín tók verkjatöflur og tróð sér í skóna.
Ég hef hlaupið þetta hlaup áður en var búin að gleyma brekkunum.. 14 talsins á leiðinni fram og til baka og amk 3 þeirra háar og brattar.. já góðan daginn.. 168 brekkur.. margir voru farnir að beita ýmsum aðferðum til að fara niður þær.. Hitinn var um frostmark þegar við byrjuðum.. vægast sagt erfiður dagur en hafðist.
Meira seinna.
Maraþonið mældist 43,74 km
West-Virginia er 40. fylkið í 3ja hring um USA
Íþróttir | 29.3.2023 | 22:11 (breytt 10.4.2023 kl. 18:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klukkan var stillt á 3:30 en ég var vöknuð löngu áður.. hafði sofið ágætlega.. Eftir venjulegan undirbúning tékkaði ég mig út.. það voru um 7 mílur á startið..
Hlaupið var ræst kl 6:30 og 16 marflatir hringir fyrir fullt maraþon.. Fyrsti klukkutíminn er alltaf í myrkri.. en síðan fór sólin að skína. Hitinn fór sennilega í 85°F, því hann var í 80 þegar ég var búin..
Þetta hlaup var erfitt, enginn skuggi á leiðinni, stígurinn var með vatnshalla sem veldur spennu og verkjum í lífbeininu hjá mér, því ég er með grindarlos, aðrir finna ekkert fyrir smá halla.. Ég þreyttist í bakinu eins og venjulega.. en verst var að fyrir síðasta hringinn uppgötvaði ég blöðru undir táberginu.. EN þetta hafðist, ég kláraði.
Meira seinna.
Maraþonið mældist 44,19 km
N-Carolína er 39. fylkið í 3ja hring um USA
Íþróttir | 28.3.2023 | 02:34 (breytt 10.4.2023 kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók 2 daga í að keyra frá DC til Seneca S-Carolinu.. Eins og venjulega mætti ég illa sofin á staðinn.. og að auki 2 klst of snemma. Ég hélt að startið væri kl 5:30 en það var 6:30.. þeir sem skrá sig á staðnum eiga að mæta klst fyrir hlaup.. ég skráði mig og fór aftur á hótelið..
Þetta var brekkuhlaup.. leiðinni hafði verið breytt vegna flóða.. við fórum 14 x sömu leið fram og til baka.. 42 brekkur upp og 42 brekkur niður.. sem var farið að taka í í lokin. Veðrið var hlýtt, rigndi um klst rétt fyrir hádegið en síðan þurrkaði sólin allt
Meira seinna.
Hlaupið mældist 44,67 km
South Carolina er 38. fylkið í 3ja hring um USA.
Íþróttir | 26.3.2023 | 23:31 (breytt 10.4.2023 kl. 18:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hreyfing var svipuð og í jan... og gott fyrir Lúlla að geta hreyft sig í Kaplakrik alveg fram að aðgerð á hægra hné.. aðgerðin var 21.febr og gekk mjög vel.. ég hef farið cirka 15-17 hringi og synt 1 km á föstudögum.
Íþróttir | 26.3.2023 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við gerðum ekki nýjársheit.. en í byrjun jan byrjuðum við Lúlli að fara í Kaplakrika til að ganga inni. Veður og færð hafði verið með eindæmum erfið vikum saman.. Við höfum vitað af þessu í einhvern tíma en vissum ekki að svæðið væri upphitað.. Þetta hefur virkað mjög vel.. Lúlli sem er enn að bíða eftir hnjáliðaskiptum á hægra hné mætir með göngugrindina og fer nokkra hringi.. Vala og Hjöddi hafa líka mætt.. við Vala vorum orðnar stútfullar af sögum eftir alla þessa ófærð..
Við höfum mætt alla virka daga og svo hef ég synt 1 km á föstudögum.
Íþróttir | 12.2.2023 | 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GLEÐILEGT ÁR 2023
Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2023 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða.
Annáll þessa árs er, eins og í fyrra skrifaður heima í Hafnarfirði.
LOKSINS var sóttvarnar-takmörkunum aflétt og ég gat farið til USA að hlaupa.. Hello America, here I come.. Í fyrstu ferð flaug ég til Orlando og keyrði til Alabama og hljóp 1 maraþon.. Í apríl fór ég 2 maraþon, í maí tók ég aftur 2 og 3 í júní..
Ég átti síðan aðgang í júlí fyrir San Francisco en flugvélin lenti hér á CODE RED vegna bilunar og flugi frestað um sólarhring.. en þá var ferðin ónýt fyrir mér.. Ég skrifaði þeim út og fékk að hlaupa VIRTUAL.. Þessi aðgangur var síðan 2020 en Vala ætlaði með mér í þá ferð.. Við ætluðum að hlaupa 5 km saman daginn fyrir maraþonið.. Svo við Vala hlupum saman 5 km (virtual) á laugardeginum, og á sd hljóp ég rúmlega 20 hringi í kringum Hvaleyrarvatn fyrir maraþonið.. Síðasta maraþon ársins var síðan 1.okt í ferð okkar Völu til USA.
Ég átti aðgang í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021.. sem var frestað til 17.okt 2021.. því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023.. Það er sorglegt að segja frá því að ég þurfti að endurnýja aðganginn í nokkurra daga glugga, ég var erlendis þegar hann opnaðist en ég taldi að ég næði því þegar ég kæmi heim, en tímamunurinn við Japan var svo mikill að ég var KLST of sein.. Þetta var BÖMMER ársins.. ég sem komst inn í gegnum lottóið í 3ju tilraun og búin að eiga pöntuð hótel í 5 ár.. fer ekki til Tokyo..
Ég átti líka aðgang frá 2020 í Anchorage Alaska en það lenti á menningarnótt þetta árið og þennan dag hljóp ég ekki neitt vegna brúðkaups Lovísu og Gunnars.
Ég hjólaði, gekk og skokkaði með Völu, fór nokkrar ferðir á Helgafellið, tók ratleikinn með systrum og synti með þeim á föstudögum ef ég var á landinu.
Maraþonin eru komin í 262 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 37
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors
GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2023
Íþróttir | 1.1.2023 | 11:13 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í lok okt ætlaði ég að byrja aftur að skokka, við Vala mæltum okkur mót en ég var hölt.. ég hafði fengið eymsli í h hné í síðasta maraþoni.. og greinilega skemmt eitthvað.. það fór því lítið fyrir æfingum.. annað en ganga sem ekki var mæld og svo nokkrar sundferðir.. Þetta verður bara að hafa sinn gang.. gefa tíma og ath síðar hvort ég sé skárri.. snjór og mikið frost er ekki til að bæta það...
4.nóv... ein, var hölt og við gengum kringum Hvaleyrarvatn, 2,1 km
5.nóv... prófaði að nota hnéband, kringum Hvaleyrarvatn.. lala. 2,1 km
16.nóv... prufa.. Hvaleyrarvatn 2,1 km
28.nóv... prufa.. Hvaleyrarvatn 2,1 km
3.des... 1000 m skrið
9.des... 1000 m skrið
12.des... létt skokk kringum vatnið, 2,1 km
23.des... 1000m skrið
30.des... 1000m skrið
Íþróttir | 31.12.2022 | 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.sept fórum við til Usa þar sem ég hljóp 1 marathon og við Vala tókum amk 2 göngur Í Zíon þjóðgarðinum, við skoðuðum bæði Zion og keyrðum líka á norður rim Grand Canyon til að sýna strákunum hvar við gengum niður í stelpuferðinni 2019... Ég var ekki fyrr komin heim frá USA, að ég fór daginn eftir til Búdapest með Hörpu.. og auðvitað gengur maður sig upp að hnjám á hverjum degi, þar sem maður er ekki með bílaleigubíl.. Við tókum AirB&B um km frá tannlæknastofunni þannig að ferðir þangað voru uþb 2 km og svo vorum við auðvitað í búðum...
1.okt... St Georg Marathon UTAH, 42,2 km
5.okt... Grand Canyon North Rim, 8,5 km ganga
6.okt... Narrows ca 4 km og Angels Landing ca 10 km
12.okt... Lentum heima
13.okt... Flug til Budapest
14.okt... ganga 3,6 km
15.okt... ganga 9,3 km
16.okt... ganga 9,7 km
17.okt... 8,4 km
18.okt... 8,7 km
19.okt... 8,3 km
20.okt... Tókum lest til Slóvakíu, ganga 23 km
21.okt... ganga 12,1 km
22.okt... 2,2 km
23.okt... 10 km
24.okt... 10,5 km
25.okt... 5,7 km
26.okt... 6,3 km
27.okt... Heimferð, ganga á klínikina 1 km
31.okt... Við Vala hittumst, ég var hölt og við gengum kringum Ástjörn 2,8 km
Íþróttir | 31.12.2022 | 14:38 (breytt kl. 14:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)