Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Með Tinnu hjólandi

Það var grenjandi rigning þegar ég fór út um kl 10 í morgun. Ég hljóp upp í Áslandið til Tinnu, hún ætlaði að hjóla með mér. Við tókum hring um Áslandið, fórum niður Kinnarnar, hring um Setbergið, eftir Álfaskeiðinu, fórum hring um Norðurbæinn, framhjá Hrafnistu og meðfram sjónum á leiðinni heim.

Þetta varð að meiriháttar menningarferð um leið, þar sem ég þurfti að svar HEILMÖRGUM spurningum á leiðinni. Við skoðuðum gömlu myndirnar við göngustíginn meðfram sjónum og gullfiskana, ísl hænurnar og kanínurnar hjá Fjörukránni... Þegar um km var eftir heim snarstoppaði Tinna til að leita að 4 laufa smára... hún fann TVO á svipstundu og EINN 5 laufa... Ég átti ekki til eitt aukatekið Woundering

Ég hefði viljað fara 20 km en hringurinn varð bara 15,5 km 


Stóri brekkuhringurinn

Ég drattaðist út í morgun... nei, ég segi svona, því ég var ekkert sérlega upprifin. Þar sem ég var ein á ferð byrjaði ég brekkuhringinn með hring utanum Holtið, fór þaðan niður að Lækjarskóla, Áslandsbrekkurnar og hring um Ástjörnina á leiðinni heim. Veðrið var ágætt, miklu heitara úti en ég hélt það væri. 

Eftir skólann tók ég síðan 2 spjöld í ratleiknum með stóru systur
Brekkuhringur 10,7 km og ca 3 km ganga í dag  


Ein að togast áfram

Vala komst ekki svo ég hljóp strax eftir skólann... Ég er alvarlega að hugsa um að skipta þriðjudeginum út, því skóladagurinn er frá 8-3 en ég á frí bæði á mánudögum og miðvikudögum. 
Veðrið var ágætt... svolítið rok en ég hafði þetta dauðþreytt eftir daginn.

Hrafnistuhringur 12,5 km 


Ein í leiðinda veðri

Ég hef ekki hlaupið síðan á þriðjudaginn... skólinn og flutningar heimasætunnar upp í Grafarvog (á enda veraldar) urðu til þess að hlaupin frestuðust.

Fyrsta vikan í skólanum er kanski ekki svo erfið en það eru bókakaup, stofu-skiptingar og hlaup á milli bygginga. 

Þar sem dæturnar eru fluttar úr Keflavík nennti ég ekki að keyra suðureftir til að hlaupa Suðurnesja-hálf maraþon og hljóp FRÍTT Garðabæ hinn meiri með lengingu bak við Haukahúsið.
Veðrið var leiðinda rigningarsuddi og rok, oft blessunalega í bakið en síðustu 5 km voru strekkingur á móti.

Hringurinn var 20 km Smile 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband