Færsluflokkur: Íþróttir
Það er nú staðreynd að veðrið er verra hér á Völlunum en niðri í bæ... Það var nóg fyrir mig að heyra lætin gegnum gluggann... Mig langaði ekki út. Þegar ég fór svo á bílnum seinna um daginn, átti ég fullt í fangi með að fóta mig á klakanum... svo ég kæmist heil að bílnum.
Þakkaði Guði fyrir að hafa ekki þrjóskast við og ætlað að hlaupa hringinn í dag... það er sem sagt smá von um að maður læri eitthvað með aldrinum
Vonandi verður búið að rigna klakanum niður svo ég geti farið hring á morgun eða aðfangadagsmorgun
Íþróttir | 22.12.2008 | 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði ekki í Þóru Hrönn fyrr en um hádegið og þá var hún búin að hlaupa og á leið í vinnu. Ég notaði morguninn til að baka smákökur... svo gott fyrir hina að vakna við kökuilminn
Ég valdi mér hlaupaskó ,,ecco" og græjaði mig... Í þessu færi virka laugavegshlífarnar snilldarlega vel. Það var ekki svo kalt, en færið var skelfing en hlífarnar vörnuðu snjónum að fara ofaní skóna
Ég hljóp samviskusamlega laugardagshringinn í næstu bæjarfélög þ.e. Garðabæ, Kópavog og Álftanes. Sumstaðar reyndi ég að hlaupa á götunni því gangstéttarnar voru notaðar til að geyma snjóinn sem hafði verið á götunum. Einu sinni fór ég á hausinn og í annað sinn munaði litlu...
Ekki hafði ég verið vitur með skóvalið... Ecco-skórnir voru hreinlega að drepa mig hálfa leiðina, bæði sleipir og harðir fyrir tábergið. Ef ég hefði verið með síma hefði ég sennilega freistast til að láta sækja mig.
Þrátt fyrir kulda, fótaverk og ófærð... naut ég þess að vera úti og fara þennan hring sem mældist 19,6 km...
Íþróttir | 20.12.2008 | 19:15 (breytt 27.12.2008 kl. 19:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði ekki í Þóru Hrönn og Vala var veik... það var því ekki eftir neinu að bíða, ég hljóp út úr dyrunum kl.2 eh.
Hljóp Hrafnistuhringinn... 12,3 km. í skelfilegri færð, var með gormabrodda sem virkuðu eins og skautar á svellinu. Ekki var maginn til uppörvunar, galtómur uppí koki. Þetta var sem sagt engin skemmtiferð.
En ég lifði þetta af og mun sennilega ekkert læra af þessu... hleyp væntanlega næst á fimmtudag, hvað sem tautar og raular.
Íþróttir | 16.12.2008 | 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég náði ekki í Þóru Hrönn og Soffía er á leið til Svíþjóðar... verður þar til 30.des. Ég ætlaði að láta mig hafa það og hlaupa ein, en maginn gerði uppreisn í morgun.
Ég hef verið á pensilíni síðan ég kom heim... var að drepast í kjálkanum hálfa ferðina úti síðast. Það stóð ekki að ég ætti að taka töflurnar með mat... og ég pældi ekkert í þessu og tók þær jafnvel á fastandi maga
Nú fæ ég að finna fyrir þeirri vitleysu. Vona að ég geti hlaupið á morgun eða hinn
Íþróttir | 15.12.2008 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég set stefnuna á morgundaginn, hef gjörsamlega verið á öfugu róli. Hringi í Þóru Hrönn og Soffíu í kvöld og tek púlsinn á þeim.
Tók púlsinn á mér þegar ég vaknaði, var 39 í gær... kominn í 53 í dag. Blóðþrýstingurinn hækkaði við þetta langa ferðalag heim, en ég er að jafna mig og á morgun verður farinn hringur um Hafnarfjörð og kanski farið í önnur bæjarfélög
Íþróttir | 14.12.2008 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er enn aðeins eftir mig... var ekki búin að jafna mig eftir Seattle, eftir hálkuna og brekkurnar, þegar ég hljóp þetta hlaup.
Las Vegas Marathon var síðasta maraþonið mitt á þessu ári... svo ég viti ?
En allt gengur þetta samt yfir og áður en ég veit af verð ég komin heim aftur og farin að hlaupa með Þóru Hrönn og Soffíu
Ég hef ákveðið að setja inn samantekt yfir maraþonin á þessu ári, milli jóla og nýjárs... þ.e. áður en ég fer í næstu ferð.
Næsta maraþon er í Jackson, Mississippi, 3.jan. 2009
Íþróttir | 9.12.2008 | 15:47 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Zappos.com Las Vegas Marathon, Las Vegas, NV USA
7.des. 2008
http://www.lvmarathon.com
Klukkan var stillt á 3:30...og ég hafði sofið ágætlega, þrátt fyrir að vera þreytt eftir keyrsluna í gær og stressið að vera á síðustu stundu að sækja gögnin.
Við lögðum snemma af stað... sem betur fer, við höfum aldrei kynnst öðru eins skipulagi á lokun gatna. Hótelið okkar er 4-5 mílum frá starti á sömu götu... Lögreglan lokaði öllum götum hér í kring 2 klst. FYRIR hlaupið og við vorum í algerum vandræðum að komast á start.
Þegar við loksins fengum réttar leiðbeiningar, þurftum við að fara norður fyrir maraþonleiðina og svo suður aftur. Það var lítil bið eftir bílastæði loksins þegar við komumst á staðinn og algjör heppni að starfsmenn á golfbíl keyrði okkur að startlínu...
Þegar ég komst inn í þvöguna, voru 2 mín. í skotið... Ræst kl. 6:05... Vá...
Hlaupaleiðin var ágæt, þó ég sé ekki hrifin af löngum og tilbreytingar-lausum ,,keflavíkurvegum" en það var ekki eins áberandi leiðinlegt þegar maður er alltaf í hópi annarra hlaupara.
Tíminn var 4:59:44 á mína klukku... og er ég hæstánægð með það... besti tíminn minn á árinu.
Þetta maraþon var hlaupið til heiðurs Berghildi systir, sem átti afmæli í gær.
Til lukku systir
Íþróttir | 7.12.2008 | 22:11 (breytt 8.12.2008 kl. 16:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við vorum á síðustu stundu, þetta er ekki sniðugt... máttum ekki seinni vera að sækja gögnin... Bæði var verið að loka expo-inu og svo var orðið dimmt, ekki gott að átta sig á hvaðan maður ætti að koma í nótt, svo maður lendi ekki á lokuðum götum.
Ég sit núna í Lobby-inu og blogga... klukkan er að verða allt of margt, ég er búin að stilla klukkuna á 3:30, hlaupið verður ræst kl.6 AM. Nú er bara að hvílast eftir alla keyrsluna í dag.
Íþróttir | 7.12.2008 | 03:23 (breytt kl. 03:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Amica Insurance Seattle Marathon & Half Marathon,
Seattle, WA USA November 30, 2008 http://www.seattlemarathon.org/
Hæðarkort af hlaupaleiðinni... Elevation Chart
Klukkan var stillt á 6:00... en við erum á kolvitlausum tíma hérna... mér fannst ég vera mest alla nóttina vakandi með lokuð augu... fór á fætur um 4:30.
Það er svo sem ekkert verra að hafa nógan tíma til að græja sig af stað. Það var ca. hálftíma keyrsla á startið.
Við vorum komin þangað 1 klst og korter fyrir start. Ég upplifði undarlegasta start EVER.
Fyrst var maraþon göngufólkið ræst 7:15... það er nú í lagi, en síðan var hálfmaraþon göngufólkið ræst, svo hálfmaraþonið og síðast maraþonið ???Maraþonið var ræst kl. 8:15... það voru brekkur og alles... sannkallað fjallahlaup á köflum. Skoðið hæðarkortið fyrir ofan. Veðrið hélst ,,þurrt"... þ.e. það rigndi ekki, en það var svarta þoka og allar götur rennandi blautar og hálar eftir því. Á 7.mílu hélt ég að ég kæmist ekki lengra... hefði þurft að vera á broddum - en fyrir Guðs mildi komst ég á leiðarenda og á ágætis tíma. 5:09:30 á mína klukku.
Ég get ekki dæmt um hvort maraþonið var rétt mælt því gps-ið datt oft út á leiðinni, í undirgöngum og milli háhýsa. Klukkan sýnir að það vanti kílómeter. Gott að þetta er búið
Washington er 30. fylkið sem ég hleyp í, þetta er 97 maraþonið mitt... og það fyrsta sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum.
Íþróttir | 30.11.2008 | 23:19 (breytt 1.12.2008 kl. 00:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja, eftir 2 löng flug komum við í nótt til Seattle... það var ekki eftir neinu að bíða... við ákváðum að kíkja í nokkrar búðir í dag, en mannfjöldinn var slíkur, (Thanksgiving-útsölurnar) eins og á Þorláksmessu, að við ákváðum að sækja bara gögnin fyrir Seattle-maraþonið og tékka á starti og marki.
Hlaupið er sæmilega stórt, veðrið verður lala... vonandi þurrt. Við gleymdum mynda-vélinni á hótelinu, enda átti upphaflega að kíkja í búðir... en það gerir ekkert til.
Expo-ið var ágætt, margt um manninn og spenna í loftinu. Hlaupið verður ræst kl. 8:15 á sunnudagsmorguninn, tímamunurinn er 8 klst. svo ég hleyp af stað kl. 16:15 á íslenskum tíma.
Íþróttir | 29.11.2008 | 01:37 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)