Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Frábært hlaupaveður

Ég var hlaupin út fyrir kl 10 í morgun... það var sól, um 10°c en smá vindur... frábært að hlaupa Hrafnistuhringinn þó ég væri ein. Allur bærinn var að lifna við, fólk að ganga, skokka og hljóla.

Þetta hefði átt að vera langt hlaup í dag, en við höfðum nóg að gera hér heima svo þessir 12,5 km voru látnir nægja... kannski verður farið lengra á morgun.


Sami rokrassinn...

Það þýðir ekki að fresta því sem er ekki flúið að gera... svo ég dreif mig út rétt fyrir hádegið... það var sami rokrassinn og í fyrradag. En hringurinn skildi hlaupinn hvað sem það kostar. Ég sleppti því að hlaupa í gær, var með hausverk allan daginn af því hve ég hnýtti axlirnar upp í vindinn í fyrradag. Maður kvartar bara smá og lætur sig svo hafa það.

Nú er kominn þessi tími þegar ég er að kafna af ilminum af öspinni, ótrúlegt hvað hann virkar eins og steypa ofaní lungun á mér.

Hrafnistuhringurinn 12,5 km... var jafn erfiður í mótvindinum og í fyrradag en ljósi punkturinn var auðvitað að það hvorki rigndi eða snjóaði.


Allt á móti - nema Vala

Það var hrikalegt rok í dag... ótrúlegt að ég skildi ekki ákveða að hvíla í viku eftir að ég kæmi heim. Maður er oft þreyttur í viku eftir heimkomu - ekki bara viku frá síðasta maraþoni.

En ég mætti fyrir utan vinnuna hjá Völu kl 5. Við hlupum Hrafnistuhringinn sem mælist 12,5 km fyrir mig... hvílíkt rok þegar við snérum við... stundum tommuðum við varla, mér fannst allt vera á móti mér - NEMA VALA Joyful

Veit ekki hvað ég hefði verið lengi ef hún hefði ekki dregið mig áfram.


Þetta gengur ekki.... fer út á morgun

Á morgun segir sá lati... og ég var svo sannarlega löt í dag. Veðrið var ógeðslegt, ég fór ekki út fyrir dyr, ekki einu sinni með ruslið... en ég bakaði smákökur :)

Það dugar ekki að hanga inni - ekki á ég hlaupabretti. Á morgun stefni ég á Hrafnistuhringinn, spurning hvort ég fæ einhvern með mér?


Kom heim beint í Flugleiðahlaupið

Kom heim í gærmorgun eftir 19 tíma ferðalag frá Colorado. Lagði mig í nokkra tíma f.h. því ég svaf ekkert á leiðinni og skellti mér síðan í Flugleiðahlaupið kl 7 um kvöldið Cool

Það var frekar kalt og mikið rok... Hringurinn er alltaf sá sami þ.e. kringum flugvöllinn. Þátttaka í hlaupinu var góð, nokkuð um að krakkar hlypu með foreldrum. Ég verð nú að segja að ég saknaði þess að fá ekki verðlaunapening eins og hefur verið vaninn Woundering... en hlaupið átti 15 ára afmæli. 
Ég var svo heppin að fá útdráttarverðlaun Kissing


Fort Collins Old Town Marathon 3.5.2009

Fort Collins Old Town Marathon & Half Marathon, 10K, 5K, Kids Run
Fort Collins, CO USA 3.maí 2009
http://ftcollinsmarathon.com

Fyrir hlaup í Fort Collins COÉg veit hreinlega ekki hvernig ég svaf Shocking... en ég var vöknuð áður en klukkan hringdi kl 2 í nótt. Ég fór í gegnum ferlið af vana, hellti upp á kaffi,  ræsti tölvuna og Bíðari Nr.1 hringdi strax á msn-inu, ég teipaði tærnar og var komin út 3:50.

Það er ekki oft sem hlaup bjóða upp á frí stæði í bílastæðahúsi eins og hér var gert. Rúturnar biðu fyrir utan. Ég fór með fyrstu rútu... mikið hrikalega er leiðin löng þegar maður keyrir hana um nótt. Við vorum keyrð upp í gil fyrir norðan bæinn.

http://ftcollinsmarathon.com/elevationmap.html
Upphafspunktur var í 6.108 ft hæð... og endaði í 4.981 ft.

Komin í mark í Fort Collins COHlaupið var ræst 6:15... strax á fyrsta km. stóð ég á öndinni í þessari lofthæð.  Það bjargaði mér að fyrri hlutinn var niður... en síðari helmingurinn var nokkuð flatur. 
Hitinn var 37°F í upphafi og raki í loftinu, mér var kalt á höndunum alla leiðina, samt hlýnaði þegar sólin fór að skína og ég nálgaðist bæinn.

Maraþonið mældist 42,7 km... og er hæst ánægð með tímann sem mældist 5:09:09 á mína klukku. Lilja, Linda og sonur hennar tóku á móti mér í markinu. Það var frábært af þeim Smile 

Colorado er 37.fylkið mitt.... 13 eftir
Þetta maraþon er nr. 106...  8. á árinu.


Gögnin sótt í Fort Collins CO, 2.5.2009

Fort Collins 2.5.2009Þetta var skrítin nótt... held ég hafi vaknað þreyttari en þegar ég fór að sofa og var ég að drepast úr þreytu þá.
Lilja var búin að segja mér að fólk (óvant mikilli lofthæð) væri þreytt hérna vegna lofthæðarinnar. Denver hér rétt fyrir sunnan er ,, The Mile High City"... eftir því að dæma er yfir 1600 metra lofthæð hér.

Ég byrjaði á að keyra þangað sem ég fer í rútuna... ca 10 mín keyrsla. Síðan fór ég að sækja gögnin sem voru afhent á Hilton hótelinu rétt hjá !
Þetta var lítið expo... MJÖG lítið expo...

Ég gerði mitt besta til að taka það rólega á eftir, hitti Lilju og Lindu dóttur hennar, en Linda býr 4 mílur frá áttunni minni. Lilja bauð okkur á Country Buffet og svo kíktum við smá í búðir. Ég ætla að fara snemma að sofa... þarf að vakna kl 2 í nótt.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband