Gögnin sótt fyrir Texas Marathon

Gögnin sótt 31.12.2012

Árið byrjar vel - með maraþoni í Texas. 

Við sóttum númerið fyrir Texas Marathon í dag... en maraþonið er alltaf á nýjársdag. 

LOKSINS hafði ég tækifæri til að kaupa mér 50 States Marathon Club FINISHER shirt :D

Hvílíkt þrekvirki hjá þessum hjónum, Steve og Paulu Boone að skipuleggja og sjá um alla framkvæmd á þremur stórum maraþonum og risa-jólaboði á 10 dögum... enda held ég að þau séu úrvinda.  

Gögnin sótt 31.12.2012

Ég hljóp þetta maraþon 2006... að hugsa sér - fyrir 7 árum, mér finnst svo stutt síðan. Verðlaunapeningurinn er leyndarmál en Lúlli reyndi að kíkja í pappakassana... peningarnir eru svo stórir og þungir að það eru bara 10 stk í hverjum kassa. 

Maraþonið verður ræst kl 8 og veðurspáin er ágæt, samt einhver möguleiki á rigningu.

Nú er bara að stilla klukkuna og hvíla sig :D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband