Fall er fararheill á nýju ári :)

Mánudagur 13.jan. 2014
Við Vala eigum mánudagana saman en síðasta mánudag var ömurlegt veður, hvasst og glerhálka... svo Vala bauð mér inn í Sjúkraþjálfann. Þetta var snilld, ég skokkaði löturhægt í 40 mín á bretti og síðan tókum við törn á æfingatækjunum. Í allt vorum við tvær klukkustundir.

18.jan 2014 á Krísuvíkurvegi

Laugardagur 18.jan
ég fékk síðan ekki tækifæri til að fara út aftur, fyrr en í morgun... þá var ég komin út 8:30 í niðamyrkri. Það rigndi hressilega í nótt og rigningin virkaði sem þvottur á klakabunkana, svo ég varð að hlaupa út á götu. Leiðin lá upp Krísuvíkurveginn (smá mistök)... vegurinn var að vísu nær auður en engir ljósastaurar á leiðinni.

Ég var ekki komin langt þegar ég blindaðist af bíl sem kom á móti og steig óvart út fyrir kantinn og datt í götuna. Vinsti fótur er allur skrapaður og ég er enn með verki í sárunum... fyrir utan að sárin hafa ljókkað eftir því sem líður á daginn... ég þarf varla að taka það fram að bílstjórinn hélt áfram eins og ekkert hefði gerst þó ég lægi í götunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband