Ég man ekki lengur hvar ég frétti af þessu hlaupi en mig langaði til að hlaupa það þó það væri bara hálf-maraþon. Ég sakna stóru borgarhlaupanna... búin að vera alltof oft í einhverjum fámennum, krummaskuðs-maraþonum.
Við vorum í Santa Barbara en keyrðum suður, fyrst til Camarillo þar sem ég sótti númerið fyrir Camarillo Maraþon og síðan keyrðum við í miðborg LA til að sækja númerið fyrir Nýjárshlaupið.
Expo-ið var sæmilegt... og þetta verður nokkuð stórt hlaup. Startið er ekki langt frá en markið er ca í 2ja mílna fjarlægð. Hótelið sem við erum á er í 14 mílna fjarlægð... og þar var SKELFILEGT bílastæðavandamál.
Við vorum aftur mætt á staðinn kl 17 en hlaupið var ræst kl 19.
Ég hélt að kynnirinn væri að grínast þegar hann talaði um brekkur en ég held það séu ekki fleiri brekkur í LA.
Það var svolítið skrítið að hlaupa í myrkrinu, sérstaklega þegar við hlupum í dimmum hverfum. Það var skemmtilegt að hlaupa kringum DODGER STADIUM og líka hring í kringum völlinn inn á leikvanginum (Ég hef farið á Dodgers leik þarna).
Hlaupið gekk vel, ég var á nýjum NIKE skóm sem virkuðu vel. ég þurfti að stoppa einu sinni og færa ball-foot-púðann, það særði mig eitthvað milli tánna á v-fæti en annars var þetta ágætt.
Ég hljóp í fyrsta sinn með símann minn og tók fullt af myndum.
Garmurinn mældi vegalengdina 13,36 og tímann 3:07:00
Allt umfangið eftir hlaupið, gangan til baka að bílnum, umferðin á leiðinni út úr miðborginni og keyrslan að hótelinu tók ótrúlegan tíma, ég var ekki komin í rúmið fyrr en rúmlega 1 am... og ákvað að það væri best að sleppa maraþoninu morguninn eftir, enda klst keyrsla til Camarillo. Ég hefði einhvertíma getað það en ekki núna, svona æfingalaus.
Frétti síðar að það hefði verið mikið sandrok á meðan hlaupið var.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: MARAÞON | 5.1.2014 | 16:59 (breytt 18.1.2014 kl. 17:46) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.