Það kemur ekki fyrir aftur...

Við vorum 5 sem hlupum Áslandsbrekkurnar í dag.
Veðrið var gott, ég sá á mælinum í bílnum á leiðinni niður eftir að það var 15 °c hiti.  Efst í brekkunum kom hellidemba.... eins og við værum í sturtu. Svei mér, og ég var að hlaupa í fyrsta sinn í sumar derhúfulaus. Stelpur, það kemur ekki fyrir aftur. 

Það eru tveir hringir orðnir í uppáhaldi hjá mér, Áslandið og Garðabær. Áslandshringurinn eins og hann var upphaflega er 7 km. Virkilega góður hringur sem er hægt að lengja með því að fara kringum Ástjörn eða allt Vallarhverfið.

Þóra Hrönn fer til útlanda á morgun, Ingileif í frí, Þórdís er ekki viss hvort hún hleypur á laugardag og Soffía kemur næst á mánudag..... en ég stefni á að hlaupa Garðabæjarhring á laugardaginn kl.10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband