Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

Hlaupa annáll fyrir 2019

G L E Ð I L E G T  Á R

20200123 Verðlaunapeningar 2019Síðasti annáll var skrifaður í Thailandi, í ár ætlaði ég að skrifa hann í Texas, en vegna vinnu varð ég að hætta við þá ferð og skrifa annálinn því á Patreksfirði þar sem ég er settur prestur í vetur. Ekki var ég svo forsjál að taka mynd af verðlaunapeningum þess árs áður en ég keyrði vestur, svo myndin verður að bíða... en hún kemur. 

Ég fór 9 hlaupaferðir erlendis á árinu og hljóp í allt 15 maraþon.

Ég bætti við 8 nýjum löndum, Indlandi, Kýpur, Tékkóslovakíu, Kambodiu, VétNam, Argentínu, Malasíu og Singapore... Argentína var um leið í nýrri heimsálfu fyrir mig.

Að sjálfsögðu hljóp ég nokkur (5) maraþon í USA, ég hitti í einni ferð á tvö einhver erfiðustu maraþon sem ég hef hlaupið og svo ætlaði ég að taka 4 maraþon í Heartland seríunni en varð að lúta í lægra haldi fjórða daginn í röð og láta mér nægja 10 km... þetta varð til þess að ég varð að fara aukaferð út til að ná því að Reykjavík yrði nr 250.

Aukaferðin var til Stevenage UK... off road and self navigated challenge through the picturesque Hertfordshire countryside around Stevenage og til þess að komast í gegnum það prentaði ég út 3 og hálfa bls af leiðbeiningum... 

Í byrjun árs sá ég að það væri möguleiki fyrir mig að hlaupa maraþon nr 250 í Reykjavík... sem mér tókst síðan og er virkilega glöð að hafa fengið 250 sem keppnisnúmer, en ég hljóp heilt maraþon þar 23.árið í röð.

Síðasta maraþon ársins hljóp ég í Singapore á 63 ára afmælisdaginn minn.

Maraþonin eru orðin 253
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2020


Hreyfing í des 2019

Vá, árið að verða búið. 3.des komum við heim frá Singapore og 5.des keyrði ég vestur á Patreksfjöð þar sem ég mun búa og þjóna sem prestur. Ný reynsla fyrir mig. Hér er sundlaug með íþróttaaðstöðu svo það væsir ekki mig. Það er öruggt að ég kem til með að nota þessa aðstöðu... þó það sé alltaf erfitt (leiðinlegt) að hlaupa á bretti. Fyrst um sinn verður mikið að gera enda jólin framundan.

 7.des... 6 km á bretti og 335m skriðsund
 9.des... 8 km á bretti
11.des... 1 klst í þrektækjum og svo 8 km á bretti
13.des... 8 km á bretti, ótrúlega (ekki) gaman
16.des... 10 km á bretti
18.des... 8 km á bretti og klst í tækjum
21.des... 10 km á bretti
27.des... 10 km á bretti
30.des... 10 km úti, LOKSINS, var á broddum, -4°c


Hreyfing í nóv 2019

Nóvember var frekar annasamur hjá mér, þar sem mér var tilkynnt að ég fengi vígslu 17.nóv og fyrir þann tíma varð ég að útrétta ýmislegt... svo fór ég út 19.nóv í síðustu maraþonin á þessu ári. Í byrjun mán var ég svo óheppin að fá slæmt nuddsár (inn í kjöt) á annarri stóru tánni. Í fyrstu batt ég bara vel um og það háði mér ekki en daginn sem ég fór út, skaust ég til læknis í hádeginu og lét líta á þetta. Fékk ég sýklalyf... en ég var komin á sveppalyf eftir að hafa farið í magaspeglun 13.nóv.

 2.nóv... 10,84km ein, um Hvaleyrarvatn
 4.nóv... 8 km m/Völu, Hrafnistuhringur
 6.nóv... 10,6 km Hrafnista m/Setbergi
 8.nóv... 10,8 km ein, að Hvaleyrarvatni
11.nóv... 11 km m/Völu, rigningarsuddi
13.nóv... frí - magaspeglun
15.nóv... 8 km ein 
17.nóv... Vígsla
19.nóv... út... alls 16 tíma flug +8 í tímamun
24.nóv... Penang Bridge Marathon, Malasía 42,61 km
30.nóv... Singapore Int.Marathon, Singapore 43,53 km

Í Singapore hljóp ég maraþon í þriðja sinn á afmælisdeginum mínum. Þetta var erfitt hlaup en þeir voru í fyrsta sinn með maraþonið um kvöld en fyrsta start var kl 18.


Singapore Int. Marathon 30.nóv 2019

Singapore 2019Standard Chartered Singapore International Marathon,
Half Marathon, 10K, 5K, Marathon Relay

Singapore, Singapore
30.Nov. 2019

http://www.singaporemarathon.com

Þetta er seinna hlaupið í þessari ferð. Rakinn í báðum hlaupum hefur verið ótrúlega mikill, raunar eru fötin okkar alltaf þvöl enda rigningartími núna. Þetta var kvöldhlaup sem gerði allt erfiðara... vera búin að vaka allan daginn, vandi að borða rétt og svo rakinn og myrkrið.

Ég var komin á startið upp úr kl 16. þetta er stórt hlaup, troðið af fólki. Hlaupið byrjar á Formúlu 1 brautinni en endar annarsstaðar. 

20191201_Singaporeþað var ræst kl 18 en það leið rúmur hálftími þar til það kom að mínum bási. Hitinn var 29° götuhiti 34°og rakinn ótrúlegur. Daglega drynja þrumur hér og við fengum þrumur en sluppum við rigningu. 

Leiðin var svo sem ágæt en þó nokkuð um fram og til baka leiðir. Drykkjarstöðvar ágætar þegar maður var búinn að uppgötva uppsetninguna, en síðustu 12 km var lítið til. Vegna rakans var ég öll í nuddsárum eftir hlaupið og gjörsamlega búin, ég þurfti að bíða einn og hálfan tíma eftir leigubíl og hélt ég myndi ekki halda það út.

Þetta maraþon er nr 253
Garmurinn mældi tímann 7:32:21
og vegalengdina 43,53 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband