Færsluflokkur: Íþróttir

Hlaupið með Völu

Ég mætti við Sjúkraþjálfarann kl 5 og við Vala hlupum styttri hring en venjulega, því ég er að fara í hlaupaferð til Usa á morgun. Við styttum Hrafnistuhringinn með því að hlaupa Hjallabrautina. Ég náði 10,4 km. með þessu  Smile 

Það var kalt úti og við skemmtum okkur vel á leiðinni og reyndar var svo langt síðan við höfðum hlaupið leiðina að nokkrum sinnum spurðum við hvor aðra hvert ætti að fara. 

En á morgun fljúgum við hjónin til Boston og síðan til Seattle, þar sem ég hleyp næsta sunnudag.


Með Þóru Hrönn

Mikið var gott að fá aftur hlaupafélaga.
Við mæltum okkur mót við undirgöngin við Ástjörnina og Haukahúsið. Ég var aðeins snemma í því svo ég var næstum komin niður að sundlaug á móti Þóru Hrönn en sá hana ekki koma og snéri við. Hún var bara aðeins sein.

Við hlupum öfugan Áslandshring og byrjuðum á hring kringum Ástjörn því það er bara hægt í björtu. Brekkurnar í Áslandinu voru ekki auðveldari þessa leiðina... þegar við vorum komnar að Kaldárselsvegi fórum við yfir brúna að kirkjugarðinum og inn í gömlu leiðina fyrir ofan Hvammana. Við skildum síðan rétt við Suðurbæjarlaug... og hlupum sín í hvora áttina heim... ég náði 10,1 km eins og planið var hjá mér og Þóra Hrönn sennilega líka.

PS. Það var ekki búið að skreyta gamla húsið okkar Woundering


Farin að stytta...

Soffía var með einhvern óþverra í hálsinum, svo hún er stikkfrí...
Ég fór því ein í morgun... planið að fara ca 16 km. Það var kalt, úlpan var tekin fram og broddar settir í vasann til vara. Ég var nefnilega alla síðustu helgi að jafna mig (grindarlosið) eftir hálkuna síðasta laugardag af því ég gleymdi þeim. Smá skrens í hverju skrefi - fer gjörsamlega með mig.

Ég var að bræða með mér hvaða leið væri best til að ná vegalengdinni og Garðabær ,,hinn styttri" varð fyrir valinu. Broddarnir voru settir upp við endann á Álfaskeiðinu - HEPPIN að vera með þá. Það var ekki mikill vindur, kalt, munur að hlaupa í björtu en enn saknaði ég hlaupafélaganna...

Ég hljóp laugardagshlaupið í morgun,  næsta hlaup verður á mánudag með Þóru Hrönn Grin


Hljóp ein í kulda og trekki...

Planið var að hlaupa með Völu í gær... en Vala hafði verið veik síðan við hlupum saman síðast og var enn ekki orðin góð.
Ég var búin að hnoða í smákökur og ætlaði í bíó með syninum um kvöldið... svo ég bakaði kökurnar og frestaði að hlaupa þangað til í morgun. 
Það var frekar kalt og mikill mótvindur, en ég lét mig hafa það Crying  Náði ekki í Soffíu, svo ég hljóp Hrafnistuhringinn 12,1 km. ein og saknaði hlaupafélaganna MIKIÐ.

Þóra Hrönn verður í DK fram á föstudag... nú er bara að tékka á Soffíu fyrir morgundaginn Smile


Hlaupið með Þóru Hrönn

Ég gleymdi mér og var aðeins sein... ég hafði ætlað að vera hjá Þóru Hrönn kl.5
Við hlupum Garðarbæjarhring ,,hinn styttri" í dásamlegu veðri, það var dimmt en sæmilega hlýtt og stafalogn. Við liðum áfram alla leiðina. Þóra Hrönn sem flýgur til Danmerkur í fyrramálið náði 10 km en ég hljóp að heiman og heim og náði 16,1 km.

Á morgun hleyp ég með Völu.


Hetjuskapur...

Það var ekki glæsilegt veðrið þegar ég leit út um gluggann. Enn dimmt, hávaðarok og fjúkandi snjór  Crying ...einu orði sagt... svona veður sem er gott að fara undir teppi með heitt kaffi og smákökur. 
En það ýtti mér út fyrir dyrnar að ég ætlaði að vera mætt kl. 10 heima hjá Þóru Hrönn.  Ég gleymdi auðvitað að setja á mig broddana... en það varð að hafa það.
Við Þóra Hrönn sýndum þvílíkan hetjuskap að halda okkur við upprunalega áætlun að fara Garðabæjarhring ,,hinn lengri"  Whistling

Við fengum allan pakkann, kulda, hálku og sterkan mótvind. Við Áltanes-afleggjarann kom til greina að stytta leiðina og losna við mótvindinn... en þessar 15 sek. þegar við vorum að ákveða okkur, var logn... og þá gáfu hetjurnar ekkert eftir og áætlun var haldið Tounge

Þóra Hrönn hljóp 14,1 km en ég 20,1 km... þurfti að fara smá krók aukalega í hverfinu til að ná því.

Næsta hlaup á mánudag Smile


Hlaupið með Soffíu

Ég mætti heima hjá Soffíu kl 11 fh.
Það er 3 og hálfur km. heim til hennar. Við hlupum saman Setbergshringinn ,,öfugan" sem kom mjög vel út... veðrið var gott, logn, sæmilega hlýtt á meðan maður hljóp og mikill munur að hlaupa í björtu.
Ég hljóp síðan heim... svo ég náði sléttum 13 km.


Þrjár á hlaupum

Við hlupum þrjár saman, ég, Vala og Soffía. Það var svolítið kalt en logn, svo við höfðum ekkert nema gaman að þessu.
Hrafnistuhringurinn var farinn. Góður hringur en svolítið erfitt að vera á Álftanesveginum þar sem engin göngustígur er, í mikilli umferð og svo þegar við komum að gömlu bryggjunni vantaði öll ljós við göngustíginn... Þetta er auðvitað ekkert vandamál hvorki að vera á Álftanesveginum í minni umferð og í björtu... en veðrið var gott og gaman að vera saman.
Hringurinn mældist 12,3 km hjá mér.

Næst hlaupum við Soffía kl 11 á fimmtudagsmorgun.


Ekkert nema dásamlegt

Við Þóra Hrönn höfðum ákveðið að hlaupa saman í dag... Garðabæjarhringur ,,hinn styttri'' kom til greina. Ég hljóp að heiman og var mætt hjá henni um 17:20... hún vissi ekki til að nein önnur ætlaði að hlaupa, þannig að við héldum af stað.

Það var svo yndislegt veðrið, við gjörsamlega gleymdum okkur á snakkinu... það var blankalogn og þegar við komum í fjörðinn aftur þ.e. eftir Herjólfsgötunni og hlupum eftir gömlu bryggjunni meðfram sjónum, þá spegluðust ljósin í bænum í höfninni...

Þetta var einu orði sagt dásamlegt hlaup. Við vorum svo glaðar og ánægðar með okkur að við ákváðum að finna frekar tíma til að hlaupa saman heldur en að hlaupa einar, sín í hvoru lagi...

Ég ætlaði nú ekki að hlaupa langt en hljóp 16,2 km í dag Wink


Garðabær með meiru

Ég bjóst ekki við að nein væri að hlaupa, svo ég lagði af stað um 9 leytið. Hljóp að heiman niður að Lækjarskóla, þaðan eins og ég væri að fara Hrafnistuhringinn, en sveigði af og inn í Garðabæjarhringinn við Kaplakrika...
Þegar ég var komin í Garðabæ fór ég hring utan um bæinn eins og síðast, en var að reyna að lagfæra leiðina til að ná 20 km... Kom upp á veginn í Kópavogi við rauðbrúnu þríbura-blokkirnar (við gatnamótin.) Síðan lá leiðin niður að Arnarnesinu og meðfram sjónum, göngustíginn að Álftanesvegi, yfir hjá Hrafnistu og sjávarleiðina heim...
en þetta dugði ekki, því ég varð að lengja hér í hverfinu til að ná markmiðinu. Endaði í 20,1 km.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband