Uppfærsla ;)

12.júní hjólaði ég 25,7 km í ágætisveðri.
14.júní hjólaði ég 11,3 km (ég er að komast í gang aftur)
15 júní hljóp ég upp Krísuvíkurveginn og snéri við eftir 7 km svo það urðu 14 km alls.

16.júní fórum við hjónin í Hjólamessu... hjólað á milli 6 kirkna og einn messuliður fluttur í hverri. Byrjuðum í Ástjarnarkirkju fórum þaðan í Hafnarfjarðarkirkju, Fríkirkjuna, Víðistaðakirkju, Garðakirkju og enduðum í Bessastaðakirkju. Fram og til baka urðu þetta alls 22,2 km. Veðrið var gott og fjölmenni sem hjólaði.

Á þjóðhátíðardaginn 17.júní tókum við Vala daginn snemma og hlupum Hrafnistuhringinn okkar fyrir hádegi í ágætis veðri. Ég hélt það væri kalt þegar ég lagði af stað en það var mjög hlýtt, ég meira að segja brann undir annarri hendinni. Hrafnistan 12,5 km.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband