Gögnin í Mississippi Blues Marathon

Gögnin í Jackson MS 4.jan 2013 030,1

Ég tékkaði á maraþon skránni hjá mér, hljóp hér síðast 2009... með því fáa sem ég man úr því hlaupi var hvað göturnar eru slæmar hérna.

Við sóttum gögnin í The Convention Center eh og vorum snögg að því... expoið var mjög lítið.
Ég verð nr 885.

Síðan dúlluðum við okkur bara, skruppum í útivistarbúð fyrir Emil og eitthvað fleira, áður en við fengum okkur að borða.

Gögnin í Jackson MS 4.jan 2013 031,1

Maraþonið verður ræst kl 7 í fyrramálið, Maniac-myndataka kl 6:30 og svo framvegis... Þetta er náttúrulega allt saman EIN STÓR BILUN - er þaggi???

Kom við í Hobby Lobby til að kaupa mér strau-stafi á nýja 50 fylkja bolinn minn :) 

Nú er bara að gera sig klára fyrir morgundaginn...
og stilla klukkuna á einhvern ókristilegan tíma :/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband