Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Ég var í sms-sambandi við Þóru Hrönn... við ákváðum að hittast og hlaupa með Haukahópnum. Það var gaman að hitta hana og Ingileif, hef ekki séð þær í óratíma.
Haukahópurinn er góður hópur en hann passar ekki fyrir mig, því ég er alltaf, annað hvort að fara í maraþon eða að jafna mig eftir maraþon... meira vesenið á mér.
Við hlupum eitthvað út í iðnaðarhverfið móts við Straumsvík og til baka... ég náði 7,5 km í allt... Ég bæti þetta upp þegar ég hleyp með Soffíu á morgun.
Íþróttir | 9.9.2009 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var 14°c hiti, sól og smá gola til kælingar... frábært hlaupaveður og ég ein á ferð... ég saknaði Völu... Soffía hleypur með mér á fimmtudaginn... ég þarf að athuga með Þóru Hrönn hvort hún sé ekki til 1 dag í viku.
Ég fór Hrafnistuhringinn 12,5 km á ágætishraða... ef ég er ekki ánægð með mig - hver er það þá?
PS. hljóp fram hjá keðjunni í dag... hverju ætli menn séu nú að bíða eftir?
Íþróttir | 8.9.2009 | 17:54 (breytt kl. 18:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég byrja seint í skólanum á mánudögum og ég rétt náði heim um kl 5... svo ég ákvað að hlaupa með Haukahópnum í dag... veðrið var lala...la, smá dropar, farið að kólna og aðeins vindur... Maður er orðinn svo kröfuharður á góðviðrið
Ég hitti hópinn og hljóp með þeim, hringurinn sem þau voru að fara, var umhverfis hverfið og ég náði allt í allt 6,3 km. Ég stóð við Haukahúsið og var að íhuga lengingu, þegar eldri maður kom á harðahlaupum en sá ekki keðju strengda fyrir gangstéttina og hann steyptist á höfuðið, skar í sundur ennið og töluverð blæðing var úr sárinu. Það var hringt á sjúkrabíl enda öruggast að láta athuga sig um leið og sárið er saumað. Ég vona að maðurinn nái sér fljótt og vel.
Ég verð hissa ef keðjan verður ekki farin á morgun.
Íþróttir | 7.9.2009 | 20:54 (breytt kl. 20:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hljóp að heiman og hitt Soffíu við Lækjarskóla... við erum búnar að ákveða að hlaupa saman á fimmtudögum í vetur og fara amk fyrst um sinn Áslandshringinn. Veðrið í dag var gott, mátulega hlýtt, þurrt og við í gírnum
Við hlupum Áslandsbrekkurnar saman en sá hringur mældist rétt undir 7 km... þannig að í allt hljóp ég 12,8 km... Þetta verður bara frábært
Íþróttir | 3.9.2009 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var æðislegt að hitta Völu og hlaupa með henni, hún notar mig til að halda hraðanum niðri og ég nota hana til að draga mig áfram... ég var enn þung eftir síðustu hlaup...
Við hlupum Hrafnistuhringinn, Vala lengdi eitthvað meira en ég hélt mig við 12,5 km.
Íþróttir | 1.9.2009 | 18:35 (breytt kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)