Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Amica Insurance Seattle Marathon & Half Marathon,
Seattle, WA USA November 30, 2008 http://www.seattlemarathon.org/
Hæðarkort af hlaupaleiðinni... Elevation Chart
Klukkan var stillt á 6:00... en við erum á kolvitlausum tíma hérna... mér fannst ég vera mest alla nóttina vakandi með lokuð augu... fór á fætur um 4:30.
Það er svo sem ekkert verra að hafa nógan tíma til að græja sig af stað. Það var ca. hálftíma keyrsla á startið.
Við vorum komin þangað 1 klst og korter fyrir start.
Ég upplifði undarlegasta start EVER.
Fyrst var maraþon göngufólkið ræst 7:15... það er nú í lagi, en síðan var hálfmaraþon göngufólkið ræst, svo hálfmaraþonið og síðast maraþonið ???
Maraþonið var ræst kl. 8:15... það voru brekkur og alles... sannkallað fjallahlaup á köflum. Skoðið hæðarkortið fyrir ofan. Veðrið hélst ,,þurrt"... þ.e. það rigndi ekki, en það var svarta þoka og allar götur rennandi blautar og hálar eftir því. Á 7.mílu hélt ég að ég kæmist ekki lengra... hefði þurft að vera á broddum - en fyrir Guðs mildi komst ég á leiðarenda og á ágætis tíma. 5:09:30 á mína klukku.
Ég get ekki dæmt um hvort maraþonið var rétt mælt því gps-ið datt oft út á leiðinni, í undirgöngum og milli háhýsa. Klukkan sýnir að það vanti kílómeter.
Gott að þetta er búið
Washington er 30. fylkið sem ég hleyp í, þetta er 97 maraþonið mitt... og það fyrsta sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum.
Íþróttir | 30.11.2008 | 23:19 (breytt 1.12.2008 kl. 00:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja, eftir 2 löng flug komum við í nótt til Seattle... það var ekki eftir neinu að bíða... við ákváðum að kíkja í nokkrar búðir í dag, en mannfjöldinn var slíkur, (Thanksgiving-útsölurnar) eins og á Þorláksmessu, að við ákváðum að sækja bara gögnin fyrir Seattle-maraþonið og tékka á starti og marki.
Hlaupið er sæmilega stórt, veðrið verður lala... vonandi þurrt. Við gleymdum mynda-vélinni á hótelinu, enda átti upphaflega að kíkja í búðir... en það gerir ekkert til.
Expo-ið var ágætt, margt um manninn og spenna í loftinu. Hlaupið verður ræst kl. 8:15 á sunnudagsmorguninn, tímamunurinn er 8 klst. svo ég hleyp af stað kl. 16:15 á íslenskum tíma.
Íþróttir | 29.11.2008 | 01:37 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég mætti við Sjúkraþjálfarann kl 5 og við Vala hlupum styttri hring en venjulega, því ég er að fara í hlaupaferð til Usa á morgun. Við styttum Hrafnistuhringinn með því að hlaupa Hjallabrautina. Ég náði 10,4 km. með þessu
Það var kalt úti og við skemmtum okkur vel á leiðinni og reyndar var svo langt síðan við höfðum hlaupið leiðina að nokkrum sinnum spurðum við hvor aðra hvert ætti að fara.
En á morgun fljúgum við hjónin til Boston og síðan til Seattle, þar sem ég hleyp næsta sunnudag.
Íþróttir | 25.11.2008 | 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið var gott að fá aftur hlaupafélaga.
Við mæltum okkur mót við undirgöngin við Ástjörnina og Haukahúsið. Ég var aðeins snemma í því svo ég var næstum komin niður að sundlaug á móti Þóru Hrönn en sá hana ekki koma og snéri við. Hún var bara aðeins sein.
Við hlupum öfugan Áslandshring og byrjuðum á hring kringum Ástjörn því það er bara hægt í björtu. Brekkurnar í Áslandinu voru ekki auðveldari þessa leiðina... þegar við vorum komnar að Kaldárselsvegi fórum við yfir brúna að kirkjugarðinum og inn í gömlu leiðina fyrir ofan Hvammana. Við skildum síðan rétt við Suðurbæjarlaug... og hlupum sín í hvora áttina heim... ég náði 10,1 km eins og planið var hjá mér og Þóra Hrönn sennilega líka.
PS. Það var ekki búið að skreyta gamla húsið okkar
Íþróttir | 24.11.2008 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Soffía var með einhvern óþverra í hálsinum, svo hún er stikkfrí...
Ég fór því ein í morgun... planið að fara ca 16 km. Það var kalt, úlpan var tekin fram og broddar settir í vasann til vara. Ég var nefnilega alla síðustu helgi að jafna mig (grindarlosið) eftir hálkuna síðasta laugardag af því ég gleymdi þeim. Smá skrens í hverju skrefi - fer gjörsamlega með mig.
Ég var að bræða með mér hvaða leið væri best til að ná vegalengdinni og Garðabær ,,hinn styttri" varð fyrir valinu. Broddarnir voru settir upp við endann á Álfaskeiðinu - HEPPIN að vera með þá. Það var ekki mikill vindur, kalt, munur að hlaupa í björtu en enn saknaði ég hlaupafélaganna...
Ég hljóp laugardagshlaupið í morgun, næsta hlaup verður á mánudag með Þóru Hrönn
Íþróttir | 21.11.2008 | 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Planið var að hlaupa með Völu í gær... en Vala hafði verið veik síðan við hlupum saman síðast og var enn ekki orðin góð.
Ég var búin að hnoða í smákökur og ætlaði í bíó með syninum um kvöldið... svo ég bakaði kökurnar og frestaði að hlaupa þangað til í morgun.
Það var frekar kalt og mikill mótvindur, en ég lét mig hafa það Náði ekki í Soffíu, svo ég hljóp Hrafnistuhringinn 12,1 km. ein og saknaði hlaupafélaganna MIKIÐ.
Þóra Hrönn verður í DK fram á föstudag... nú er bara að tékka á Soffíu fyrir morgundaginn
Íþróttir | 19.11.2008 | 14:07 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi mér og var aðeins sein... ég hafði ætlað að vera hjá Þóru Hrönn kl.5
Við hlupum Garðarbæjarhring ,,hinn styttri" í dásamlegu veðri, það var dimmt en sæmilega hlýtt og stafalogn. Við liðum áfram alla leiðina. Þóra Hrönn sem flýgur til Danmerkur í fyrramálið náði 10 km en ég hljóp að heiman og heim og náði 16,1 km.
Á morgun hleyp ég með Völu.
Íþróttir | 17.11.2008 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ekki glæsilegt veðrið þegar ég leit út um gluggann. Enn dimmt, hávaðarok og fjúkandi snjór ...einu orði sagt... svona veður sem er gott að fara undir teppi með heitt kaffi og smákökur.
En það ýtti mér út fyrir dyrnar að ég ætlaði að vera mætt kl. 10 heima hjá Þóru Hrönn. Ég gleymdi auðvitað að setja á mig broddana... en það varð að hafa það.
Við Þóra Hrönn sýndum þvílíkan hetjuskap að halda okkur við upprunalega áætlun að fara Garðabæjarhring ,,hinn lengri"
Við fengum allan pakkann, kulda, hálku og sterkan mótvind. Við Áltanes-afleggjarann kom til greina að stytta leiðina og losna við mótvindinn... en þessar 15 sek. þegar við vorum að ákveða okkur, var logn... og þá gáfu hetjurnar ekkert eftir og áætlun var haldið
Þóra Hrönn hljóp 14,1 km en ég 20,1 km... þurfti að fara smá krók aukalega í hverfinu til að ná því.
Næsta hlaup á mánudag
Íþróttir | 15.11.2008 | 13:47 (breytt kl. 13:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég mætti heima hjá Soffíu kl 11 fh.
Það er 3 og hálfur km. heim til hennar. Við hlupum saman Setbergshringinn ,,öfugan" sem kom mjög vel út... veðrið var gott, logn, sæmilega hlýtt á meðan maður hljóp og mikill munur að hlaupa í björtu.
Ég hljóp síðan heim... svo ég náði sléttum 13 km.
Íþróttir | 13.11.2008 | 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hlupum þrjár saman, ég, Vala og Soffía. Það var svolítið kalt en logn, svo við höfðum ekkert nema gaman að þessu.
Hrafnistuhringurinn var farinn. Góður hringur en svolítið erfitt að vera á Álftanesveginum þar sem engin göngustígur er, í mikilli umferð og svo þegar við komum að gömlu bryggjunni vantaði öll ljós við göngustíginn... Þetta er auðvitað ekkert vandamál hvorki að vera á Álftanesveginum í minni umferð og í björtu... en veðrið var gott og gaman að vera saman.
Hringurinn mældist 12,3 km hjá mér.
Næst hlaupum við Soffía kl 11 á fimmtudagsmorgun.
Íþróttir | 11.11.2008 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)