Hreyfing í maí 2021

Maí var annasamur á ýmsan hátt... ég keyrði suður 3.maí og 6.maí aftur vestur... og á leiðinni vestur var ég boðuð í forskoðun fyrir augasteinaskipti 13.maí... en það þýddi aðra ferð suður 12.maí. Jeppinn er gamall og ég farin að þreytast í bakinu á rúml 6 tíma keyrslum... þetta hafðist en allt hefur þetta áhrif á hreyfinguna...
Lúlli ákvað að verða eftir fyrir sunnan í seinni ferðinni... ég var síðan varla komin vestur aftur þegar svissinn í bílnum dó... en Guð er góður, kallinn gat reddað nýjum fyrir sunnan, sent og ég fékk hann settan í á methraða... frábært, því þá átti ég eftir 2 messur, 2 útfarir, leynibrúðkaup og skírn... og svo pakka saman, ganga frá íbúðinni, skila öllu af mér og keyra suður 31.maí.

 1.maí... 7,3 km hlaup
 2.maí... 2,75 km ganga
 3.maí... keyrði suður + 1,2 km ganga
 4.maí... 1 km ganga
 6.maí... keyrði vestur...
 8.maí... 1,5 km ganga, slæm í baki
12.maí... keyrði suður...
13.maí... keyrði vestur
14.maí... 5,2 km ganga, er að jafna mig
15.maí... 5,1 km ganga
16.maí... 5 km, gekk á Geirseyrarmúlann eftir messu.
17.maí... 5,1 km ganga (svissinn ónýtur)
18.maí... 6,1 km ganga
19.maí... 2,1 km ganga
20.maí... 5,6 km ganga
21.maí... 5 km ganga
24.maí... 5,2 km ganga
25.maí... 6,5 km ganga
26.maí... 8 km ganga
27.maí... 6,2 km ganga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband