Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
Haustmaraþon Félags Maraþonhlaupara
24.10.2015
Ég hafði leyfi til að byrja fyrr en ég ætlaði aldrei að byrja svona rosalega snemma. Það var eitthvað sem hélt mér vakandi og mér reiknaðist til að ég hefði fengið svona 2ja tíma svefn... Það var tilgangslaust að bíða vakandi heima svo ég fór bara inneftir...
Þegar ég hljóp af stað var klukkan 4:15 am... og allt gekk vel, 4°c hiti, aðeins vindur, keilurnar komnar á sína staði, stígarnir þurrir og hálkulausir... en ég hafði gleymt að taka með vasaljós. Það er engin lýsing frá hreinsistöðinni og að snúningi, ca 2 km, 4km fram og til baka... og þar varð ég bókstaflega að þreifa mig áfram.
Ég náði að snúa í fyrri hring þegar einn starfsmaður var mættur... á leiðinni út aftur fór ég að finna fyrir þorsta, hafði fengið litla vatnsþörf í kuldanum í fyrri hring og svo datt ég niður í smá leiðindi þegar ég fór að finna fyrir ökklanum/hælnum á vinstra fæti en ég er búin að eiga í þeim meiðslum síðan í janúar og hélt ég væri laus við þau... en 2 maraþon um síðustu helgi og kannski kuldinn núna ýfðu þau upp... afgangurinn af maraþoninu fór í að reyna að hugsa vel um fótinn, skemma ekki meira og ofgera ekki... því næsta maraþon er eftir 2 vikur.
Þetta maraþon er nr 196, Garmurinn mældi vegalengdina 43,02 og tímann 6:35:42
Íþróttir | 24.10.2015 | 17:39 (breytt kl. 17:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Appalachian Series Day 7, Guntersville Alabama
17.okt 2015
http://mainlymarathons.dreamhosters.com/series-3/appalachian-series
Þegar ég keyrði frá Dalton til Guntersville keyrði ég yfir í annað tímabelti... og það olli mér smá vandræðum... Síminn skipti ekki um tímabelti og hótelið bauð ekki upp á wake-up-call... Bíðarinn heima stóð sig og hringdi til að vekja mig...
Ég svaf ekkert sérstaklega vel en hvíldist ágætlega. Èg tékkaði mig út um 6am. Hlaupið var ræst 6:30... og það var skítkalt í upphafi.
Brautin var meðfram stóru vatni, falleg og hæfilega langir "hringir" við fórum 12x fram og til baka.
Eftir 2 hringi var ég komin úr jakkanum og sólin bakaði. Ég er ekki í formi fyrir EITT maraþon hvað þá TVÖ... svo ég gekk mikið enda enginn á ógurlegri hraðferð.
Þetta maraþon er nr 195. Garmurinn mældi það 27,1 mílur og tímann 7:20:58... 4 eftir í öðrum hring.
Þetta maraþon var hlaupið til heiðurs Lovísu sem er 30 ára í dag.
Íþróttir | 18.10.2015 | 03:05 (breytt 19.10.2015 kl. 14:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Appalachian Series #6 Dalton Georgia
16.okt 2015
http://mainlymarathons.dreamhosters.com/series-3/appalachian-series
Þó það sé bara 4 tíma munur þá kemur hann fram á mér, ég fór snemma að sofa og vaknaði kl 4. Morgunmaturinn byrjar kl 6 en maðurinn leyfði mér að byrja fyrr og það nægði mér því ég var tilbúin að tékka mig út um leið. Garðurinn er í 15 til 20 mín fjarlægð og eg þurfti að fá númerið mitt afhent áður.
Hlaupið var ræst kl 7:30. Í upphafi var aðeins kalt en það hitnaði fljótlega. Leiðinni var breytt í skyndi, margir búnir að hlaupa í 5 daga og Clint vildi sleppa öllum við brekkur og hafði leiðina 22 ferðir fram og til baka kringum leikvöll fyrir heila maraþonið.
Ég hitti fullt af gömlum vinum og þegar maður fer fram og til baka eru allir að heilsast og segja brandara... á hlaupaleiðinni voru krítar og éwg og aðrir skrifuðu skilaboð, ástarjátningar, brandara, hvatningar og fleira í göngustíginn.
Sólin steikti okkur en svo bjargaði smá gola okkur. Eftir hlaupið var sest upp í bíl og ég var tæpa 3 tíma að keyra til Alabama þar sem síðasta maraþonið í seríunni er á morgun, laugardag.
Þetta maraþon var til minningar elsku pabba en það eru 2 ár í dag síðan hann dó.
Þetta maraþon er nr 194, garmurinn mældi það 26,75 mílur og tímann 7:01:20
Tékk... 5 eftir í öðrum hring.
Íþróttir | 16.10.2015 | 23:47 (breytt 19.10.2015 kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er að koma að þriðju ferðinni í haust... og ekki hafa æfingarnar verið að þvælast fyrir mér á milli ferða. Ég kom heim síðasta þriðjudag og náði að synda með Eddu á föstudag og hjóla með Völu í dag, mánudag... næsta ferð er á miðvikudag.
9.okt... 1000m skrið
12.okt... 21,3 km hjól með Völu í rigningarsudda.
Íþróttir | 12.10.2015 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Portland Marathon OR,
4.okt. 2015
http://www.portlandmarathon.org
Það er 7 tíma munur hér og heima og þetta er ÖRSTUTT ferð.
Ég sótti númerið í Expo-ið, sem var mjög flott. Ég er nr 6793 og ætla aldrei þessu vant að byrja í mínum bás enda 8 tíma takmörk. Ég gisti nokkrar mílur í burtu og þarf að mæta snemma svo það verði ekki búið að loka götunum næst starti og marki... og þá kemst maður auðvitað ekki í bílastæðahúsin þar.
Það tekur því ekki að snúa neinum tíma. Þess vegna var ég ekki í neinum vandræðum að fara snemma að sofa. Klukkan var stillt á 3am og kl 5 var ég búin að fá stæði í húsi á besta stað... ég lagði mig í hálftíma en fór þá á Hilton hótelið - skemmtilegri klósett :)
Þar hitti ég Cindy "Maniac" jafnöldru mína sem býr 2 tíma í burtu héðan... við vorum svo öðru hverju samferða í hlaupinu.
Hlaupið var ræst kl 7 en minn bás fór um 20 mín seinna af stað. Það var skítkalt í upphafi... en strax eftir 2 tíma var orðin steik... mælarnir sýndu 80F eða um 30C
Leiðin var ágæt, amk gleymdi ég mér við að heilsa fólki sem ég hef hitt í öðrum hlaupum. Það voru nokkrar erfiðar brekkur, hitinn og æfingaleysið sem héldu mér niðri... en ég virðist vera búin að ná mér í ökklanum... Guði sé lof :)
Garmurinn mældi tímann 6:28:07 og vegalengdina 26.62 mílur.
Þetta maraþon er nr 193 og nú eru 6 fylki eftir í annarri umferð um USA.
Íþróttir | 5.10.2015 | 01:31 (breytt 10.10.2015 kl. 19:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)