Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 6, Hiawatha, KANSAS,
13.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Startað kl 3:30 vegna hitaspár yfir 100°F... og vegna þess að þessi braut hafði lítinn skugga.
Ég fékk ekki mikinn svefn, vaknaði kl 1:30... startið var í km fjarlægð... svo Bíðari nr 1 skutlaði mér. Þessi braut var sú erfiðasta af þessum fjórum dögum... 18x fram og til baka og aðeins skuggi á 2-300m kafla eftir að það fór að hitna.
Ég passaði mig á að drekka en hafði litla lyst á einhverju að borða. Ég er viss um að ég fékk snert af sólsting í fyrsta hlaupinu, þegar ég var bara með der... þó ég hafi keypt mér derhúfu þá örlaði fyrir svima í hitanum.
Allir voru orðnir mjög þreyttir og lengi að klára... og ég kláraði síðust og fékk aftasta lestarvagninn fyrir.
330 mílur/5 tíma keyrsla til Clear Lake Iowa... og svo flug heim á morgun frá MN.
Þetta maraþon er nr 233
í þetta sinn festi ég úrið svo það snérist ekki og mældi rétta vegalengd og Garmin mældi leiðina 42,93 km og tímann 9:39:46... minn persónulega versti tími.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 18.7.2018 | 00:17 (breytt kl. 08:42) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.