Ég er ekki orðin alveg góð eftir þar-síðasta maraþon. Bólgan er eiginlega farin í kringum ökklann en þegar ég fór um daginn á hlaupabretti fann ég að kálfa-vöðvinn spenntist upp... svo ég skipti yfir í hjól og skíðavél. Þetta tekur einhverja daga í viðbót...
Síðasta slagveðurs-laugardag (í gær) fór ég í Kolaportið... (einstakur viðburður) og var svo óheppin þegar ég var að skjótast á milli bíla að hlaupa á dráttarkúlu... ég get upplýst alla um að ÞAÐ VAR SÁRT.
þau meiðsli bættust á vinstri fótinn... kannski best að safna meiðslum á sama fótinn.
30.jan... 800m skrið
7.febr... 1200m skrið
11.febr.. 2km hlaup, 3km hjól, 2km skíði og 500m skrið í GB
20.febr.. 1000m skrið
27.febr.. 1000m bak með blöðkum, Ég var svo gjörsamlega handlama á vinstri hendi að ég varð að fá aðstoð við að klæða mig úr og í.
2.mars... 3km ganga, 1km skíði og 6km hjól + 500m skrið í GB (Vala veik)
6.mars... 600m skrið, m/kvef og magakveisu
Ég verð fram á síðustu stundu að ákveða mig hvort ég fari til Hawaii 11.mars.
Flokkur: Íþróttir | 15.2.2015 | 22:55 (breytt 2.4.2015 kl. 15:41) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.