Ég var svo glöð þegar ég leit út um gluggann í morgun og bílaplanið var klaka-laust... og við Vala vorum búnar að ákveða að hlaupa úti í dag... klst áður en ég lagði af stað til hennar kom haglél sem fraus óðara í svell... Þetta var auðvitað bara svindl og svínarí.
Ég keyrði til Völu og við hlupum eða svifum Hrafnistuhringinn okkar í "ALSÆLU" :)
8,05 km og VIÐ BROSTUM HRINGINN :)
Íþróttir | 25.1.2016 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mississippi Blues Marathon
9.jan 2016
http://www.msbluesmarathon.com/
Ég var eins óráðin (hvort ég ætti að hlaupa) og hægt var í gær þegar ég sótti númerið. Ég er slæm í hælnum eftir síðasta maraþon og mig langaði ekki til að eyðileggja næstu maraþon... því fór ég eiginlega til að spurja hvort ég mætti breyta í hálft á miðri leið ef mér litist ekki á blikuna. Þetta er í 3ja sinn sem ég hleyp þetta hlaup, en nú hafa þeir breytt um stað á starti/marki og leiðinni.
Ég var ákveðin að fara af stað... veðurútlitið var ekki gott, grenjandi rigning. Ég stillti klukkuna á 3 am, við þurftum líka að tékka okkur út fyrir hlaupið. Það voru nokkrar mílur í miðbæinn og við fengum gott stæði svo Lúlli gæti verið í bílnum á meðan.
Hlaupið var ræst kl 7 í rigningu, það stytti fljótlega upp og ég pakkaði regnslánni saman og geymdi... eins gott því tvisvar komu langar úrhellis-dembur en svo heit sól á milli að það sem var blautt - varð þurrt.
Mér gekk ágætlega og ákvað að skrölta alla leiðina... sem var ekkert nema brekkur. Hællinn var sæmilegur, kannski bjargaði mér að ég setti auka innlegg í skóna og ég var í stífum sokk sem hélt við.
Á 16.mílu hitti ég Sharon frá LA, hún var að strögglast við, enda aðeins bækluð í baki og við gegnum saman restina... það endaði með að það fóru allir fram úr okkur og við urðum síðastar. Hún hafði byrjað klst fyrr, ásamt Matthew, Larry Macon og fleirum sem ég þekki.
Þetta maraþon er nr 198
Á mílu 20 dó úrið mitt, ég veit ekki hvort það varð rafmagnslaust eða hvort það þoldi ekki þrumuveðrið... svo ég veit hvorki hvað vegalengdin hefði mælst og verð að bíða eftir útgefnum tíma frá hlaupinu.
Skráður tími á mig er: 7:24:03 og það besta er að ég versnaði ekkert í hælnum.
Eftir hlaupið keyrði ég um 200 mílur til New Orleans :)
PS. Það var viðtal við mig á ,,local TV í Jackson" en ég sá það ekki þegar það var sýnt í fréttunum kvöldið 8.jan... ég get kannski fundið slóðina seinna :)
Íþróttir | 10.1.2016 | 02:29 (breytt 19.1.2016 kl. 21:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Metal Sawing Technology Texas Marathon
1.jan. 2016
Http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html
Við sóttum númerið í gær en í gleðilátunum að hitta gamla vini, gleymdi ég að taka "númers" myndina... en ég bjargaði því fyrir hlaupið í dag.
Þetta maraþon er með aflappaðri hlaupum... allt á göngustígum (4× sama leið) engin tímamörk og öll umgjörðin laus við stress.
Klukkan var stillt á 5 am en við vorum vöknuð áður. Við náðum að borða morgunmat kl 6 am og brenna svo í hlaupið. Það er afar sjaldgæft að ég nái morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.
Hlaupið var ræst kl 8 og þrátt fyrir 75 % líkur á rigningarskúrum þá hélst þurrt allan tímann.
Rétt fyrir hlaup var verðlaunapeningurinn afhjúpaður... en útlitið er leyndarmál fram að hlaupi. Hann er risastór og ekkert smá flottur.
Leiðin var á göngustígum, fram og til baka og ég þekkti fullt af fólki úr fyrri hlaupum... Fólk var endalaust að stilla sér upp í hópmyndatökur á leiðinni... mjög skemmtilegt... ég verð að fá myndirnar hjá öðrum því ég hélt það myndi rigna og skildi símann eftir í bílnum.
Þetta maraþon er nr 197,
Garmurinn mældi það 26,49 mílur og tímann 6:42:29 og auðvitað var það hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins, langömmu dúllunni minni Emilíu Líf sem er 4 ára í dag.
Íþróttir | 2.1.2016 | 00:31 (breytt kl. 00:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt nýtt HLAUP-ÁR 2016
Þetta árið var ferðast eftir ákveðnu plani... ég hafði sett stefnuna á að klára annan hring um USA... og valdi ég mér því hlaup eftir fylkjum... svo ákvað ég að hlaupa 5 Rock N Roll maraþon á árinu og maraþon nr 200 í Texas 1.jan 2016.
Ég byrjaði árið í Baton Rouge í Louisiana... og fékk þar meiðsli á vinstri fót, meiðsli sem ég er enn að takast á við. Lengi vel gat ég ekki staðsett hvort ég væri meidd á ökkla eða hæl en meiðslin eru aftan á hælnum. Þessi meiðsli hafa samt ekki orðið til að ég hætti við hlaup... ég minnkaði æfingar en hélt minni ferða-áætlun og fór m.a. til Hawaii í mars og Alaska í júní... en það eru fjarlægustu fylkin...
þá var ég búin að ákveða gönguferð niður í Grand Canyon í júní en varð að láta mér nægja að skoða gljúfrið ofanfrá... það verður að ÆFA fyrir slíkt ævintýri og fóturinn bauð ekki upp á nema algjört lágmark þetta árið.
Ég fór 10 ferðir til USA, oftast ein og gat krossað við 9 fylki. Ég hljóp 14 maraþon og 2 hálf-maraþon á þessu ári og í Savannah hljóp ég líka 5km bara að gamni mínu. Tvö þessara maraþona voru hér heima, Reykjavíkurmaraþon og Haust-maraþonið.
Áætlanir mínar um að hlaupa tvö-hundraðasta maraþonið í Texas á nýjársdag fóru út um þúfur.
Í byrjun nóv, í Savannah í Georgíu var hitabylgja og af öryggisástæðum var heila maraþonið stoppað og öllum beint í mark og ég hlaup þá bara hálft maraþon...
Í systraferðinni í lok nóv var ég hálf-veik og ákvað að láta hálft maraþon nægja í það sinnið, við hlupum því allar hálft maraþon... svo tvær ferðir skiluðu bara hálfum maraþonum.
Maraþonin eru orðin 196 og tvö-hundraðasta maraþonið er núna áætlað í Ulysses í Kansas í Dust Bowl hlaupa-seríunni.
Um áramótin á ég eftir 4 fylki til að klára annan hring, KS og NM í mars, ID í apríl og MT í júní... og ég sem taldi einu sinni að ég hefði engan möguleika á að komast einn hring.
Íþróttir | 31.12.2015 | 14:05 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við systur vorum allar hálf veikar í Flórida og kvefpestin hefur verið þrálát hjá okkur öllum allan desember... Það er varla að maður hafi staðið undir sér í hóstakviðunum.
Við systur lentum heima 3.des og pestin hefur haldið okkur frá föstudags-sundinu... þá hefur kuldinn, snjórinn og slæma færðin ekki hjálpað til.
Hvern mánudaginn á eftir öðrum höfum við Vala ætlað að hlaupa saman en það hefur ekki tekist. Ég komst 3svar á bretti í Garðabæ og verð að láta það nægja fyrir næstu hlaupaferð. Ég mun ekki einu sinni ná úr mér kvefinu á milli ferða.
14.des... 6 km á bretti
21.des... 7 km á bretti
27.des... 7,5 km á bretti... verst hvað það er leiðinlegt að hlaupa inni.
Næsta maraþon er 1.jan 2016 í Texas
Íþróttir | 28.12.2015 | 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Space Coast Marathon, Cocoa Village FL
29.nóv 2015
http://www.spacecoastmarathon.com
Hin árlega systraferð til Florida innifelur Space Coast Marathon. Við keyrðum til Cocoa Beach í gær og sóttum númerin í Expo-ið... á Radison SAS, keyptum morgunmat, fengum okkur að borða og græjuðum okkur fyrir hlaupið á morgun.
Klukkan var stillt á 3 am en við vorum eiginlega vaknaðar áður... Eftir að hafa græjað okkur, borðað morgunmat og fengið nesti á hótelinu fórum við í rútuna. Hún beið fyrir utan Best Western.
Við vorum allar skráðar í heilt maraþon sem var ræst 6:30... en ætluðum allar hálft... ég er eiginlega búin að vera hundveik, að kafna úr hósta og hef hreinlega enga heilsu fyrir heilt.
Veðrið var hrikalega gott, við byrjuðum í myrkri og aðeins svala en svo hitnaði og var komið yfir 30 stig áður en það hálfa var búið. Ég reyndi að hanga í einhverjum hóp en sleppti honum rétt fyrir mílu 10 þegar ég hitti Eddu og við skröltum saman í mark.
Ég var bara virkilega sátt við að fara bara hálft marathon...sem er nr 38.
Miðað við mottuna og flaggið þar sem hálft-maraþon var markað, þá sagði Garmin að tíminn væri 3:02:01 og vegalengdina 13,3 mílur... en þá var smá spotti í markið sjálft.
Ég fékk flottan aukapening fyrir að taka þátt í þessari seríu 3ja árið í röð.
Við fórum svo á ströndina :) það var yndislegt :)
Íþróttir | 29.11.2015 | 19:19 (breytt 4.12.2015 kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var mætt snemma, enda vissi ég ekkert hvar hlaupið var eða aðstæðurnar í kringum það, svo sem bílastæðamál. Ég var þess vegna ekki í vandræðum með stæði. Það var spáð rigningu í dag en það hékk þurrt þangað ég kom í mark, þá fór að dropa og svo kom demban þegar ég var komin í bílinn.
ALLIR voru að ræða gærdaginn... fólkið sem stóð við hliðina á mér sagðist vera frá Mississippi og vant loftraka en það hefði verið mjög slæmt í gær, erfitt að anda. Óvenju margir ofreyndu sig, vatn og pappamál voru uppurin og læknateymið annaði ekki að aðstoða... Kannski gerði það útslagið að maraþonið var stoppað að einn maður í hálfa maraþoninu dó á leiðinni.
Áður en 5 km voru ræstir var andataks þögn vegna mannsins sem dó í hlaupinu í gær. Hlaupið var ræst kl 1 eh. Mér tókst að skokka þessa 5 km á 34:54 mín og er ég nokkuð ánægð með það.
Verðlaunapeningurinn er rosalega flottur og ég fékk auka-"bling" (verðlaunapening) fyrir að hlaupa báða dagana.
Íþróttir | 9.11.2015 | 00:23 (breytt 4.12.2015 kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rock n Roll Savanna GA
7.nóv 2015
http://www.runrocknroll.com/savannah/
Ég sótti gögnin í gær og þar biðu mín 3 flottir RNR verðlaunapeningar... en þetta er fimmta Rock N Rollið mitt á árinu. Ég lenti í rosalegri hitabylgju hérna, það man enginn eftir svona hita á þessum tíma... og áframhaldandi hita var spáð.
Klukkan var stillt á 3 am... enda er breytt snið á málunum, engar skuttlur milli staða og ég verð að leggja bílnum einhversstaðar á milli starts og marks. Ég lagði í bílastæðahúsi á Liberty, um km frá marki og starti.
Hlaupið var ræst 30 mín of seint út af einhverjum vandræðum á hlaupaleiðinni... hitamollan var rosaleg, rakinn í loftinu svo mikill að það draup úr derinu. Ég fann fyrir fætinum allan tímann, leiðin var ágæt, engar stórar brekkur... það var óvenju mikið um sírenuvæl og ég hef aldrei séð eins marga liggja í aðhlynningu til hliðar á leiðinni... Eitthvað hafa vatnsbirgðirnar og pappaglösin klikkað, því á einni drykkjarstöðinni urðum við að drekka úr lófunum því glösin voru búin.
Þegar ég og hundruðir annarra hlaupara komum að skiptingu leiðar heils og hálfs maraþons var búið að loka leiðinni fyrir það heila og öllum tilkynnt að heila maraþonið hefði verið stoppað vegna hita... og við þyrftum að láta okkur nægja hálft maraþon... Maður varð bara að hlýða en margir brjálaðir yfir þessu... ég fór að taka fleiri myndir, var auðvitað mjög svekkt en reyndi að njóta restarinnar... og sólbrann þrátt fyrir sólarvörn 45
Þetta maraþon varð að hálfu maraþoni nr 37...
vegalengdin mældist 13,47 mílur... og tíminn 3:12:42...
Hlaupið er til heiðurs einkasyninum sem er 32 ára í dag :)
Ég fékk 2 aukapeninga í markinu, annan fyrir fimmta RNR-ið og hinn fyrir aðra seríu sem heitir Southern Charm.
Íþróttir | 7.11.2015 | 22:05 (breytt 4.12.2015 kl. 21:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég bloggaði síðast þá voru 3 maraþon á 8 dögum aðeins of mikið fyrir fótinn á mér og meiðslin tóku sig upp í Haustmaraþoninu... en það verður að hafa það... Ég mun því bara hjóla og synda í bili.
26.okt... Hjólað með Völu
30.okt... 1100 m skrið
...............
2.nóv... Hjólað með Völu
Næsta maraþon er 7.nóv í Savannah Gerorgiu USA
Íþróttir | 6.11.2015 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara
24.10.2015
Ég hafði leyfi til að byrja fyrr en ég ætlaði aldrei að byrja svona rosalega snemma. Það var eitthvað sem hélt mér vakandi og mér reiknaðist til að ég hefði fengið svona 2ja tíma svefn... Það var tilgangslaust að bíða vakandi heima svo ég fór bara inneftir...
Þegar ég hljóp af stað var klukkan 4:15 am... og allt gekk vel, 4°c hiti, aðeins vindur, keilurnar komnar á sína staði, stígarnir þurrir og hálkulausir... en ég hafði gleymt að taka með vasaljós. Það er engin lýsing frá hreinsistöðinni og að snúningi, ca 2 km, 4km fram og til baka... og þar varð ég bókstaflega að þreifa mig áfram.
Ég náði að snúa í fyrri hring þegar einn starfsmaður var mættur... á leiðinni út aftur fór ég að finna fyrir þorsta, hafði fengið litla vatnsþörf í kuldanum í fyrri hring og svo datt ég niður í smá leiðindi þegar ég fór að finna fyrir ökklanum/hælnum á vinstra fæti en ég er búin að eiga í þeim meiðslum síðan í janúar og hélt ég væri laus við þau... en 2 maraþon um síðustu helgi og kannski kuldinn núna ýfðu þau upp... afgangurinn af maraþoninu fór í að reyna að hugsa vel um fótinn, skemma ekki meira og ofgera ekki... því næsta maraþon er eftir 2 vikur.
Þetta maraþon er nr 196, Garmurinn mældi vegalengdina 43,02 og tímann 6:35:42
Íþróttir | 24.10.2015 | 17:39 (breytt kl. 17:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)