Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

Hreyfing í ágúst 2019

Rétt fyrir mánaðarmótin flugum við til Viet Nam og þaðan til Kambodiu þar sem fyrsta maraþon mánaðarins var. Það var um 20 tíma flug til Viet Nam og þar var 7 tíma munur. Svo bætist við allar göngurnar og endalausar tröppur í skoðunarferðum. Ég fékk næga hreyfingu í báðum löndum. Mér gekk erfiðlega að snúa tímanum til baka þegar ég kom heim og þá var tiltölulega stutt í næsta maraþon. Viðurkenni að það var lengi þreyta í mér eftir þessa ferð.

 4.ág... KHMER EMPIRE MARATHON, Cambodia 42,61 km
11.ág... DA NANG MARATHON, Viet Nam, 42,68 km
17.ág... hjól 3,5 km, 1 km skriðsund og 2 spjöld m/Indíu 2,7km
19.ág... hjól 4,5 km, skokk 8 km og spjald 1,2 km ganga
21.ág... hjól 4,2 km, skokk 6,4 km
22.ág... spjald í ratleik, 2,5 km í hrauni
23.ág... 500m skriðsund
24.ág... REYKJAVÍKUR MARAÞON, 42,67 km
26.áG... 16,65 km hjól m/Völu
28.ág... 8,1 km skokk, 4,4 km hjól og 5,8 km ganga í spjald.
30.ág... 2,5 km ganga kringum Hvaleyrarvatn m/Hörpu
31.ág... 1 km skriðsund, Suðurbæjarlaug


Reykjavíkurmaraþon 24.ág. 2019

Reykjavíkur maraþon
b3dd77edd9faa60b0279d5ce4c28aecc24.ágúst 2019
https://www.rmi.is

Ég sótti númerið á fimmtudegi og mætti í heiðursklúbbinn. Reykjavíkurmaraþon var svo vinsamlegt að láta mig hafa nr 250 og þau bentu fjölmiðlum á mig og stöð 2 og mbl tóku viðtöl við mig. Ég vona að það skili sér í meiri áheitum fyrir Einhverfusamtökin

Nóttina fyrir hlaup svaf ég frekar lítið og illa. klukkan var stillt á 5:45 og ég var farin út kl 7:30... ég mátti ekki vera seinni til að fá stæði og koma mér á startið. Það rigndi á leiðinni inneftir en var þurrt í hlaupinu. Ég var búin að tilkynna Maniac myndatöku kl 8:25. Nokkrir mættu.

20190824_Reykjvíkur maraþonHlaupið var ræst kl 8:40. Mér gekk ágætlega fyrst, alltaf stuð á Nesinu. Ég verð að viðurkenna að ég fann heldur fljótt fyrir þreytu í hlaupinu, enda búin að hafa mikið fyrir því að þetta maraþon yrði nr 250... Indland í febrúar, Kýpur í mars, Prag í maí, 2 erfið fjallamaraþon í júní, 4 maraþon í júlí og Reykjavik er 3ja maraþonið í ágúst... 
Kannski var þetta líka spennufall í dag... en ég kláraði þetta maraþon eins og öll hin... en þetta er 23. árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.

20190824_Reykjvíkur maraþonÉg hef bent á það mörg undanfarin ár að 4 km á milli drykkjarstöðva er of langt, tilhneigingin er að drekka annað hvort of mikið eða of lítið þegar svona langt er á milli... en það gerist ekkert í þessum málum. Í dag var brautin ný að hluta og ágæt nema síðustu km fyrir ofan Lækjargötuna... þeir virtust aldrei ætla að taka enda...

Þetta maraþon er nr 250, stór áfangi hjá mér
Garmurinn mældi það 42,67 km 
og tímann 6:20:42


Da Nang Int. Marathon, Viêt Nam 11.ág. 2019

Da Nang Int. Marathon,
Da Nang VIÊT NAM
11.ágúst 2019

Screenshot_20190812-141932_Chrome

http://www.rundanang.com

Við sóttum númerið fyrir hádegi í gær. Það er svo heitt hérna að við förum ekki út um miðjan dag. Ég er nr 40814... síðan tókum við það rólega... hótelið lét mig fá morgunmatarbox.

Klukkan var stillt á 2am. Ég svaf ágætlega. Lúlli fór með mér á startið sem er 200m frá hótelinu.

20190811_DaNang ViétNamHlaupið var ræst kl 4:30 í 28°c... og ég var svo heppin að það var skýjað þar til ég var hálfnuð en þá var hitinn kominn í 38°c.

Það voru 2 km á milli drykkjarstöðva. Á hverri stöð langaði mig bara til að standa þar og sturta í mig ísköldu vatni eða orkudrykk. Ég hef aldrei á ævinni drukkið eins mikið og í þessu maraþoni. Það var ótrúlega þægilegt að fá golu öðru hverju og svo þræddi ég skuggana. Ég held ég hafi drukkið hátt í 10 lítra á leiðinni.

Heila maraþonið var 2 hringir og ég hef sagt það áður ÞAÐ ER ERFITT AÐ HLAUPA FRAMHJÁ MARKINU og eiga annan hring eftir. Seinni hringurinn var erfiður, bæði var orðið svo heitt og eins af því að engum götum var lokað. Við hlupum í miðri umferðinni og í seinni hring týndist maður, svínað fyrir mig og oft forðaði ég mér upp á gangstétt. Hitinn var 42°c þegar ég loksins kláraði.

Þetta maraþon er nr 249
Garmurinn mældi það 42,68 km
og tímann 7:24:12

Viêt Nam er nýtt land fyrir mig
úrslit hlaupsins: https://www.sportstats.asia/display-results.xhtml?raceid=103989

64440814BRYNDIS SVAVARSDOTTIRFemale9007:26:4307:24:12

KHMER EMPIRE MARATHON, Cambodia 4.ág 2019

KHMER EMPIRE MARATHON,
CEO_logo2-1Siem Reap Cambodia
4.ág 2019

http://www.cambodia-events.org/khmer-empire-full-marathon/

eða Angkor Empire Marathon, það lítur út eins og þeir séu að skipta um nafn á maraþoninu. 
20190804_Siem Reap CambodiaVið sóttum númerið í gær, ég fékk nr 1724. Við fórum snemma að sofa enda á kolvilausu róli... eitthvað vakti mig eftir 3 tíma og ég svaf lítið eftir það. Klukkan var stillt á 2am. Ég var búin að semja við tuk-tuk bílstjóra að keyra mig á startið kl 3:30 en hann sveik mig og ég þurfti að finna annan.

Það var startað við Angkor Wat kl 4:30 í niðamyrkri, 27°c og miklum raka, það var aldrei þurr þráður á mér. Það birti ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma og takmörkuð birta af götuljósum. Göturnar voru sæmilega sléttar og bara tvær "brekkur" (hraðahindranir) nóg til að ein kona datt og snéri ökklann... annars var leiðin rennislétt... en slæmt að við hlupum alla leiðina í umferðinni... milli bílanna og mótorhjólanna. Við hlupum framhjá fjölda fornminja/búddahofa á leiðinni. 

Drykkjarstöðvar voru á 2ja km fresti og allir af vilja gerðir að þjóna. Ég hitti þrjá 50 Staters, sem voru á eftir mér í brautinni. 

Mér fannst bagalegt að ég hafði gleymt derinu heima því svitinn rann í stríðum straumum niður andlitið í halupinu og ég uppgötvaði þetta svo seint að ég gat ekki keypt mér der. Það var heitt og rakt en ég er bara sátt við mig í dag.

Þetta maraþon er nr 248
Garmin mældi vegalengdina 42,61 km
og tímann 6:44:44

samkvæmt úrslitum: 
http://www.cambodia-events.org/angkor-empire-full-marathon-result/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband