Góð hreyfing í dag :)

Ég byrjaði á að labba út að Reykjanesbraut þar sem Berghildur tók mig upp kl 11. Við gengum á Helgafell og tókum síðan 2 spjöld í ratleiknum - SVO HANN ER FORMLEGA HAFINN HJÁ MÉR - Berghildur sleppti mér síðan á sama stað og ég labbaði heim. Fékk mér bita og hjólaði í Bónus.

Síðan hjólaði ég að hringtorginu við afleggjarann upp í Kaldársel og hitti þar Völu korter í 5, við hjóluðum saman í Kaldársel, hittum konur úr ÍR og gengum með þeim á Helgafell. Við fórum upp gilið eins og við Berghildur höfðum gert en fórum aðra og lengri leið niður. Síðan var að hjóla heim.

Eftir útreikninga og garmin tékk, telst mér að ég hafi hjólað 18,7 km og gengið 16,5 km - ágætis dagur :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ  Bryndís   það er alldeilis   kraftur í þér   já þetta  er  fín hreyfing

           var ekki   gaman  ,  svo  þú getur slappað  af í dag  ,  en ég veit  að þú gerir það ekki ,

                                    góða   helgi   Bryndís  mín  ,   sjáumst ,

soffía kristinsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband