Hreyfing í nóv 2019

Nóvember var frekar annasamur hjá mér, þar sem mér var tilkynnt að ég fengi vígslu 17.nóv og fyrir þann tíma varð ég að útrétta ýmislegt... svo fór ég út 19.nóv í síðustu maraþonin á þessu ári. Í byrjun mán var ég svo óheppin að fá slæmt nuddsár (inn í kjöt) á annarri stóru tánni. Í fyrstu batt ég bara vel um og það háði mér ekki en daginn sem ég fór út, skaust ég til læknis í hádeginu og lét líta á þetta. Fékk ég sýklalyf... en ég var komin á sveppalyf eftir að hafa farið í magaspeglun 13.nóv.

 2.nóv... 10,84km ein, um Hvaleyrarvatn
 4.nóv... 8 km m/Völu, Hrafnistuhringur
 6.nóv... 10,6 km Hrafnista m/Setbergi
 8.nóv... 10,8 km ein, að Hvaleyrarvatni
11.nóv... 11 km m/Völu, rigningarsuddi
13.nóv... frí - magaspeglun
15.nóv... 8 km ein 
17.nóv... Vígsla
19.nóv... út... alls 16 tíma flug +8 í tímamun
24.nóv... Penang Bridge Marathon, Malasía 42,61 km
30.nóv... Singapore Int.Marathon, Singapore 43,53 km

Í Singapore hljóp ég maraþon í þriðja sinn á afmælisdeginum mínum. Þetta var erfitt hlaup en þeir voru í fyrsta sinn með maraþonið um kvöld en fyrsta start var kl 18.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband