Veðrið hefur verið himneskt í dag og í gær....
þrátt fyrir hið góða veður var .... konan....hmmmm... svo sjálfsöguð við ritgerðarsmíð, að hún klæddi sig ekki fyrr en tími var til að fara í hlaupadressið...
Ég vissi að Soffía og Þóra Hrönn ætluðu að mæta.... en Þóra Hrönn sagðist verða aðeins of sein, var með barnabarn... Eins og undanfarið hljóp ég að heiman, var aðeins of snemma við Lækjarskóla, svo ég hljóp heim til Soffíu, við tókum einhverja smá slaufu á leiðinni til Þóru.
Þar kjöftuðum við í ca 15 mín, en eigandi barnsins lét ekki sjá sig, svo við Soffía fórum, hlupum Norðurbæjarhringinn.... Ég hljóp heim og hafði þá hlaupið 13,5 km... í þessari líka blíðu.
Á fimmtudaginn hentar það okkur þrem að hlaupa kl 10 fh.
Ég ætla að heimsækja dóttir og barnabörn í Keflavík, vera við opnun sýningar Eddu systir á Ljósanótt seinnipartinn og sækja heimasætuna á flugvöllinn... Þetta smellpassar allt.
Flokkur: Íþróttir | 2.9.2008 | 20:30 (breytt kl. 21:51) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.