Sælar Byltur og gleðilegt hlaupár
Ég les það á Mbl.is að það sé brjálað veður heima... svo það er um að gera að njóta frídaganna og þegar þið farið af stað..... VERA MED BRODDA ef það er hálka... annars er hætta á að Byltur liggi i götunni.
Við hjónin flugum til Californiu á annan dag jóla. vorum fyrst nokkra daga á Redondo Beach en erum nú í heimsókn hjá vinum i Santa Barbara, þar sem ég kemst í tölvu. Við höfum það eins gott og hægt er, bara bolaveður alla daga.
Ég hef ekkert hlaupið enn, enda nóg að gera á útsölunum hérna, maður kemur dauðþreyttur heim á hverju kvöldi.
PS. Ferðasagan er á... bryndissvavars.blog.is
Árið 2007
... hljóp ég aðeins 7 maraþon, þrjú þeirra hljóp ég heima, Mars-maraþonið, Mývatns maraþon og Reykjavíkur maraþon og 4 maraþon hljóp ég í USA en það voru OC í Californíu, Houston í Texas, Green River í Wyoming og New Mexico maraþon í Albuquerque.
Samtals eru maraþonin orðin 81
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Áramóta annálar | 1.1.2008 | 17:27 (breytt 8.1.2014 kl. 12:34) | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bryndís og þið allar hinar,
Gleðilegt ár allar saman. Við Ingileif héldum okkar eigið gamlaársdagshlaup. Við hlupum 10 km með viðkomu í Garðabænum. Ég held við séum á góðri leið með að taka upp hlaupaplanið sem er á netinu.
Kveðja,
Þóra Hrönn
þóra Hrönn njálsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:02
Gleðilegt ár stelpur, glæsilegt hjá ykkur. Svona á að gera Þetta.
ég er i Santa Barbara núna, Þegar ég kem niður til LA, Þá ætla ég ad láta verða af Þvi, Það verður prufukeyrsla..... loksins.
En á meðan.... hafið Það gott stelpur.
Kv. Bryndis
Bryndis (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:13
Ég er stolt af ykkur stelpur, keep it going ,
ég ætla að prófa að skokka eftir ströndinni á morgun.
kveðja Bryndís
Bryndís Svavarsdóttir, 4.1.2008 kl. 06:04
Sælar,
ég er búin ad prufa tvisvar að skokka hér á ströndinni i Redondo Beach. Mér hefur ekki versnað i fætinum en ég hef heldur ekki verið að fara neinar vegalengdir. En svo framarlega sem mér versnar ekki.... Þá er Þetta góð byrjun. Við sjáumst stelpur, á hlaupum Þegar ég kem heim.
Bryndís Svavarsdóttir, 7.1.2008 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.