Mývatnsmaraþon

Við renndum hingað norður í gær... vorum ekki búin að panta gistingu fyrirfram og enduðum á Skútustöðum. Nú er allt breytt í sambandi við hlaupið, það er flutt í ,,böðin" og nýjir stjórnendur teknir við. Við keyrðum þangað í gær en enginn vissi neitt þar.

Maraþonið á að byrja kl 12... ég á eftir að sækja númerið fyrst, það hlýtur að vera á staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið segist hafa rennt norður í gær en höfðuð aldrei samband við mótsstjórn eða framkvæmdastjóra hlaupsins. Bæði á hlaup.is og visitmyvatn.is var sagt frá hlaupinu og að það væri æskilegt að mæta tveimur tímum fyrir hlaup og ganga frá skráningu, taka rásnúmer og að greiða skráningargjaldið ef það hefur verið eftir. Starfsfólk Jarðbaðanna kom ekki að þrssu hlaupi svo ég skil það vel að þau hafi lítið vitað. Á áðurnefndum vefsíðum kom fram að upplýsingar væru í síma 464 4390 og líka í marathon@visitmyvatn.is. Ef þetta er það eina sem þið hafið út á framkvæmdina að setja vil ég meina að sökin liggi alveg eins hjá ykkur. Þess má geta svona í lokin að þrjá síðustu dagana fyrir hlaup var hamrað á að hlupið byrjaði við Jarðböðin en vísað í visitmyvatn til frekari upplýsinga.

Þorgeir Gunnarsson

Þorgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Sæll Þorgeir,
Já, við renndum bara norður, ekkert stórmál með það.  Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki að ég þyrfti að mæta 2 tímum fyrr... þar er sökin mín. Ég var búin að skrá mig á netinu...
Ég tel mig ekki hafa verið að setja út á framkvæmd hlaupsins þó ég hafi sagt að starfsfólkið í Jarðböðunum vissi ekkert um hlaupið. 
Þú hefðir kannski átt að lesa umsögn mína um hlaupið  http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/887901/ en þar segi ég að ykkur hafi tekist mjög vel til.
Kveðja Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 1.6.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband