Space Coast Marathon 26.nóv 2017

Space Coast Marathon & Half Marathon
Space Coast Marathon 2017Cocoa Beach, FL USA
26.nóv 2017

http://www.spacecoastmarathon.com

Við keyrðum frá Orlando til Cocoa Beach í gær og sóttum gögnin fyrir maraþonið í leiðinni. Við komum okkur fyrir á Days Inn, fórum út að borða, tókum saman hlaupadótið og fórum snemma að sofa. 

Klukkan vakti okkur Lovísu kl 2:30 en Berghildur og Edda áttu að geta sofið lengur, þær hlaupa ekki í þessari ferð.

20171126_Space Coast MarathonEftir hefðbundinn undirbúning sóttum við poka m/morgunmat, löbbuðum síðan yfir á Best Western til að taka rútuna á startið. Fyrsta rúta átti að fara 4:15 en var hálftíma of sein. Við komum um kl 5 á startið. Það var aðeins köld gola á meðan það var myrkur.

Maraþonið var ræst kl 6:30... Ég held ég hafi aldrei áður farið eins þreytt og lítið sofin í maraþon og nú... Við erum báðar skráðar í heilt en Lovísa ætlar að hætta eftir hálft. Við misstum fljótlega af hvor annarri eða þegar ég fór á klósettið - Lovísa var líka fljótari. Það var hlýtt úti og eftir að sólin kom upp var mjög heitt.

20171126_Space Coast MarathonFyrri hluti leiðarinnar er norður og veghallinn meiri en í neðri hlutanum en báðir leggir eru fram og til baka. Ég hitti ótrúlega marga hlaupa-brjálæðinga á leiðinni og náði ekki alltaf að taka myndir af þeim. Ég þekkti leiðina nákvæmlega enda fimmta árið í röð sem ég hleyp hérna.

Lovísa kláraði hálfa á flottum tíma en ég strögglaði við heila í steikjandi sól. Ég tók eitthvað af myndum í bakaleiðinni og hékk eitthvað í Galloway-hópum. Ég lenti í vandræðum á miðri leið þegar 10cm saumspretta kom á hlaupabuxurnar, ég áttaði mig ekki á hvað hafði gerst fyrr en mig var farið að svíða af nuddinu. Sem betur fer var ég í hlaupapilsi með áföstum stuttbuxum þannig að ég gat togað skálmina niður yfir nuddsvæðið og nælt hana fasta... og uþb á mílu 17 var ég farin að finna fyrir krampa framan á hægra læri og varð að vanda mig hvernig ég hljóp en í markið komst ég og er bara ánægð með mig.

20171126_Space Coast MarathonMér fannst miklu færri vera í brautinni en vanalega og einhvern veginn daufara yfirbragð yfir seinni hlutanum. Kannski hefur óveðrið sem gekk yfir í síðasta mánuði þegar nokkur hótel skemmdust og eru enn lokuð vegna viðgerða, haft einhver áhrif... 

Þetta maraþon er nr 222
Garmurinn mældi tímann 6:17:47

og vegalengdina 42,70 km


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum var tíminn 6:17:47

Bryndis Svavarsdottir (F60)

6:18:56

1156

535 / 15

F60-64

6:17:47

Hafnarfirdi

4:38:41

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 29.11.2017 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband