ING Hartford Marathon Hartford, CT USA
http://www.inghartfordmarathon.com
Klukkan var stillt á 5:00 vegna þess að það voru bara 10 mín. á startið. En ég svaf eiginlega ekkert um nóttina þó ég færi snemma uppí. Ég var með magakveisu og sat á klósettinu mest alla nóttina. Þegar klukkan hringdi var maginn galtómur... Nú voru góð ráð dýr því það er mjög erfitt að ætla maraþon svona í maganum. En ég seldi mér þá hugmynd að komast einhvernveginn í gegnum það.
Ég tékkaði mig út og fór að stað fyrir 7 og fékk stæði á ágætis stað. Hefði kannski átt að hugsa betur um staðsetninguna gagnvart markinu en ekki startinu þá hefði ég verið fljótari og farið styttri leið að bílnum eftir hlaupið.
Hlaupið var ræst kl 8 og í upphafi var kalt. Það hitnaði fljótlega og sólin skein allan tímann. Ég passaði mig að smitast ekki að þeim sem voru hraðari og tókst að halda maganum góðum fyrstu 7-8 mílurnar. Þá byrjaði ballið - það er að eftir það átti ég stefnumót við klósettin á leiðinni og varð að ganga.
það þýddi ekkert að reyna að hlaupa - og stundum varð ég að hæga á göngunni. Ég ætlaði ekki að lenda í þrumu-skoti á leiðinni og ég ætlaði að klára. Þetta var orðið skelfilega erfitt í lokin og ekki gerlegt að fara annað á morgun.
Þegar ég kom í markið - og ekki síðust... voru verðlaunapeningarnir búnir, svo ég fæ minn sendan í pósti... ég fór strax að bílnum og keyrði til Rhode Island þar sem ég á pantað næsta hótel og maraþon. Alla leiðina gældi ég við að sækja gögnin til vonar og vara og sjá til hvort ég kæmist á morgun... EN ÞAÐ ER BARA BULL að ætla það... Það er ákveðið - ég sleppi því.
Ing Hartford maraþon er nr 166 og 26. fylkið í hring nr tvö
Garmurinn mældi vegalengdina 42,86 km og tímann 6:51:??
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 13.10.2013 | 00:39 (breytt kl. 22:42) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.