Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Það voru nýjir stjórnendur teknir við Mývatnsmaraþoni og þeim tókst mjög vel til. Umgjörðin góð, góð þjónusta á leiðinni og grillveislan í lokin var frábær.
Að vísu hef ég alltaf sagt að 5 km milli drykkjarstöðva sé of langt, hámarkið ætti að vera 4 km, en þetta hafa þeir ættleitt frá fyrri stjórnendum. Það var svolítið öðruvísi að hlaupa frá ,,Böðunum" og enda þar líka... Á BREKKU.
Það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km... og allur vindur úr mér á eftir. Sólin skein aðeins og hitinn var uþb 10 stig.
Ég held að þetta hafi verið tíunda Mývatnsmaraþonið mitt og í mörg undanfarin skipti hef ég sagt að ég ætlaði ekki að koma aftur. Halli vegarins virkar svo illa á grindarlosið mitt... ég var of fljótt farin að ganga inn á milli...
Þetta var maraþon nr 107 og tíminn á mína klukku var 5:01:30 og get ég ekki annað en verið ánægð með það
Íþróttir | 30.5.2009 | 20:44 (breytt 31.5.2009 kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við renndum hingað norður í gær... vorum ekki búin að panta gistingu fyrirfram og enduðum á Skútustöðum. Nú er allt breytt í sambandi við hlaupið, það er flutt í ,,böðin" og nýjir stjórnendur teknir við. Við keyrðum þangað í gær en enginn vissi neitt þar.
Maraþonið á að byrja kl 12... ég á eftir að sækja númerið fyrst, það hlýtur að vera á staðnum.
Íþróttir | 30.5.2009 | 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag voru settir ,,Bjartir Dagar" í Hafnarfirði og HHK... sem er skammstöfun fyrir Hjólreiðaklúbbur hafnfirskra kvenna ætlaði að mæta kl 18 á Thorsplani og hjóla á milli gallería, opinna heimila og sýningarstaða.
Við Soffía létum okkur ekki vanta, en við tókum forskot og hittumst 16:45 og hjóluðum Garðabæjarrúntinn áður en við hittum gellurnar... Það voru margar góðar sýningar en það síðasta sem ég gerði áður en ég fór heim, var að vera viðstödd tónleika á Selvogsgötu 20. Ég áætla að hafa hjólað um 25 km í dag.
Íþróttir | 28.5.2009 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætlaði aldrei að hafa mig út í dag, ÓTRÚLEGT EN SATT... eins og veðrið var gott. Ég hafði ætlað að byrja á að hlaupa, svo ætlaði ég að snúa öllu við í 3ja sinn til að finna rennilásana mína og svo ætlaði ég að dinglast við að sauma vasa á hlaupajakkann minn.
En dagurinn snérist við, ég var vakin og fékk elstu í morgunkaffi og svo dingluðumst við eitthvað og þegar þau voru farin kom Bíðarinn heim og einhvernveginn var klukkan orðin 5 þegar ég fór út. Ég hélt það væri kaldara... og klæddi mig of mikið... en veðrið var dásamlegt.
Ég gerði tvær styttingar á Hrafnistuhringnum... sneiddi hjá Lækjarskóla og fór Hjallabrautina, þetta mældist 10,2 km.
Íþróttir | 27.5.2009 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp Hrafnistuhringinn minn ein, einu sinni enn... og held mér sé farið að leiðast aðeins að vera alltaf ein. Hringurinn er farinn án þess að ég muni eftir allri leiðinni, sem er í sjálfu sér ekki slæmt en það er ólíkt skemmtilegra að hafa hlaupafélaga.
Það góða var að ég hef ekki hlaupið hringinn eins hratt í langan tíma
Íþróttir | 25.5.2009 | 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gærdagurinn var þungur í maga, bæði bíóferð og útskriftarveisla... enda þurfti ég að reka mig út í morgun. Ekki það að ég sé vön að hlaupa á sunnudögum, en nú var bara rétta tækifærið. Sólin var í fríi en ekki vindurinn og á smá kafla hélt ég að það væri að fara að rigna.
Ég fór bara minn venjulega Hrafnistuhring 12,5 km... hvorki lengra né styttra.
Íþróttir | 24.5.2009 | 13:09 (breytt kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það undarlega gerðist í dag... ég hljóp Hrafnistuhringinn minn í roki á móti ALLAN HRINGINN, nema á Álftanesveginum... Hvaða bæjarfélag skyldi þar með vera orðinn vinur minn ??? Garðabær !
Hafnarfjörður er vanur að hafa alltaf besta veðrið
Íþróttir | 22.5.2009 | 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór með Völu á Esjuna í stað þess að hlaupa í dag. Hún sagði mér að ÍR-ingarnir skrifuðu 10 km í hlaupadagbókina þegar þeir færu á Esjuna.
Við vorum 1:20 mín upp en 1 klst. niður, komum heim rétt rúmlega 1 eh.
Íþróttir | 21.5.2009 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veðrið er yndislegt, ég hljóp af stað kl 10:15, frekar þung á mér enda nýbúin að kyngja morgunmatnum... en það er bara svo frábært að hlaupa fyrir hádegi og eiga daginn fyrir sig.
Ég hljóp Hrafnistuhringinn 12,5 km í þessari himinsins blíðu og naut þess í botn... geðveikt veður...
Íþróttir | 20.5.2009 | 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo frábært fyrir sálartetrið að fá svona æðislega sólskinsdaga... vona að sumarið verði allt svona
Ekki er nú verra að blessuð blíðan er ókeypis... gjöf frá Guði. Ég dreif mig út og það var alls staðar líf, fólk með barnavagna, gangandi, skokkandi, hlaupandi og hjólandi og BROSANDI...
Hrafnistuhringurinn var farinn samviskusamlega 12,5 km. og á betri tíma en síðast... sem er nú bara bónus.
Íþróttir | 18.5.2009 | 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)