Wichita Marathon & Half Marathon, Relay, Wichita, KS USA, 19. okt. 2008
http://www.wichitamarathon.org
Eins og segir í færslunni á undan, þá keyrðum við beint úr Kansas City Maraþoninu í Missouri til Wichita í Kansas (svolítið ruglandi þetta Kansas - en fyrra er borg en síðara er fylki). Þar náði ég á síðustu stundu í gögnin fyrir Wichita-maraþonið.
Klukkan var stillt á 4:10... en flautandi bíll vakti mig um miðnætti og mér tókst ekki að sofna aftur. Lúlli keyrði mig í fyrstu rútu (5:45) sem keyrði mig til Derby þangað sem hlaupið byrjaði. Fyrra start - fyrir fólk sem er lengur en 5 og hálfan tíma, var kl 7. Við hlupum fyrst í niðamyrkri og skítakulda.
Það var merkilegt hve vöðvarnir voru tilbúnir að hlaupa... samt ákvað ég að kraftganga inn á milli. Ég hafði hlaupið í Ecco-hlaupaskónum í gær en skipti yfir í vetrartýpu Nike í dag og ég hef hlaupið með ný innlegg í síðustu 4 maraþonum. Þegar sólin fór að skína hitnaði verulega og ég klikka ekki á sólarvörninni síðan ég brann illilega í Wyoming og New Mexico.
Ég kom í mark á 6:02:46 og þakka Guði fyrir það.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hleyp maraþon 2 daga í röð... en í þessari ferð er ég búin að hlaupa 6 maraþon á 4 vikum.
Næst á dagskrá er að slappa af
PS... Það duga ekki minna en 2 maraþon til heiðurs Lovísu (sem átti afmæli á föstudag) því hún er ,,eigi einsömul"
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 19.10.2008 | 21:14 (breytt 29.11.2008 kl. 18:41) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís mín , til hamingju með þetta Bryndís mín og stelpunna,
ég skokkaði aðeins í morgun fyrir hádegi út í norðubæ
bara stutt en það var svolítið kalt en allt í lagi,
bið að heilsa Lúlla , sjáumst farða svo vel með
þig þú ert ótrúleg,
þí hlaupavinkona Soffía.
soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:13
Takk Soffía,
Hitinn hefur verið að plaga mig í hlaupunum - ekki kuldi eins og er heima núna. Þú verður líka að passa þig, maður verður að hægja á sér í kulda, kalt loft í lungun getur verið varhugavert.
Bestu kveðjur til Byltuhópsins.
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 20.10.2008 kl. 18:30
Samkvæmt heimasíðu hlaupsins var tíminn minn 6:02:48
en hlaupið notaði ekki flögur.
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 22.10.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.