L A N G T í erfiðu færi

Hljóp snemma út með það í huga að láta ,,Hrafnistuhringinn" (12,5) nægja... Snjór er slæmt færi fyrir mig, sem þarf að fljóta áfram og má hvorki spyrna eða renna til.

Eftir að hafa komist yfir þröskuldinn var nú samt breytt um stefnu... Af því að ég var svo snemma í því þá ákvað ég að koma við hjá Þóru Hrönn og athuga hvort hún væri búin að hlaupa og þá myndi ég lengja í ,,Garðabæ hinn minni" (16).

Hún stóð í ströngu við að setja í töskur og var hætt við að hlaupa... Ég glopraði út úr mér þetta með Garðabæinn... þá var ekki aftursnúið Garðabærinn skyldi það vera.
Áður en ég var komin að gömlu Sorpu var ég búin að lengja í ,,Garðabæ hinn meiri"(20) - hvað... það munaði svo litlu Woundering...

Færið át mig upp þó leiðin var farin í hægari gír en vanalega. Fékk ískaldan mótvind frá Arnarnesinu og alla leið heim. Ég kom dauðþreytt og glorhungruð heim, greinilegt að 2 hrökkbrauð nægja ekki í morgunmat Crying

Garðabær hinn meiri 20,2 km


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband