Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hljóp með Völu

Ég var búin að ákveða að fara mjög stutt í dag... hundleiðinlegt veður, rok og rigning... en svo hringdi ég í Völu og var svo fyrir utan vinnuna hjá henni kl. 5.
Við fórum Áslandsbrekkurnar... W00t
Errm Hvernig er þetta með mig, ég ætlaði að hafa þetta lítið og létt í dag... en endaði í brekkum, brekkum og meiri brekkum Pinch

Á eftir Áslandsbrekkunum tókum við hringinn kringum Ástjörn og Vala skilaði mér heim á hlað. Þetta urðu 9 km.


Hljóp með Soffíu

Soffía hringdi úr vinnunni í morgun, eins og himnasending... vildi hlaupa með mér eftir vinnu. Kærkomið að fá hlaupafélaga Smile

Ég var aðeins of sein heim til hennar, enda ógeðslegt slabb og hríð... en Soffía bjargaði því að ég fór út. Við hlupum saman 5 km hring kringum Norðurbæinn og svo bætast við 3,5 km heim aftur, eða 7 km. fram og til baka. Ég náði 12 km með þessu... kom heim hrakin og hundblaut frá toppi til táar.


Lét mig hafa það ;)

Ég hef sagt það í mörg ár að það eru elli-merki að líta til veðurs... ég er orðin gömul Blush en það var ekkert sem hélt mér.. ég lét mig hafa það að fara út... Tók Hrafnistuhringinn 12,5 km. HVAÐ ANNAÐ Joyful

Veðrið... var sæmilegt þegar ég fór út, snjór yfir öllu, kalt en vindurinn í bakið niður í bæ... ekki sá ég aðra skokkara á ferli. Á leiðinni til baka var vindurinn í fangið... eins og vanalega og sem Bónuspakka í mótbyrnum... brast fyrst á haglél en síðan snjóaði. Ég er ánægð að hafa drifið mig út, þar sem ég hljóp ekki í gær.  Hlaupið var að meðaltali gott Joyful


HUMMM; planið VAR...

Samkvæmt síðustu áætlun var planið að hlaupa í morgun... en ég var með ömmustrák hjá mér... rosa afsökun ! og svo var áætluð kettlingaferð í Vogana upp úr hádegi... Þess vegna ætlaði ég bara að hlaupa þegar ég kæmi til baka... en eins og svo oft þegar maður ætlar að fresta ,,aðeins"... þá verður ekki neitt úr neinu...

Þess vegna er planið núna að hlaupa í fyrramálið... Pinch 


Geggjað veður

Hvílík dýrð og dásemd, sól og blíða. Ég fór snemma út í dag eða kl hálf tólf... og maður minn, hvað maður verður frjáls þegar göturnar eru auðar. Ég varð samt að passa mig þar sem sólin hafði ekki náða að bræða klakann, þar var launhált.

Ég kom aðeins við hjá Völu... og hélt svo áfram Hrafnistuhringinn minn...CoolCoolCool 12,5 km


Hljóp með Völu

Við Vala vorum búnar að ákveða að hlaupa saman í dag... og sólin og blíðan í dag lét mann bara hlakka til. En veðrið hafði breyst þegar við fórum af stað... skítkalt en við tókum varla eftir því - hlupum vélrænt allan hringinn, tókum smá útúrdúr og komum við hjá syni hennar á leiðinni til baka.

Hrafnistuhringurinn mældist 12,6 km í dag... er samt alltaf að verða styttri og styttri... amk þegar ég hleyp með vinkonu Wink


Með hækkandi sól

Ég skellti mér út í hádeginu, veðrið var svo frábært að það ekki eftir neinu að bíða... Ég hljóp ein um helgina og pældi ekkert í hvort Þóra Hrönn gæti hlaupið með mér í dag... var bara komin í fötin og af stað hugsunarlaust. Það var skítkalt í fyrstu... en lagaðist eða vandist.

As usual... var það Hrafnistuhringurinn HVAÐ ANNAÐ á mánudegi... 12,5 km Cool


Ekkert nema hamingja

Ég vaknaði frekar seint og svo fórum við í kirkju í Reykjavík um hádegið... og svo var borðað á eftir svo ég komst ekki út að hlaupa fyrr en kl 3... en þá hafði líka hlýnað aðeins, amk orðið frostlaust held ég. Cool

Veðrið var dásamlegt, sólin skein, logn og frábært að hlaupa. Á uþb helmingi leiðarinnar voru gangstéttir orðnar auðar. Ég hafði ekki tíma fyrir meira en venjulega rúntinn minn.. þ.e. Hrafnistuhringinn, 12,5 km í dag, af því ég fór svo seint út.


Frábært veður

Ég hljóp út úr dyrunum um hálf tvöleytið. Veðrið var dásamlegt Cool...
að vísu var -4°c en sólin skein og það var rétt andvari. Gangstéttirnar voru nokkuð vel skafnar og sumsstaðar var sólin að bræða ísskélina. Ég reyndi stundum að hlaupa á götunum. Lausi snjórinn er skelfilegur fyrir mig.

Ég var ein í dag og hljóp Hrafnistuhringinn minn 12,5 km.


Erfið færð

Ég hringdi í Þóru Hrönn... við ákváðum að hlaupa saman, en ég mátti ekki koma mínútu fyrir hálf 3... I  WAS ON TIME Joyful

Við hlupum ,,Norðurbæinn" í erfiðri færð (11,8 km fyrir mig)...  misvel skafnar götur... en sólin skein og við fengum vindinn í bakið á leiðinni til baka... þetta var ekkert nema snilld.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband