Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ekkert nema dásamlegt

Við Þóra Hrönn höfðum ákveðið að hlaupa saman í dag... Garðabæjarhringur ,,hinn styttri'' kom til greina. Ég hljóp að heiman og var mætt hjá henni um 17:20... hún vissi ekki til að nein önnur ætlaði að hlaupa, þannig að við héldum af stað.

Það var svo yndislegt veðrið, við gjörsamlega gleymdum okkur á snakkinu... það var blankalogn og þegar við komum í fjörðinn aftur þ.e. eftir Herjólfsgötunni og hlupum eftir gömlu bryggjunni meðfram sjónum, þá spegluðust ljósin í bænum í höfninni...

Þetta var einu orði sagt dásamlegt hlaup. Við vorum svo glaðar og ánægðar með okkur að við ákváðum að finna frekar tíma til að hlaupa saman heldur en að hlaupa einar, sín í hvoru lagi...

Ég ætlaði nú ekki að hlaupa langt en hljóp 16,2 km í dag Wink


Garðabær með meiru

Ég bjóst ekki við að nein væri að hlaupa, svo ég lagði af stað um 9 leytið. Hljóp að heiman niður að Lækjarskóla, þaðan eins og ég væri að fara Hrafnistuhringinn, en sveigði af og inn í Garðabæjarhringinn við Kaplakrika...
Þegar ég var komin í Garðabæ fór ég hring utan um bæinn eins og síðast, en var að reyna að lagfæra leiðina til að ná 20 km... Kom upp á veginn í Kópavogi við rauðbrúnu þríbura-blokkirnar (við gatnamótin.) Síðan lá leiðin niður að Arnarnesinu og meðfram sjónum, göngustíginn að Álftanesvegi, yfir hjá Hrafnistu og sjávarleiðina heim...
en þetta dugði ekki, því ég varð að lengja hér í hverfinu til að ná markmiðinu. Endaði í 20,1 km.

Hljóp ein...

Ég hafði verið í sambandi við Þóru Hrönn og vissi að hún hvílir fram á mánudag.
Það var smá von um að einhverjar aðrar myndu mæta og þess vegna var ég mætt tímanlega við Lækjarskóla. Engin mætti svo ég hljóp heim til Möggu til að segja henni að það væri ekki til afsökun fyrir að hlaupa ekki... veðrið var svo gott.  En hún var ekki heima...

Í dag átti að hlaupa Áslandið, en ýmsir annmarkar hefðu verið á Áslandshringnum ef ég hefði hlaupið hann ein... m.a. hefði hann getað verið styttur verulega þ.e. frá þeim stað þegar ég hefði horft heim... Svo ég ákvað að skella mér Hrafnistuhringinn einu sinni enn - ég fæ aldrei leið á honum. Með króknum heim til Möggu mældist hringurinn 12,4 km.
Framvegis ætla ég að hlaupa fyrr ef ég veit að ég verð ein, betra að hlaupa í björtu.

Næst er það þá á laugardagsmorgunn... ekkert nema gleði og gaman Wink


Fjúkandi vinkonur í fárviðri

Við Vala hlupum á móti hvor annarri, hittumst við Haukavöllinn. Það var fárviðri, hífandi rok og rigning... ekki hundi út sigandi. Það var svo langt síðan við hlupum saman síðast, það var svo mikið að spjalla og gaman hjá okkur... að við hlupum eins og ósjálfrátt Hrafnistuhringinn. Alla leiðina börðumst við við vindinn, rigninguna og myrkrið... mér finnst svo langt síðan ég hef hlaupið í svona miklu myrkri.
Hringurinn mældist 12,2 km hjá mér og við höfum ákveðið að hlaupa þennan hring saman á þriðjudögum.

Næsta hlaup er Áslandsbrekkuhringurinn á fimmtudag... 6.nóv. vonandi hitti ég einhverjar til að hlaupa með Smile


Hrafnistuhringur

Ég nennti ekki að bíða til kl 5:30... ef engin skyldi svo mæta við Lækjarskóla. Svo ég hljóp fyrr, ákvað að ryfja upp gamla Hrafnistuhringinn minn sem ég hljóp svo oft með Bláu könnunni.
Það var svolítið rok, rigndi öðru hverju en dimmdi ekki fyrr en undir það síðasta. Þetta var ágætis hringur, mældist 12,3 km. hjá mér.

Á morgun er ég búin að mæla mér mót við Völu. Hún er að vinna til kl 5... svo við hlaupum af stað eitthvað um 5:30  Smile


Komin á götuna aftur :)

Jæja, það er erfiðast að komast yfir þröskuldinn heima, en mér tókst það Tounge
Ég lagði af stað rúmlega 10 í morgun, hljóp niður að gamla Lækjarskóla... en þar var auðvitað engin, ég var ekki á réttum tíma... þaðan fór ég Garðabæjarrúntinn þ.e.a.s. hringinn í kringum Garðabæ utan Arnarnesið, síðan lá leiðin eftir Álftanesveginum, framhjá Hrafnistu  og sjávarleiðina heim. Það virtist alltaf vera rok á móti.

Ég hafði gleymt að stilla úrið aftur á km. en þegar ég umbreytti úr mílunum kom í ljós að ég hafði hlaupið 19, 2 km. Smile


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband