Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Space Coast Marathon, Cocoa Beach 27.nóv. 2016

Space Coast Marathon & Half Marathon
Cocoa, FL USA
27.nóv 2016

http://www.spacecoastmarathon.com

Við keyrðum frá Orlando til Cocoa Beach í gær, laugardag, sóttum númerin okkar og tékkuðum okkur inn á Days Inn. Þessi ferð hefur verið óslitin verslunarferð og við héldum áfram að versla áður en við tókum saman fötin og dótið fyrir morgundaginn. 

Space Coast Marathon 28.nóv. 2016Klukkan var stillt á 3am... og við sváfum allar ágætlega. Eftir hefðbundinn undirbúning töltum við yfir á Best Western til að taka rútuna... Það vantaði aðeins upp á skipulagningu rútumálanna en við komumst í tæka tíð á startið.

Berghildur og Edda voru skráðar í hálft maraþon sem startaði kl 6am en ég var í starti 6:30. Þær voru að fara í fyrsta sinn rétta hálfmaraþon leið.

Space Coast Marathon 28.nóv. 2016Fyrri hlutinn af minni leið var nokkuð erfiður, þar eru meiri smábrekkur en verst var að þar var stafalogn sem gerði steikarhita... ég var alveg að fara að ákveða mig að taka "the wormhole" það er stytta niður í hálft... en þá dró ský fyrir sólu og ég fékk blástur....

Seinni helmingurinn af leiðinni var betri, alltaf blástur og skuggar á milli. Ég hitti fullt af vinum bæði Maniökum og 50Statum... Alltaf svo gaman hjá okkur og eitthvað til að tala um.

Þetta maraþon er nr 206, garmurinn mældi það 42,91 km og tímann 6:26:51


Aþenu maraþon 13.nóv 2016

Athens Marathon
Aþenu Marathon 2016

(Greece) & 10K, 5K 
Athens, Greece
13.nóv. 2016

http://www.athensauthenticmarathon.gr/

Í fyrsta sinn í Grikklandi og gaman að hressa upp á grískuna...

Við vorum svo heppin að það voru fleiri hlauparar á hótelinu og hótelið framreiddi morgunmatinn 2 tímum fyrr (kl.5) svo við gætum borðað fyrir hlaup.
Athens Marathon 13.11.2016Klukkan hringdi kl 4 am og þetta var ein af þeim nóttum sem ég hvíldist ekkert... ég er ekki einu sinni viss hvort ég svaf eitthvað.

Við lögðum af stað fyrir kl 6 því síðasta rúta á start frá Sygrou Fix átti að fara kl 6:15. Lúlli labbaði með mér. Hvílíkur straumur af rútum og þeir sem þekktu til voru ekkert að spá í tímann. Í rútunni sat ég við hliðina á konu sem býr í Melbourne Ástralíu... hún var 18 tíma í flugi fyrir hlaupið... hún var búin að stúdera leiðina vel og upplýsti mig.

Athens Marathon 13.11.2016Það var svakaleg örtröð á leikvanginum í Marathon fyrir hlaupið og ræst í hollum, ég þurfti að bíða 40 mín í básnum. Fyrstu 8 km voru sléttir, næstu 24 km voru brekkur, allar upp nema tvær og þaðan lá leiðin niður...

Ég get ekki kvartað, gekk bara ágætlega... gekk eitthvað í brekkunum og þá þá þreytist ég alltaf í bakinu... ég hélt að heltin ætlaði að taka sig upp en ég slapp við það... mjöðmin fékk smá álag af veghallanum en það hvarf við Panodil... þjónustan á leiðinni var góð og leiðin sjálf auðvitað EINSTÖK... þetta er mekka maraþonsins... Hið eina sanna.

Athens Marathon 13.11.2016Lúlli lenti í smá veseni, göturnar voru lokaðar fyrir umferð svo hann varð að ganga á endamarkið... en hann stóð eins og hetja við markið þegar ég kom - enda er hann "Bíðari nr 1"

Þetta maraþon er nr 205, Garmurinn mældi vegalengdina 42,61 km og tímann 6:21:06


Hreyfing í október

September kom nokkuð vel út hjá mér en betur má ef ég á ekki að dragast alveg niður. Eftir að snjórinn kom í Helgafell ætlum við Vala annað hvort að hjóla eða ganga á mánudögum... útiveran mun gera sitt gagn... Ég fór í bakinu og var meiri partinn af mánuðinum að ná mér... veit ekki hvað gerðist. 

 3.okt... 5.km skokk kringum Ástjörn, Vala veik.
 4.okt... 3 km ganga í vinnunni hjá Digraneskirkju
 5.okt... 7,3 km skokk á bretti
 7.okt... Fékk heiftarlega í bakið við að fara í skokkbuxurnar :(
10.okt... 7 km ganga með Völu (treysti mér ekki til að hjóla)
11.okt... 3 km ganga í Digranesi
14.okt... 1200 m skriðsund
17.okt... 16,5 km hjól með Völu, er að skána í bakinu
18.okt... 5 km skokk í kringum Ástjörn og 3 km ganga í Digranesi
20.okt... 7 km skokk kringum Ástjörn og fleira
21.okt... 1200m skrið og hjól 2 km
24.okt... 5 km (Ástjörn) 
26.okt... 5 km (Ástjörn)
28.okt... 5 km (Ástjörn)
31.okt... 16,5 km hjól með Völu


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband