Prairie Series # 5, South Sioux City, NE, 12.júlí 2018

prairie-450x320Prairie Series:
July 8-14, 2018


Dagur 5, South Sioux City, NE
12.júlí 2018

http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/

Við gistum á sama hótelinu fyrir Iowa og Nebraska. Það var heitt og erfitt í gær og verður sama í dag.

20180712_Prairie Series NE 2018Klukkan var enn einu sinni stillt á 2:30... ég trúi varla að ég geti plástrað blöðruna á hælnum og sárið á stóru tá þannig að það hái mér ekki mikið í dag... en það er allt hægt. 

Startið í Nebraska var næstum í bakgarði hótelsins... uþb 1 míla á staðinn. Þriðja hlaupið sem við förum brautina 14x fram og til baka... Ég athugaði hvað fyrsti hringurinn var langur, mælingin átti að vera rétt... og hafði úrið aftur um mittið... en aftur mældi það vitlaust... hefur dottið út þegar það snéri niður.

Hiti 82° í starti og um 100° í bílnum þegar við keyrðum af stað... og hitinn úti bara hækkaði. Ég var þokkaleg af nuddsárunum en er farin að þreytast.
Um 100 manns hlupu heilt og hálft... Þetta var erfiðara en í gær en hafðist... ég setti fæturna í ísbað áður en við keyrðum 210 mílur til Kansas.

Þetta maraþon er nr 232
Garmin mældi km ekki rétt en tímann... 8:38:58 

 


Prairie Series # 4, Sioux City, IA, 11.júlí 2018

prairie-450x320

Prairie Series:
July 8-14, 2018


Dagur 4, Sioux City, IA, 

11.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/

Það var frábært að eiga frí í 2 daga. Við keyrðum til South Sioux City, gistum Nebraska megin.


Klukkan var stillt á 2:30... það var stutt á startið og niðdimmt. Ég sá eftir sólina í síðasta hlaupi að ég myndi vera með 5 cm breiða hvíta rönd eftir hlaupaúrið svo ég festi það á teygju í mittinu... sem varð til þess að það mældi ekki alveg rétt, hefur dottið út einstaka sinnum. 

20180711_Prairie Series IA 2018Ræst kl 4:30 í 80°/26°c og miklum raka. Það birti og hitnaði fljótt og ljósaskilti sögðu 96°/36°c og öruggt að götuhitinn var hærri síðustu klst... Við hlupum í garði við á og að hluta til á grasi. 

Ég var með sterka sólarvörn en fann fyrir bruna, spreyjuð 3x með moskitó-fælu í hlaupinu en var samt bitin í tætlur... svo eru nuddsár allan hringinn... OG ÉG BORGAÐI FYRIR ÞETTA... Ég er ekta Maniac... 

Þetta maraþon er nr 231
Garmin datt út í mælingunni á vegalengdinni en tíminn var 8:00:31


Bloggfærslur 17. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband