Ég er að jafna mig eftir byltuna á Krísuvíkurveginum síðasta laugardag, mesta bólgan er farin er þessar djupu rispur verða einhvern tíma að gróa.
Við Vala gátum ekki hlaupið saman á mánudaginn svo við ákváðum að vera saman í dag í staðinn. Ég var nú farin að vona að klakabunkarnir væru að mestu leyti farnir en svo var ekki... planið hér úti var autt og í bjartsýnisbrjálæði taldi ég mig ekki þurfa broddana í dag
Það rigndi létt þegar ég fór út en ég var ekki hálfnuð til Völu þegar það var farið að snjóa... Það voru mín stóru mistök að hafa skilið broddana eftir... við Vala fórum Hrafnistuhringinn og ég datt tvisvar á leiðinni... svo nú hef ég gömlu skrámurnar á vinstra fæti, nýja á hnénu og mar á lærinu... skrámur á rassinum og er marin og aum í báðum úlnliðum.
Fall í þriðjaveldi hlýtur að boða gott framhald...
Hrafnistan tókst engu að síður vel og er enn 12,5 km
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.