Byltu-fall

Mánudagur 28.júlí

Nafnið á hópnum var til vegna þess að það var undantekning ef nýjir meðlimir duttu ekki í fyrstu vikunni. Ég hélt að stofnandi hópsins væri undanþeginn..... en í gær kom að mér.

Það eru svo margar á ferðalögum að ég hringdi í Soffíu. Þóra Hrönn og Ingileif í burtu, Þórdís hefur lítið hlaupið með okkur, Magga hleypur alltaf á undan, Jóhanna hefur ekki sést lengi..... og Anna Rós og Sigga hættar vegna slitgigtar.
Soffía var að koma að norðan og var til í að hlaupa og til að lengja fyrir mig.... þá hljóp ég að heiman.

Þegar Soffía var tilbúin og við á leiðinni niður tröppurnar hjá henni.... þá húrraði ég niður, hægra hné varð að gatasigti og ég skall með hausinn í jörðina.... fékk gat á hausinn fyrir ofan hægra eyrað... Soffíu leist ekkert á þetta og vildi keyra mig strax heim. Fyrst örlaði fyrir höfuðverk.... en við hlupum af stað og þetta var allt í lagi, maður hleypur ekki á hausnum og hnéð virkaði. Við hlupum 5 km hring um Norðurbæinn og ég hljóp heim aftur.... fyrir mig voru þetta 12,1 km.

Í dag þriðjudag, var slíkt Mallorca-veður, að það var ekki fært annað en að taka einn þriðjudagshring. Auðvitað hljóp ég að heiman og passaði mig á að vera kl. 17:30 við Lækjarskóla ef einhver léti sjá sig.... en engin kom.
Ég bjó því til nýjan hring, hljóp öfugt Setberg.... þ.e. upp Arnarhraun og þegar ég kom inn í Setbergið fór ég inn í Áslandshringinn. Ekki fór ég upp á toppinn, heldur fór yfir á Ásatorgi, niður göngustíginn og fór í kringum Ástjörnina alla leið inn í Vallarhverfið og heim..... þetta voru sléttir 10 km. í brjálaðri blíðu...   Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband