Færsluflokkur: Íþróttir
Kæru vinir og hlaupafélagar í gegnum árin
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi hlaupár
Íþróttir | 24.12.2011 | 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var ekki búin að sitja lengi við ritgerðina þegar veðrið hreinlega ullaði á mig inn um gluggann... það leit bara mjög vel út... og hrópaði aumingjaskapinn til mín. Það var því ekkert annað að gera en láta sig hafa það.
Ég dreif því út að verða hálf fjögur, það var kalt, ekki eins mikið fjúk eins og fyrir hádegið en hvassara. það hafði hlýnað og slabbið var mikið og fljúgandi hálka. Hefði ekki komist hálfa leið án broddanna. Á leiðinni til baka var farið að dimma, vindurinn í fangið og æ oftar sá ég ekki pollana. Ég var því orðin hundblaut og hrakin en ógisslega ;) ánægð með að hafa druslast hringinn.
Hrafnistan 12,5 km.
Íþróttir | 21.12.2011 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gleymdi að blogga á mánudaginn um hlaupið okkar Völu. Ég hljóp eins og venjulega í vinnuna til hennar og við kláruðum Hrafnistuhringinn eins og alltaf. Veðrið var ágætt, en erfitt í snjónum og frosthrukkunum eftir hlákuna um helgina.
Í dag var ég komin út kl 11 og ætlaði að klára hringinn þrátt fyrir ömurlegt útlit á veðri... hljóp af stað en var ekki komin út úr hverfinu þegar ég ákvað að snúa við - hlaupa í staðinn á morgun eftir ferðina á Selfoss og ef veðrið verður ömurlegt þá - fara í einhverja stöð og æfa...
1,4 km í dag og ritgerð fram að kvöldmat :)
Íþróttir | 21.12.2011 | 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala ætluðum að hlaupa í gær því við gátum ekki hlaupið saman á mánudaginn... en Vala afboðaði í gær svo ég ákvað að hlaupa fyrir hádegi í dag í staðinn. Ég hef því enn tækifæri til að ná 3ja skiptinu í vikunni ef ég hleyp á morgun.
Færðin var sæmileg á köflum, sum staðar erfið en annars staðar þolanleg vegna þess að þar var snjórinn þjappaður í gler... þar virkuðu broddarnir vel. Á Álftanesveginum tók ég broddana undan og hljóp á auðum veginum á móti umferð í stað þess að berjast á göngustígnum - bara snild
Hrafnistan var því barin augum eins og fyrri daginn í vægu frosti og smá vindkælingu... 12,5 km í dag
Íþróttir | 16.12.2011 | 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætlaði að hlaupa þrisvar í síðustu viku en þriðja skiptið datt upp fyrir... ÞETTA GENGUR EKKI... Minn góði ásetningur að taka hlaupin SMÁ alvarlega - hefur ekki gengið upp.
Í gær áttum við Vala að hittast en ég varð að fresta Hrafnistunni þar til í morgun. Veðrið var gott, færðin léleg, sæmilega hlýtt/kalt... svo þetta er að meðalatali gott hehe... ég er alla vega fegin að hafa komist yfir þröskuldinn
Hrafnista með smá útúrdúr (týndi broddum) 13,1 km
Íþróttir | 13.12.2011 | 12:25 (breytt kl. 12:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við keyrðum á Selfoss um hádegið... veðrið hrikalega leiðinlegt, kalt og hífandi rok á heiðinni... ég var ekki í stuði til að hlaupa þegar ég kom heim... settist við saumavélina en ákvað svo að það dygði ekki að vera með neinn aumingjaskap, ég yrði að hlaupa hringinn minn.
Í stuttu máli þá var þetta eins og svo oft áður... mótvindur að Suðurbæjarlaug, logn í bænum og út að Hrafnistu þar sem vindurinn fór að blása á móti. ÉG VAR FEGIN AÐ HAFA DRATTAST ÚT... þetta var bara ágætt :) eða er maður farinn að venjast kuldanum
Hrafnista 12,5 km - með frosið nebb
Íþróttir | 8.12.2011 | 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Vala vorum kuldakreistur í gær og frestuðum að hlaupa þar til í dag... veit ekki hvort var betra. Í gær var 12 stiga frost - í dag var 2ja stiga frost og vindur sem kældi sennilega lang-leiðina í 12 stigin... en ég er loksins þiðin eftir hlaupið, hehe
Þetta var DRESSMAN hlaup í slow-motion... í ófærð og hálku... en ÞAÐ TÓKST
Hrafnista 12,5 km
Íþróttir | 7.12.2011 | 00:19 (breytt 8.12.2011 kl. 20:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var ekkert annað að gera en drífa sig út þrátt fyrir frostið... ég er búin að humma það fram af mér að hlaupa í þessari hálku. En nú var ekkert annað í boði en að hreyfa sig.
Ég var ein, fór af stað um kl 11... var ekki með brodda, broddar hefðu sennilega verið ágætir í hálkunni við Hrafnistu en hvergi annars staðar. Kuldinn beit vel og ég var með varann á mér alla leiðina. Passaði að fara ekki of hratt til að anda kuldanum ekki of ótt ofaní mig og frysta lungun.
tók smá krók að kaupa Lottó... 13,3 km í dag
Íþróttir | 3.12.2011 | 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóp síðast á mánudaginn í síðustu viku... hver áætlunin á fætur annarri klikkaði á milli... OM en nú er ég vonandi komin á götuna aftur. Dreif mig út snemma í morgun - frostið á að aukast með deginum. Það var alveg nógu kalt og næddi alveg nógu mikið - en það lagaðist eða vandist á leiðinni. Það eina sem ég sá eftir var, að hafa ekki sett á mig broddana... færið var þannig að sennilega hefðu þeir rifið aðeins í... og gert mig öruggari... maður er stífari ef maður býst við að geta runnið í hálkunni.
Hrafnistuhringurinn var farinn, kysstur og kjassaður - alltaf svo þægilegur og sjálfstýringin skilar mér heim. Fór hægt en alla leið
Íþróttir | 29.11.2011 | 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kom heim á föstudagsmorgni og er enn rykug af tímamun ... gleymdi meira að segja að blogga um okkur Völu. Veðrið var ekki spennandi í gær en við hlupum samt... fórum Hrafnistuhringinn eins og venjulega á mánudögum, nú í myrkri, slagviðri og rudda
... viðbrigði eftir að meðaltali 25-30°c í 3 vikur
Hrafnistuhringur 12,5 km
Íþróttir | 22.11.2011 | 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)