Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

fimmtudagur

sælar, reikna með að hlaupa á morgun kl.17.30 hver kemur með ???? kveðja magga

KeyBank Vermont City Marathon, Vermont, 25.maí 2008


Vermont marathon 25.5.2008KeyBank Vermont City Marathon & Relay   Burlington, VT USA  May 25, 2008      http://www.runvermont.org 

Ég vaknaði klukkan 2:30 í nótt með dúndrandi höfuðverk og ógleði.... en var samt glöð. Hafði smá áhyggjur af því að hafa enga lyst fyrir hlaupið, sem byrjaði kl. 8:05.

Ekki var ég komin í langar vegalengdir fyrir hlaupið, svo ég reyndi að hlaupa ekki of mikið og ganga eins hratt og ég gat á milli.  Þetta er sannkallað brekkufylki.
Það voru sko MARGAR brekkur á leiðinni, en allt gekk vel.



Ég var 6:08:25.... á mína klukku og verð að vera hæst ánægð með það.
Vermont marathon, komin í markÞað var 25 stiga steikjandi sól.    Svolítið of mikið.

Þjónustan á leiðinni og skipulagning var frábær og bæjarbúar hvöttu hlauparana stanslaust.
Burlington er mjög fallegur bær og sá snyrtilegast sem við höfum séð, hvergi rusl eða drasl.

Við fljúgum héðan kl. 6 í fyrramálið.


Í startholunum

Sælar,

Nú flatmögum við hjónin á móteli í St Albans í Vermont, 29 mílum norður af Burlington. Það er stór Jazz festival í Burlington til 8.júní og hvergi hægt að fá gistingu á almúgaverði. Við erum 35 mín. í burtu.... sem er ekkert mál í Ameríku. Sótti gögnin áðan fyrir maraþonið. Startið er kl. 8.05 í fyrramálið.

Nú ætlum við að reyna að horfa á Eurovision í tölvunni. Um að gera að slaka aðeins á. Cool


Hlaup í dag

Sælar allar

Við hlupum þrjár í gær... ég, Magga og Þóra Hrönn....
Við fórum eftir áætlun Þóru Hrannar... Plan B  Áslandsbrekkurnar  Wink

Veðrið var dásamlegt. Og það er ætlunin að hlaupa Setbergið í dag kl 17:30.


Byltur í frábæru formi

Sælar Byltur,

Ég hefði ekki náð á réttum tíma að Lækjarskóla... var við jarðarför kl 3 og þurfti síðan óvænt að redda barnabarni kl. 5.

Ákvað því að ,,hlaupa að heiman" (ég sem var næstum hætt því Wink) og fara Áslandshringinn öfugan. Þetta svínvirkaði, fór inn í hringinn við brúna við Ástjörn og þær voru endalausar þessar brekkur enda er þetta brekku-hringur Pinch.... svo þetta var virkileg tilbreyting og veðrið dásamlegt.

Byltuhópurinn hefur farið samviskusamlega í spretti, enda stefnum við alltaf á að bæta formið Smile


Nýtt hlaupaplan

Sælar  Cool

Þóra Hrönn hefur sett sér glæsilegt markmið. Til hamingju Wizard
Hún ætlar að hlaupa hálf-maraþon í Reykjavík í ágúst. Hún hefur lagt fram nýtt hlaupaplan, sem gæti hentað fleirum.
Mæting er alltaf við Gamla Lækjarskóla, hvert sem er farið þaðan.

Ég ákvað að láta þetta gamla standa áfram, það gæti hentað einhverri.
Ég fer t.d. ekki í spretti strax.... Tounge 
Nú hækkar sól og vonandi stækkar hópurinn hjá okkur.


Áfram Byltur

 

Við hlupum fjórar í dag og Fluga, rigningin skipti engu máli. Farinn var Setbergshringur og mátti ég vera í beinu sambandi við almættið, því ég fór allt of hratt af stað, Tounge
en ég er komin af stað. Það er fyrir mestu, það er svo auðvelt að gróa við götuna.

Kemst þótt hægt fari  Wink

Ég hvet allar Byltur að mæta í Flugleiðahlaupið á fimmtudag kl. 19.00 og skrá sig í sveit.... sem auðvitað heitir Byltur, hvað annað Joyful

Munið.... við vorum dregnar út í fyrra, fengum Pizzuveislu,
svo það er um að gera að mæta.

Koma svo, því við erum bestar Smile


Frábærar Byltur

 

Hæ, það sést á athugasemdunum við Úps hér að framan, að Byltur eru aldeilis komnar í sumarfílinginn.....Cool
Farnar að fara eldsnemma af stað... Glæsilegt hjá Þóru Hrönn og Ingileif að fara 11km.

Hverjar ætla að hlaupa kl. 10 á morgun ?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband