Færsluflokkur: Íþróttir
Vá, hvílíkur munur... það eru margar ástæður fyrir því að ég hef ekki hlaupið í viku... færðin hefur verið ástæða nr.1.. En í gær kom vorblíða og nær allur snjórinn farinn :)
Við Vala hittumst og hlupum okkar kæra Hrafnistuhring. Að vísu voru smá hálkublettir en hvað um það, þetta var útsýnis og fjáröflunarhlaup að gæðum. Vonandi snjóar ekki meira :)
Hrafnistan 12,5 km í syngjandi gleði :)
Íþróttir | 30.1.2012 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta hlaupið eftir heimkomu. Við Vala hittumst og hlupum okkar vanalega hring. Vindurinn var á móti okkur, frostið beit og skaflar og ruðningar héldu okkur vakandi. Það er langt síðan við höfum hlaupið saman. Við höfðum nóg að segja hvor annarri. Ég talaði út úr mér tennurnar... hehe
Á leiðinni til baka var vindurinn enn á móti - hvernig er þetta hægt.
Hrafnista 12,5 km
Íþróttir | 23.1.2012 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
P.F. Chang's Rock 'n' Roll Arizona Marathon & Half Marathon, Phoenix, Scottsdale & Tempe, AZ USA, 15.jan 2012
http://arizona.competitor.com/
Klukkan vakti okkur kl 4:30 (bara lúxus)... ég svaf bara vel þessa nótt. Morgunmatur í rúminu og fastir liðir eins og venjulega við undirbúninginn fyrir hlaupið. Í fyrramorgun var frekar kalt áður en sólin kom upp svo ég tók með mér hlýrra utan yfir mig þegar við lögðum af stað rétt fyrir kl 6.
Við gerðum ráð fyrir að fá ekki bílastæði nálægt og Lúlli þyrfti bara að sleppa mér út... en við vorum heppin - komum snemma og fengum stæði við götumæli rétt við startið.
Við gegnum á startið og fundum Maniac... og þegar við gengum á hitti-staðinn fyrir myndatökuna 6:45 - bættust stöðugt fleiri í hópinn. Ég kynntist nýjum og sá sem skráði mig í 50 States Club kom en hann er Maniac nr 141
Maraþonið var ræst 30 mín of seint... engin skýring gefin. Brautin var tiltölulega slétt, lá frá Phoenix gegnum Scottsdale og markið í Tempe. Veðrið var mátulega hlýtt eftir að lagt var af stað og skýjað allan tímann. Þegar nokkur skref voru í mark komu nokkrir dropar. Allt var sem sagt í besta lagi, ég vel sofin og en algerlega æfingalaus og það dró mig niður. Þrátt fyrir æfingaleysið fékk ég ekki krampa og tók ekki Ibufen.
Þetta maraþon er nr 141,
Garmurinn mældi leiðina 42,4 km og tímann 5:55:48
Íþróttir | 16.1.2012 | 02:30 (breytt kl. 08:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við keyrðum hingað í gær frá Santa Barbara, 10 tímar í allt, með stoppum og ruglingi í myrkri en við komumst alla leið heil. Við slöppuðum bara af eftir það.
Í morgun fórum við í morgunmat á Old Country Buffet... ekki slæmt að fá omilettu með alles.
Gögnin voru sótt fyrir maraþonið á morgun, keyrt á start og finish, síðan var keyptur morgunmatur í Walmart.
Eftir að við komum aftur á hótelið, tók ég saman hlaupadótið og svo er bara að hvíla sig. Hlaupið verður ræst kl.7:30 á morgun og Maniac-myndataka kl.6:45
Íþróttir | 15.1.2012 | 01:29 (breytt kl. 01:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Disney World Marathon & Half Marathon, 5K, Goofy Challenge, Orlando, FL USA
http://www.DisneyWorldMarathon.com
Við létum klukkuna vekja okkur kl 2:30
Ég hafði sofið ágætlega en Lúlla leið eitthvað illa svo hann ákvað að verða eftir og koma seinna í markið með Eddu, Emil og Ingu Bjarteyju.
Þá voru það fastir liðir eins og venjulega, teypa tærnar, borða og raka saman dótinu, því ég hafði svo langan tíma á staðnum þar til startið yrði.
Ég var lögð af stað kl 3:10 og mátti ekki vera seinni. Traffíkin var rosaleg enda 20 þús manns í maraþoninu. Mér var beint á ágætis bílastæði, nokkuð nálægt tjöldunum. Þá var að bera á sig sólarvörn, vaselín og klára að borða. Ég rölti inn á svæðið, það stóð á Facebook að Maniacs ætluðu að hittast fyrir hópmynd 4:15
ég missti af henni í gær, af því að ég sá þá enga Maniaca kl 4:15... En nú var einhver hópur mættur og myndinni reddað.
Fyrirkomulagið var eins í dag og í hálfa í gær, uþb 20 mín ganga á startið. Eftir ræsingu kl 5:40 liðu 30 mín þar til ég fór að hreyfast
Ég lenti í ,,bás með 5:30 hlaupurum og hljóp með þeim þar til á 14. mílu, þá varð ég að fara á klósettið og missti af þeim. Ég sá þau síðan mílu á undan mér þegar leiðin var fram og til baka á 21.mílu.
Íslenska móttökunefndin sá mig síðan óvænt stuttu seinna og ég gat losað mig við dót. Þá var farið að hitna. Eftir það gekk ég heilmikið, æfingaleysið var farið að segja til sín. Ólíkt undanförnum æfingaleysis-maraþonum þá fann ég aldrei fyrir krampa í fótum og tók ekki Ibufen. Þetta þakka ég Magnesíum sprautunum sem ég fékk hjá Hallgrími á Selfossi.
Íslenska móttökunefndin, Lúlli, Edda, Emil og Inga Bjartey, beið við markið og upplifði alvöru maraþon stemningu. Ég var að hlaupa Disney í þriðja sinn, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hleyp Goofy (hálft og heilt og þriðja verðlaunapeninginn sem er sjálfur Guffi)... síðast þegar ég hljóp hérna (2009) var það hundraðasta maraþonið mitt þetta er nr 140
Þetta maraþon er tileinkað fyrsta lang-ömmu-barninu mínu sem fæddist 1. jan sl. Ótrúleg krúsidúlla J
Maraþon nr 140, Garmurinn mældi tímann 5:53:27 og vegalengdina 42,72 km.
Íþróttir | 9.1.2012 | 01:09 (breytt 11.1.2012 kl. 15:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.jan. laugardagur
Ég vaknaði kl 2:45
vaknaði !!! ég hafði ekki hvílst mikið. Lúlli ætlaði ekki með mér í dag. Ég teypaði tærnar, fékk mér brauð og lagði af stað 3:15. Ég mátti ekki vera seinni, þetta er þvílíkt batterí 16 þús manns að hlaupa og allir að koma á sama tíma.
Ég var blessuð, munaði engu að ég lenti í árekstri í bílaröðinni, og að fá ágætt bílastæði. Ég kom mér innfyrir, en fann enga Maniaca þar sem myndatakan átti að vera kl 4:15.
Í dag var hálfa maraþonið hef ekki hlaupið hálft í 5-6 ár... það gekk betur en ég þorði að vona, bæði hef ég ekki getað æft nema 2svar í viku í snjónum síðustu 2 mánuði og svo var ég hálf veik síðustu vikuna áður en við fórum. Reyndi að hlaupa jafnt og æsa mig ekki með hinum.
21,5 km - 2:40:53 og bara sátt með það.
Íþróttir | 9.1.2012 | 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar
Svo var bara að dingla sér aðeins áður en við Lúlli fórum að sækja gögnin í Disney
Það var meiri steypan, svona er að lesa ekki leiðbeiningarnar áður en maður fer af stað... ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot
við keyrðum um, lentum á mark-svæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri start-svæðið
. það virtist enginn vita neitt
en svo var það í ESPN World Wide Sports
auðvitað.
Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús
3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið
ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna á 2:45 og fór að hvíla mig.
Þetta verður fyrsta hlaupið mitt sem lang-amma
Íþróttir | 9.1.2012 | 00:58 (breytt 11.1.2012 kl. 15:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MÉR TÓKST ÞAÐ - I DID IT - ÓTRÚLEGT EN SATT
Á þessu ári náði ég takmarki sem ég hefði einhverntíma talið fráleitt. Ég get ekki sagt með vissu, hvenær ég setti mér þetta takmark að hlaupa í öllum fylkjum Bandaríkjanna... Ég hef sennilega tekið ákvörðun snemma árið 2008. Eftir það sé ég á maraþon skránni minni (sem er í exel) að ég hranna inn fylkjunum, 2008 bæti ég 11 fylkjum í safnið. Í jan 2009 gekk ég í 50 State Marathon Club, þá komin með 31 fylki. 2009 bættust 13 fylki við og 2010 náði ég 5 í viðbót. Um síðustu áramót var því EITT fylki eftir og Washington DC (sem er ekki fylki).

Í mars var farin stelpuferð til DC. Ég hljóp maraþon en dæturnar þrjár versluðu. Síðasta fylkið féll síðan í Delaware 15.maí, þar sem litla systir og fjölskylda beið í markinu með íslenska fánann, dásamlegt
Þar sem geðveikin er á háu stigi hjá mér - gekk ég í MARATHON MANIAC´S... og mætti um haustið á Reunion í Appleton... eini félags-skapurinn -where you feel normal-
13 maraþon voru hlaupin á árinu, 4 hér heima en 9 maraþon í 5 ferðum til USA. Það sem er athyglisvert er að í þrem af þessum USA-ferðum hljóp ég bara eitt maraþon. Um haustið fór ég 3 ferðir til USA og hljóp þá 8 maraþon á 8 vikum (18 sept.-13.nóv), því Haustmarþonið kom inn á milli ferða.
Tveir aðrir áfangar voru settir, ég hljóp heilt maraþon 15. árið í röð í Reykjavíkur-maraþoni og svo hljóp ég maraþon í 15. sinn í Californíu... en CA er uppáhaldið mitt og fylkið sem ég hef hlaupið oftast í.
Hlaupnir kílómetrar á árinu 2011 reiknast 1698,5 km (), en ég hjólaði 921,7 km og gekk 175,6 km í Ratleik Hafnarfjarðar og á einhver fjöll.
Fyrir þá sem vilja kíkja á maraþonin þá fylgir maraþonskráin mín með hér sem meðfylgjandi skrá... síðan er ég með sérstakan færsluflokk MARAÞON til hliðar þar sem ég safna saman maraþonfærslunum og albúm með fylkjunum. Þar sést hvaða maraþon ég hef hlaupið í hverju fylki fyrir sig.
Gleðilegt nýtt hlaupa-ár
Íþróttir | 31.12.2011 | 13:50 (breytt 29.12.2012 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég snattaðist um bæinn um og eftir hádegið og skellti mér svo í hlaupagallann. Veðrið var bara ágætt miðað við allt... en færðin var hreinasta skelfing. Vindurinn var ekki til svo mikilla leiðinda, smá fjúk og enginn kuldi þannig lagað.
Auðvitað fór ég Hrafnistuhringinn... hvað annað. Sumsstaðar voru gangstéttir skafnar og snjórinn þéttur en annars staðar var hnédjúp ófærð eða laus snjór með klaka undir. Það var hægt að halda hraða á smá köflum en ég var oft komin niður í gönguhraða í ófærðar sköflunum.
Hrafnistan, sennilega í síðasta sinn á árinu 12,5 km :)
Íþróttir | 30.12.2011 | 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var komin út fyrir kl 10 í morgun... á meðan veðrið var enn gott. Færðin var skelfing - beinlínis hættuleg. Létt snjólag var yfir svellinu á götum og gangstéttum. Lítið hafði verið skafið. Ég barðist áfram í ófærðinni þakklát fyrir lognið... en það hvessti á móti mér og snjór eða slydda var í fangið frá Hrafnistu og heim... en konan var ánægð með sig að hafa draujast út úr dyrunum :)
Hrafnistan á kafi í snjó og skautafæri 12,5 km
Íþróttir | 27.12.2011 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)