Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi, hafði keyrt ca 100 mílur aukalega... í leit að hótelinu... Ég var rétt komin inn á herbergið þegar himinninn varð svartur, eins og það leggðist teppi yfir loftið.
Vaknaði um 4 leytið og fór á stjá, Bíðarinn kom strax inn á MSN.
Ég var lögð af stað kl 7 um morgun-inn, ég hafði fengið heimilisfangið hjá Harríett fyrrv. mágkonu og ákvað að keyra upp í hið fræga WOODSTOCK og heimsækja hana.
Ferðin var seinfarin, snarkrullaðir sveitavegir með 45 hámarkshraða... og eins og venjulega tók ég eftir að Kaninn er sko ekki með áhyggjur af sjónmengun með allar þessar rafmagnslínur meðfram vegunum.
Harriett var ekki heima... ég tók mynd af húsinu hennar og skrifaði henni bréf og setti í póstkassann... í því lét ég e-mail-addressuna fylgja og auðvitað fékk ég fljótlega svar.
Hún hafði aldrei þessu vant boðist til að vinna eitthvað í listabúð.
Woodstock varð ódauðlegur þegar hátíðin fræga var haldin þarna og sennilega eru flestir þarna ,,gömul blómabörn"
Það var ekkert annað að gera en að drífa sig til næsta gististaðar, þess sama og ég var á fyrstu nóttina í ferðinni í N-Attleboro. Ég stoppaði sennilega um hálftíma í allt í ferðinni og var á keyrslu í 10 og hálfan tíma, ca 450 mílur.
Ég fékk sama herbergi og síðast, nr. 128 og dró allt dótið inn, nú skal pakka niður fyrir morgundaginn. Ég var uppgötvuð strax og ég setti tölvuna í gang. Þegar ég var búin að tala við ,,heimamenn" skrapp ég í dýrabúðir hér nálægt.
Nú sígur á seinnihlutann, ég tékka mig út í fyrramálið og flýg heim annað kvöld.
Íþróttir | 31.3.2009 | 02:05 (breytt 1.4.2009 kl. 11:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ocean Drive Marathon, New Jersey
sunnudaginn 29.mars 2009, kl. 9
http://www.odmarathon.org
Það er víst betra að hafa góðan tíma, þegar maður þarf að tékka sig út, bera sig út í bíl og keyra einhverjar mílur á áfangastað um nótt. Ég fór snemma að sofa, svaf ágætlega en var alltaf að vakna og vissi svo oft af mér. Klukkan var stillt á 4:30... Indverjinn var búinn að bjóða mér að mæta í morgunmat kl 5.
Ég talaði við Lúlla á msn á meðan ég teypaði tærnar á mér... en pakkaði svo öllu saman og var lögð af stað 6:15. Ég var mætt og fékk frábært bílastæði hálftíma áður en rútan keyrði keppendur frá markinu í Sea Isle City, kl 7:15... að startinu í Cape May.
Það var rigningar-þokusuddi og rok, fáninn var beinn út í loftið. Við fengum aðstöðu í hótel-andyri og þar fékk ég gefins svartan ruslapoka til að byrja í. Þarna frétti ég fyrir tilviljun að það mætti byrja kl. 8 og auðvitað þáði ég það. Þetta var mjög frumstætt allt, engin flaga og þeir sem ætluðu fyrr af stað, þurftu að skrifa sig niður, máttu ekki klára undir 5 tímum og það var ekki víst að drykkjarstöðvar væru opnar fyrsta klukkutímann.
Leiðin hefði verið mjög falleg á björtum sumardegi... en hlaupið var á eyjunum meðfram landinu og reglulega hljóp ég yfir brýr sem tengdu þær saman. Þetta er sumarleyfisparadís ríkisbubba, flott stórhýsi með sundlaugum, allt saman mjög vel hirt og snyrtilegt EN ALLT MANNLAUST.
Ég hljóp mestalla leiðina með konu frá St.Luis og manni frá Argentínu. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af vatni, orku og ávaxtabitum. Ég þjáðist af krampa í kálfum síðustu mílurnar en er ánægð með að hafa klárað hlaupið sem mældist 42,56 km. á 5:09:16 á mína klukku.
Maraþonið er nr. 104
New Jersey er 35. fylkið mitt - 15 eftir
Eftir að hafa nært mig aðeins, keyrði ég norður til Trenton, keyrði ca 50 mílum of langt norður, vegna mistaka. Garmurinn fann ekki heimilisfangið á hótelinu og þegar ég ætlaði að láta hann finna það eftir nafni, gekk það ekki heldur - ástæðan, það hét öðru nafni fyrir ári síðan og nýja nafnið var ekki komið inn á Garminn.
Rodeway Inn, 1132 Route 73, Mount Laurel, NJ. Us 08054
phone (856) 656 2000 Room 120
Ég var mikið fegin þegar ég komst loksins á hótelið, komst í samband við Bíðarann, sturtu og fékk mér að borða
Íþróttir | 29.3.2009 | 23:56 (breytt 31.3.2009 kl. 01:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlaupið er frá stað A-B. Byrjar í Cape May syðst í New Jersey og hlaupið meðfram ströndinni norður til Sea Isle City... Þar er markið.
Ég gisti í Marmora uppi á landi fyrir ofan Ocean City, ca 12 mílum frá markinu. Í dag renndi ég niður í Wildwood til að sækja gögnin. Þetta var lítið expo, 2 mínútur að fara hringinn og bolamátun innifalin.
Það var rigningarúði í dag en á víst að vera betra á morgun.
Wildwood var gersamlega tómur bær, þ.e.a.s. nær mannlaus. Þeir einu sem eru á stjái, hugsa sennilega um eigur þeirra sem eru aðeins hérna hluta úr árinu. Hér er mótel við mótel, en lokað fyrir alla glugga og engir bílar. Hérna hefði Palli sko verið einn í heiminum.
Íþróttir | 28.3.2009 | 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Icelandair hóf flug til San Francisco voru tómar tafir og vesen á þeirri flugleið. Við hjónin áttum flug þangað sumarið 2005, þaðan áttum við tengiflug til Salt Lake City þar sem ég ætlaði að hlaupa maraþon. Þessi leggur til SLC var 3 dagar. Tafir voru á brottför frá Keflavík og áður en við fórum af stað, var útséð að við misstum af tengifluginu og leggurinn til SLC væri ónýtur... styttum við ferðina um þessa 3 daga.
Í lok nóv. sl. hljóp ég í Seattle og sátum við og allir aðrir farþegar tímunum saman á flugvellinum þar vegna þoku... og aðra eins þoku og annað eins þokubæli höfum við aldrei upplifað. Að vísu var vetur og ég spurði ekki hvort þetta væri svona á sumrin en okkur var sagt að í stað kulda og snjókomu liggi þokan eins og þykkt teppi yfir öllu þarna.
Icelandair til Seattle? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 25.3.2009 | 10:54 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bíðari nr 1 kvartaði yfir því að verðlaunapeningurinn væri ekki með á myndinni. Mikið rétt, hann vantaði, enda ekki professional sönnunargagnaljósmyndari sem tók myndina.
Ég reyndi að bæta úr þessu. Ég hef heyrt hlaupara (orð í eintölu) segja að peningurinn skipti engu máli... en ég held hann tali bara fyrir sig. Í öllum expo-um sem ég hef farið, þar sem hlaup hafa kynningarbása fyrir sín maraþon, þá sýna menn verðlaunapeninginn til að draga að... en ef Reykjavíkurmaraþon væri með bás, myndi peningurinn kannski frekar fæla frá.
Þessi peningur er glæsilegur
Íþróttir | 23.3.2009 | 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yuengling Shamrock Sportsfest Marathon & Half Marathon, 8K,Children's Races, Virginia Beach, VA USA, March 22, 2009
http://www.shamrockmarathon.com
Ég var sífellt að vakna í nótt, klukkan var stillt á 5, en ég var komin á ról áður. Morgunmaturinn á hótelinu byrjar ekki fyrr en 7, svo ég hafði keypt mér beyglur og smurost í Target. Ég hefði getað sofið lengur, það var svo stutt á startið...
Kl. 7 rölti ég niður, það voru fleiri í hlaupagöllum, maður ekki sá eini sem er galinn. Það var skítkalt á meðan maður beið eftir startinu... ég bað einhvern mann að taka mynd af mér við rásmarkið. Hann spurði auðvitað hvaðan ég væri... Íslandi svaraði ég. Þá þekkti hann mig, við höfðum hlaupið saman í Mason City í haust. Við hittumst aftur í markinu. Ég þekki fólk yfirleitt ekki aftur, en það muna allir eftir því að hafa hlaupið með Íslendingi.
Hlaupið var ræst kl 8, aðeins farið að hlýna og hiti var ekki eitthvað sem truflaði mig í þessu maraþoni. Leiðin var falleg, hefði verið einmannaleg í fámennara hlaupi, því göturnar voru langar og að hluta til fram og til baka. En maraþonið er stórviðburður hér, vel skipulagt, mikið af áhorfendum, góð þjónusta á leiðinni og mikið um að vera í markinu.
Síðustu mílurnar varð ég að vanda mig, því það jaðraði við krömpum í báðum kálfum og þegar ég hljóp inn á Boardwalk, strandstíginn við markið, þá var ég með krampa framan á hægra fæti fyrir ofan hné.
Ég kláraði hlaupið sem mældist nokkuð nákvæmlega, eða 42,35 km. á 4:59:51 samkvæmt minni klukku. Þulurinn tilkynnti komu mína í mark og þegar ég hafði hlaupið yfir marklínuna, var kallað á mig á íslensku, Siggi Guðmunds. en hann er tengdur Kristínu sem vinnur við framkvæmd þessa hlaups.
Mér var boðið í VIP tjaldið til Íslendinganna þar og boðinn bjór... en ég fékk bjór á 16. mílu og hann var svo góð tilbreyting frá sykurjukkinu að ég er að spá í að hefja bjórdrykkju... BARA GRÍN
Þetta maraþon er nr. 103
Virginia er 34.fylkið mitt.
Maraþonið var að sjálfsögðu hlaupið til heiðurs Bíðara nr 1... Hvað annað!
Íþróttir | 22.3.2009 | 23:00 (breytt 24.3.2009 kl. 20:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég kom þangað um hádegið og þræddi expo-ið. Það er ekkert svo hlýtt úti en ekki slæmt veður... verðu svipað á morgun... ég sótti gögnin og fór með myndavélina með mér en hún klikkaði á staðnum, allt rafmagnið var runnið út af henni.
Start og mark er í göngufæri frá hótelinu sem ég er á svo það er ekki hægt að hafa það þægilegra. Nú er bara að taka sig til og fara snemma að sofa.
Íþróttir | 21.3.2009 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vélin lenti kl 7 á miðvikudagskvöld og ég keyrði í ca 1 og 1/2 tíma út fyrir Boston og gisti í Attleboro. þegar hóteleigandinn vissi að ég kæmi frá Boston, sagðist hann aldrei keyra þangað, vegakerfið væri svo leiðinlegt og erfitt að hann tæki bara lestina.
Þaðan keyrði ég til Elkton. Ferðin þangað sóttist seint vegna mikillar umferðar í gegnum New York og stærri staði á leiðinni, lágs hámarkshraða og þoku-rigningarsudda. Þessi ferð tók mig tæpar 7 klst. þó ég stoppaði bara einu sinni í 5 mín. Ég hef keyrt suður 95 mest alla leiðina.
Í dag lagði ég af stað kl 7 í morgun og keyrði til DC. Ég var komin fyrir utan expoið kl 10 en þeir opnuðu ekki fyrr en kl 11. Ég tók það bara rólega í bílnum á meðan. Síðan rölti ég inn, það var vopnaleit í andyrinu... ég týndi saman eitthvað dót og skilaði svo flögunni í sérstakan kassa...
Vegna þess að ég er ein á ferð, ákvað ég að sleppa DC-maraþoninu á morgun. Það er of knappt að hlaupa og keyra sjálf í næsta expo - þeir loka kl 6... og hlaupa aftur á sunnudag í Virginíu Beach.
Það er svo skrítið að þetta er í annað sinn sem ég hef borgað mig inn í maraþon í DC og verð að hætta við. Síðast var það þegar Bylturnar ætluðu í Marine Corps Maraþonið haustið 2007.
Íþróttir | 20.3.2009 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég dróst í bælið í gærkvöldi var ég ákveðin að hætta við ferðina - það væri ekki spurning, auðvitað myndi ég vera heima og halda í hendina á Gullinu... nóttin var hálf svefnlaus...
Þegar ég vaknaði í morgun var ég algerlega búin að snúast... ákveðin í að fara ein út. Auðvitað verður mjög skrítið að fara ein... en ég verð í góðu sambandi við alla... m.a. búin að stofna msn fyrir Bíðarann. Lovísa sagði nú... hum.. mamma, þú verður að taka frá heilt kvöld ef þú ætlar að tala við hann á msn.
Það tók bara klukkutíma að pakka, æfð handtök. Bíðarinn keyrir mig út á völl eh og bíður síðan heima, slakar á og hefur það gott.
Íþróttir | 18.3.2009 | 12:27 (breytt kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við eigum flug til Boston á morgun... en eiginmaðurinn fór í þrekpróf hjá hjartalækni kl 4 í dag og kom heim um sexleytið með þann úrskurð að hann megi ekki fara út... hann eigi að fara í hjartaþræðingu. Bið eftir þræðingu getur verið upp í 6 mán og verðum við bara að vona að hann fái þræðinguna fyrir næstu ferð sem er 22.apríl - 6.maí.
Ég vildi fyrst hætta við ferðina á morgun... en eiginmaðurinn vill endilega að ég fari ein út... hann sé ekki í neinni hættu... ég er í ofboðslegri baráttu núna... HVAÐ ÉG EIGI AÐ GERA.
Íþróttir | 17.3.2009 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)