Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Með Þóru Hrönn og Haukahópnum

Ég var ekki tilbúin að hlaupa fyrr en rétt fyrir kl 10 og kom því við hjá Haukahópnum... og þá var Þóra Hrönn þar. Ég ákvað að hlaupa með þeim þó ég hafði ætlað að fara 20 km í dag. 

Leiðin lá upp Áslandið og upp að Hvaleyrarvatni og gegnum Vallahverfið til baka. Ég hafði tæmt úrið mitt fyrir síðasta maraþon og nú mældi það lengri vegalengd en úrið hjá Þóru Hrönn... að auki hljóp ég 1 km auka til og frá Haukahúsinu svo alls mældist þetta 13,5 km í dag.


Á morgun

Það hefur verið vaninn hjá mér undanfarin ár að hvíla í viku eftir maraþon... síðasta var Haustmaraþon FM síðasta laugardag... svo það er komið að æfingu á morgun... ég er bara í ágætisstuði eða veit ekki betur Joyful


Haustmaraþon FM 23.okt. 2010

Lagði af stað kl 6... og niðamyrkur

Ég fór mjög þægilega í gegnum skráninguna og slapp við að sækja númerið. Greiðsla og skráning var í gegnum netið og í gegnum tölvupóst fékk ég leyfi til að byrja á undan hinum sem er snilld þegar maður fer ekki hraðar en snígill sem hleypur Wink

Bíðari nr 1 keyrði mig í Elliðaárdalinn og ég lagði af stað 6:02... sem er annars óguðlegur hlaupatími. Ég var með minn Garmin sem mælir vegalengdina og tekur tímann og ég var með gel og vatn með mér því langt var í að drykkjarstöðvar opnuðu. Myrkrið var ekki vandamál fyrr en í Skerjafirðinum þar sem engin lýsing er á löngum kafla á göngustígnum. það var frekar kalt sem hentar mér Smile

Haustmaraþon FM, 23.okt 2010

Sama leiðin er farin tvisvar sinnum fram og til baka og fannst mér gaman að mæta hlaupurunum sem voru ræstir tveimur tímum síðar. Maginn sem hefur angrað mig alla vikuna var til friðs í hlaupinu. Þreyta fór að segja til sín á síðasta leggnum, þ.e. seinni bakaleiðinni og var ég farin að ganga svolítið á milli og fegin þegar ég kom í mark og hæst ánægð með tímann 4:59:02 W00t 

Þetta maraþon er nr 126, áttunda á árinu en fjórða á tveimur vikum.


Gögn og Columbus Marathon Ohio, 17.okt. 2010

startið í Columbus 17.okt 2010Nationwide Better Health
Columbus Marathon
& Half Marathon, Columbus,
Ohio USA   
17.okt  2010
http://www.columbusmarathon.com/

Við keyrðum frá Indianapolis strax eftir maraþonið þar og vorum komin kl 5:30 að sækja gögnin fyrir næsta maraþon. Síðan var bara að koma sér á hótelið, draga allt dótið inn og setja upp nýtt heimili í 2 daga, fara í sturtu og gera allt klárt fyrir Columbus marathon.  

míla 13, hálfnuð í Columbus 17.okt 2010Klukkan var stillt á 4:45... við vorum vöknuð áður, ég get ekki kvartað yfir því að vera þreytt, nú var allt gert með hraði. Columbus marathon er 15 þús manna hlaup og ekki sniðugt að koma seint, lenda í bílaröð og fullum bílastæðahúsum. Við vorum komin á staðinn 5:15, fengum gott bílastæði nálægt startinu og hlaupið var ræst kl 7:30

Markmynd í Columbus 17.okt 2010Það var kalt í morgunsárið og gott að geta rétt Bíðara nr 1 jakkann á síðustu stundu. Allt gekk vel fyrstu mílurnar svo tók þreytan að síga á.
Hitastigið var um 25°c eins og í hlaupinu í gær. Ég var með orkugel sem ég tók á 4 mílna fresti og var alveg komin með ógeð í lokin bæði fyrir gelinu og Gatorade.
Aldrei þessu vant var hlaupið hringur sem er miklu skemmtilegra... ég var samt komin með nóg og gekk að mestu síðustu 3 mílurnar... en maður verður að koma hlaupandi í markið.

Columbus Ohio 17.okt 2010Garmurinn ákvað að vera fullur í hlaupinu og hætti að mæla rétta vegalengd en mældi tímann. Eitthvað klikkaði að stoppa klukkuna á réttum tíma en ég giska á að ég hafi verið 5:45

Þetta maraþon er nr. 125
Ohio er 49. fylkið mitt... EITT EFTIR  W00t

Þetta maraþon er hlaupið til heiðurs yngstu dótturinni Lovísu sem er 25 ára í dag. Til hamingju dúllan mín.


Indianapolis Marathon IN, 16.okt 2010

Community Health Network Indianapolis Marathon & Half Marathon, 5K, Marathon Relay, Kids Marathon Indianapolis/Lawrence, Indiana USA  16.okt 2010 kl 8:30
http://www.IndianapolisMarathon.com/ 

startið í IndianapolisÉg fór snemma að sofa, ekki veitti af og svaf ágætlega. Klukkan var stillt á 4:45 en við vorum vöknuð áður. Við þurftum að mæta snemma til að fá bílastæði nálægt. Startið og markið er innan ramma gatna sem eru hlaupnar og þeim lokað kl 7:30... klst fyrir ræsingu.

Við létum okkur ekki vanta, Lúlli varð að hanga á staðnum eftir mér því við tékkuðum okkur út af hótelinu þegar við fórum þaðan.

komin í mark í Indianapolis 16.okt.2010Aldrei þessu vant var ég léttklædd, hnébuxur og stuttermabolur... og það var næturfrost Pinch ég var frosin fyrstu mílurnar en síðan hitnaði vel. Hlaupið liðaðist eins og slanga umeinhvern garð og ég vissi sjaldan hvort fólkið sem ég sá var á undan mér eða eftir... þangað til það skildi á milli hálfa og heila maraþonsins. Sá hluti var fram og til baka skemmtilegheit FootinMouth
Mér gekk bara ágætlega, ég reyndi að hlaupa ekki í halla - það fer illa með mig.

Garmurinn mældi vegalengdina 26,4 mílur og tímann 5:06:39

Þetta maraþon er nr 124 hjá mér
Indiana er 48. fylkið mitt... 2 eftir.............. újé...... W00t 


Gögnin í Indianapolis IN

Ég fór út á náttbuxunum í gær þegar við fórum í þvottahúsið... og er búin að vera í þeim síðan... Fór sem sagt á náttbuxunum að ná í gögnin Blush

Expo i Indianapolis IN, 15.okt.2010Það voru 20 mílur í expoið, í YMCA miðstöð í Indianapolis Marathon... þetta var lítið expo, sennilega er þetta líka fámennt maraþon, en það var fullt af aðstoðarfólki. Við tékkuðum á bílastæðinu við startið, því við verðum að tékka okkur út af hótelinu í fyrramálið og Lúlli þarf að bíða einhversstaðar eftir mér.
Start og finish er á sama stað sem er munur Whistling

Við fórum í búðir að kaupa það síðasta, og borðuðum á Old Country Buffet Cool


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

ING Hartford Marathon CT, 9.okt. 2010

ING Hartford Marathon & Half Marathon, Marathon Team Relay, 5K and Kids K. Hartford, Connecticut USA... 9.okt 2010
gögnin sótt í Hartford CT 8.okt.2010http://www.inghartfordmarathon.com

Vaknaði fyrir kl 5. For snemma ad sofa og svaf agaetlega. vorum komin a startid klst fyrir hlaup sem var raest eftir baen og tjodsong kl. 8. Eg fann mig aldrei i hlaupinu... tad hitnadi verulega mjog fljott, en tad sem dregur mig alltaf nidur er grofar gotur, mikill gotuhalli og langar leidir fram og til baka. Tannig var tad nuna... ad auki var eg ad berjast vid ad fa ekki krampa i iljunum.
klósettröð í Hartford CT 9.okt.2010A sidustu milunni fekk eg hrikalegan krampa i vinstra laerid, haltradi afram en var buin ad jafna mig nog til ad geta hlaupid i mark. Foringinn tok myndir sem eg set seinna...
tetta er nog fyrir Best Buy ;)

Þetta svolítið fyndið að lesa þetta, svo ég ætla bara að þýða þetta á íslensku: vaknaði kl 5, hafði farið snemma að sofa og svaf ágætlega. Við vorum komin á startið klst fyrir maraþonið sem var ræst með bæn og þjóðsöngnum kl.8.

komin í startholurnar í Hartford CT 9.okt 2010Ég fann mig aldrei í hlaupinu, fór kannski of hratt af stað og svo hitnaði verulega, mjög fljótt.
Það sem dregur mig alltaf niður eru gróft malbik á götunum, mikill götuhalli og langar leiðir fram og til baka þar sem maður mætir þeim sem eru á undan í hlaupinu... þannig var leiðin núna. 
CT afgreitt 3 fylki eftirAð auki var ég að berjast við að fá ekki krampa í iljarnar. Á síðustu mílunni fékk ég hrikalegan krampa í vinstra lærið, haltraði áfram og var búin að jafna mig nóg til að geta hlaupið í mark.
Foringinn beið í markinu eins og alltaf.

Garmurinn minn mældi maraþonið 42 km og tímann 5:15:36. 
Þetta maraþon er nr. 123 hjá mér,
Connecticut er 47. fylkið mitt


Gögnin sótt í CT

Vegna tess ad eg er tolvulaus fram a manudag, ta for eg i Best buy til ad koma med frettir af okkur. Vid sottum gognin i gaer. Eg er numer 2108. Vid forum tadan a startid og bilastaedid sem vid aetlum ad nota. Gott ad hafa tetta i Garminum daginn fyrir hlaup. Bordudum a Home Town Buffet.

Plana ad fara snemma ad sofa, svaf litid sidustu nott, fyrir hrotum i Foringjanum og latum i naesta herbergi.

Verd ad laga tessa stafi tegar eg kemst i mina tolvu :) 


Styttingur

Ég var voða leiðinleg í dag, prógrammið var of stutt fyrir Völu... svo ég fór út þegar ég kom úr skólanum og hljóp frumsamdan hring... stytti Hrafnistuhringinn í Álfaskeið, Flatahraun, Reykjavikurveg og sjávarsíðuna til baka. Hringurinn átti að vera um 8 km en varð 8,4...  betra gat það ekki verið Joyful

Garðabær með Þóru Hrönn

Veðrið var dásamlegt. Ég lét keyra mig heim til hennar svo km stemmdu við áætlunina, við byrjuðum í 7°c og vorum fljótlega komnar úr jökkunum. Sólin skein og algert logn.  Hringurinn var frábær, við reyndum að hemja okkur, hnipptum í hvor aðra til að hægja á okkur... það er ekki lengur treystandi á mig að halda jöfnum hraða - ÞETTA ER DÁSAMLEGT 

15 km í sól og sælu Kissing 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband