Cox Sports Providence Marathon & Half Marathon and 5K
Providence, RI USA, 2.maí 2010 http://www.rhoderaces.com
Klukkan var stillt á 4:30 en ég var vöknuð áður. Allt dótið varð að vera pakkað til brottfarar því ég flýg heim á eftir. Ég gat troðið því öllu í skottið, það er ekki gott að láta sjást í töskur í bílnum. Ég tékkaði mig út um 6:30 og keyrði til Providence. Ég var hvílíkt heppin að ná mælastæði í miðbænum, en það er frítt á sunnudögum og þar að leiðandi engin tímamörk.
Það var svolítið asnalegt system á geymslu-dótinu, það var tékkað inn á 3. hæð á Westin, svolítið frá startinu. Þar var ég með mynda-vélina, bíllyklana og það sem ég var í þar til rétt fyrir start. Það var því smá vesen að láta mynda sig fyrir og eftir hlaupið og ég nennti ekki að fara aftur á startið í öfuga átt við bílinn... fyrir eina mynd.
Hlaupið var ræst kl 8. Veðrið var hlýtt og ég of mikið klædd, í síðum hlaupabuxum. í fyrstu var skýjað og þægileg gola í fangið. Mér gekk rosa vel að 16.mílu. þá fór að síga í mig þó ég hellti yfir mig vatni svo fötin væru blaut og kældu aðeins. Frá ca 20.mílu var sólin farin að hita verulega... þá fór ég að ganga meira á milli...
Tími og vegalengd mældust 5:32:08 og 27,02 mílur (43,49 km.) á mínu Garmin.
Cox Providence Marathonið er 121 maraþonið mitt
Rhode Island er 46. fylkið mitt
Bara 4 fylki eftir
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 2.5.2010 | 19:01 (breytt 3.5.2010 kl. 12:38) | Facebook
Athugasemdir
Dugleg Bryndís til hamingju með þetta.
Kveðja, Þóra Hrönn
þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:24
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn minn 5:32:54
Bryndís Svavarsdóttir, 4.5.2010 kl. 15:43
hÆ BRYNDÍS TIL HAMINGJU STÓRKOSTLEGT HJÁ ÞÉR , BARA 4, EFTIR
FLOTTUR ÁRANGUR EN ÞÚ MANST KANNSKI NÆST AÐ VERA Í STUTTBUXUM ,
KV, Soffía.
soffia kristinsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.