Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Þessar dásamlegu brekkur

Ég er farin að stytta vegalengdirnar, átti að fara 8 km í dag og fannst snilld að keyra niður að Lækjarskóla. En maðurinn var farinn á bílnum svo ég hljóp niðureftir. Hitti Þóru Hrönn og Soffíu. Við fórum Áslandsbrekkurnar... ég kvaddi þær síðan við Suðurbæjarlaugina og hljóp heim.

Ég fékk 9,8 km út úr þessu Smile 


Með Völu

Ég mætti í vinnuna til Völu án þess að hafa talað við hana áður. Veðrið var sæmilegt, rigningin hékk í loftinu, við Vala smellum svo saman að ég man ekki hvort það rigndi eitthvað. Hrafnistuhringurinn er fastur liður á þriðjudögum... 

12,5 km með bros á vör Smile 


Frábær hringur með Þóru Hrönn

Ég hljóp heim til Þóru Hrannar og hef marg mælt leiðina þangað 2,9 hvora leið... 5,8 km... Við hlaupum Stóra Garðabæjarhringinn í frábæru stuði allan hringinn og lengdum aðeins út götuna svo hún næði 15 km.  

Síðasta mánudag hlupum við nákvæmlega þessa leið og úrið hennar mældi hringinn okkar 14,86 en mitt mældi hringinn 400 metrum styttri. Í dag var hennar mæling eins en mitt úr er greinilega að bila...

svo... Æjjjjj ég neyðist til að fá mér nýtt Grin

Ég segi og skrifa 20,8 km í dag Cool 


Slapp við slagveðrið

Ég komst ekki út fyrr en rúmleg 3... það var ekki svo slæmt, því ég slapp við slagveðrið. Ég komst sem sagt Hrafnistuhringinn án þess að rigna niður og fjúka út í sjó... ég segi bara svona, kílóin hefðu haldið mér eitthvað niðri Wink

12,5 km í ágætisstuði Tounge 


Brekkur með Þóru Hrönn

Veðrið var yndislegt, aðeins kalt, en stillt. Við hlupum Áslandsbrekkurnar og hring um bæinn, fórum Austurgötuna til baka heim til hennar. Þetta var bara frábært hlaup, 12,8 km hjá mér. 


Með Tinnu og Völu

Við Vala vorum búnar að melda okkur. Á síðustu stundu bættist Tinna í hópinn. Hún var á hjóli og hjólaði með mér (hlaupandi) í vinnuna til Völu. Í stað hins hefðbundna hrafnistuhrings fórum við einn rembihnút með slaufu um bæinn. Það lítur þannig út á vegakorti Garmins LoL

Þemað var líkt og áður - undirgöng, brýr og lækir.... Bara gaman hjá okkur.

Við Vala skiluðum Tinnu heim eftir 10,6 km og hlupum heim til okkar.
Hringurinn endaði í 13,13 km hjá mér


Langt með Þóru Hrönn

Ég var búin að ákveða að fara langt í fyrir hádegi í dag... þess vegna var það snilld að Þóra Hrönn var tilbúin í Garðabæ hinn ,,meiri" kl 10. Veðrið var frábært hiti um 5 °c og algert logn.

Ég hljóp heim til hennar sem 2,9 km... við hlupum síðan saman hringinn og þá kom svolítið skrítið upp... hringurinn sem við hlupum saman mældist 14,86 á hennar úri en 14,25 hjá mér... það munar 400 metrum - nærri hálfum km.

Ég hljóp síðan heim og mældist allt í allt 20,1 km hjá mér á mínu Garmin.


Brekkur

Það var næturfrost svo ég fór í síðerma undir jakkann. Veðrið var síðan æðislega gott, því það var sól og nær logn. Ég hitti Soffíu og Þóru Hrönn við Lækjarskóla og við skelltum okkur í Áslandsbrekkuhringinn. Eftir hring um bæinn var Soffíu skilað heim og síðan Þóru Hrönn... þá var bara eftir að skila mér heim. Á leiðinni hitti ég elsta barnabarnið mitt með kærastanum sínum og þau hlupu með mér smá spotta.

Það er frábært að geta hlaupið fyrir hádegi Smile

Hringurinn hjá mér var 13,1 km  


,,Nenni ekki að læra" hlaup

Eftir að hafa setið við tölvuna og brunnið yfir á ,,nenninu" að læra, þá ákvað ég að hlaupa upp í Ásland, hafði þef af súkkulaðiköku þar Wink 

Það er löng brekka þangað upp... og maður á virkilega skilið að fá kökusneið á toppnum, en það var enginn heima Blush 
Ég tók því smá aukahring og fór í kringum Ástjörnina á leiðinni heim og verð að setjast aftur við tölvuna og skrifa þessa blessuðu ritgerð.

Þessi ,,nenni ekki að læra" hringur var 6,6 km  

Ég hitti svo Soffíu kl 10 á morgun við Lækjarskóla. 


Langt í morgun

Einn kennari var veikur í morgun og var svo vinsamlegur að láta vita af því í gær... svo ég skellti mér snemma út. Veðrið var ágætt, það var hlýtt en svolítið rok. Ég ákvað að fara langt því helgarhlaupið var styttra en ég hafði ætlað. Ég kom við hjá Völu og lét hana vita að ég væri að svíkja hana en hún var ekki viss hvort hún myndi hlaupa eftir vinnu... svo þetta var bara snilld.

Garðabær hinn meiri er 20 km. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband