Reykjavíkurmaraþon 20.8.2011

 http://www.marathon.is/reykjavikurmaraton/500-reykjavikurmaraton-2011

Pastaveisla fyrir Reykjavíkurmaraþon 2011

Gögnin voru sótt í gær... og farið samviskusamlega í pastaveisluna... einu skiptin sem ég borða pasta fyrir maraþon eru hér... síðan var úrið hlaðið, fötin tekin saman, flagan sett á skóinn og allt gert tilbúið. Fór að sofa um hálf 11.

Vaknaði tveim tímum fyrir hlaup 6:30, en fórum frekar seint af stað inneftir. Við leggjum alltaf á sama stað og hittum yfirleitt sama fólkið við startið.
Two Marathon ManiacsÍ pastaveislunni hafði farið á mis við hinn eina erlenda Marathon Maniac (David Holmen) sem kom til að hlaupa maraþon en hitti hann svo við rásmarkið. Bíðari nr 1 mundaði vélina... af öllum þessum fjölda vorum við tvö Maraþon Maniacs - hinir voru bara venjulegir hlauparar Wink

Það var svo mikið að gera hjá mér að ég gleymdi síðasta pissi Crying og varð að afgreiða það á fyrstu stoppistöð... veðrið var í það ,,besta" ég fór tvisvar úr bolnum á leiðinni Whistling

komin í mark í Reykjavík 20.8.2011

Það væri ósanngjarnt af mér að vera ekki ánægð með hlaupið, hár blóðþrýstingur hefur plagað mig síðustu viku, í fyrradag (178/112), áður en ég fór af stað (176/96) en eftir maraþonið (106/64). Síðan fékk ég tvisvar tak aftan í lærið á síðustu vikum og dró þá úr æfingum en hjólaði samt sem áður.
Ætlunin var því að hlaupa rólega... Á tíunda km ákvað stingurinn að taka sig upp, ég hægði á mér og hljóp áfram og hann var horfinn við 24 km-keiluna. 

Lúlli hitti mig síðan við Nauthólsvík/flugvöllinn og hjólaði með mér síðustu 13 km... InLove það hefur hann gert undanfarin ár. Venus var í körfunni á hjólinu og stjórnaði ferðinni Police

Þetta maraþon er nr. 131, tíminn minn 5:08:42 og maraþonið mældist 42,04 km.

Ég er rosalega stolt af því að 3 af börnunum mínum og 3 barnabörn fóru 10 km vegalengdina Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum R-víkurmaraþons er flögutími 5:05:43

5:08:43 Bryndís Svavarsdóttir, 1956 50 - 59 ára

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 20.8.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband