Færsluflokkur: Lífstíll
Klukkan var stillt á 3:30 en ég var vöknuð löngu áður.. hafði sofið ágætlega.. Eftir venjulegan undirbúning tékkaði ég mig út.. það voru um 7 mílur á startið..
Hlaupið var ræst kl 6:30 og 16 marflatir hringir fyrir fullt maraþon.. Fyrsti klukkutíminn er alltaf í myrkri.. en síðan fór sólin að skína. Hitinn fór sennilega í 85°F, því hann var í 80 þegar ég var búin..
Þetta hlaup var erfitt, enginn skuggi á leiðinni, stígurinn var með vatnshalla sem veldur spennu og verkjum í lífbeininu hjá mér, því ég er með grindarlos, aðrir finna ekkert fyrir smá halla.. Ég þreyttist í bakinu eins og venjulega.. en verst var að fyrir síðasta hringinn uppgötvaði ég blöðru undir táberginu.. EN þetta hafðist, ég kláraði.
Meira seinna.
Maraþonið mældist 44,19 km
N-Carolína er 39. fylkið í 3ja hring um USA
Lífstíll | 28.3.2023 | 02:34 (breytt 10.4.2023 kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók 2 daga í að keyra frá DC til Seneca S-Carolinu.. Eins og venjulega mætti ég illa sofin á staðinn.. og að auki 2 klst of snemma. Ég hélt að startið væri kl 5:30 en það var 6:30.. þeir sem skrá sig á staðnum eiga að mæta klst fyrir hlaup.. ég skráði mig og fór aftur á hótelið..
Þetta var brekkuhlaup.. leiðinni hafði verið breytt vegna flóða.. við fórum 14 x sömu leið fram og til baka.. 42 brekkur upp og 42 brekkur niður.. sem var farið að taka í í lokin. Veðrið var hlýtt, rigndi um klst rétt fyrir hádegið en síðan þurrkaði sólin allt
Meira seinna.
Hlaupið mældist 44,67 km
South Carolina er 38. fylkið í 3ja hring um USA.
Lífstíll | 26.3.2023 | 23:31 (breytt 10.4.2023 kl. 18:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síminn vakti mig kl 1:30 í nótt, ég fór rúmlega 3 út, átti að mæta í skólabílinn á startið kl 4:15.. ég fékk gott stæði nálægt markinu.. og eyddi tímanum á milli í húsnæði elítunnar Ég var komin á startið 4:45.. og ekkert annað að gera en að bíða í myrkrinu, í hávaðaroki og kulda til kl 7..
Um leið og það var ræst, birti til... og fór að hitna og endaði í 33°c
Ég notaði símann til að mæla vegalengdina.. 42,89 km
Tíminn samkvæmt úrslitum hlaupsins er 6:52:27
Utah er 37.fylkið í 3ja hring um USA
Lífstíll | 4.10.2022 | 00:35 (breytt kl. 00:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi mánuður byrjaði í Budapest og gengið um á hverjum degi... ekki verra að halda sér þannig við. Við Harpa vorum í tannlæknaferð. Suma daga áttum við tíma snemma og fórum tvisvar út en aðra daga fórum við seint og styttra. 21.júlí átti ég flug út með Delta í San Francisco Maraþonið en svo óheppilega vildi til að vélin bilaði, lenti í rauðu hættustigi í Kef og flugi var frestað um einn dag... sem þýddi að ferðin var ónýt fyrir mér... Við Vala áttum aðgang í 5k síðan 2020 í covid svo við hlupum 5k saman 23.júlí og ég hljóp 20x í kringum Hvaleyrarvatn á sunnudeginum til að fara maraþonið... já góðan daginn.. og ég hjólaði fram og til baka...
1.júl... ganga 6,2 km í Budapest
2.júl... ganga 16,66 km
3.júl... ganga 9 km
4.júl... ganga 6,1 km
5.júl... ganga ca 2 km
6.júl... ganga 7,4 km
7.júl... ganga 7,1 km
8.júl... ganga 11,9 km
9.júl... ganga 4,5 km í Budapest og heimferð
10.júl... Selvogsgata Kaldársel að Bláfjallavegi, 1 spjald, 10,5 km
11.júl... skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 4,2 km
12.júl... Alfaraleið, spjöld 17, 18 og 19 ganga 8,8 km
14.júl... hjólað og skokkað 3x kringum Hvaleyrarvatn 17,4 km
15.júl... 3 km ganga í spjald 9
16.júl... skokk ca 7 km, ganga ca 8 km í spjöld 25 og 27, síminn dó.
17.júl... 2,7 km ganga í spjald 16
19.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól
22.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól
23.júl... 5km (SanFr. virt.) +1,3 km til að klára 3x Hval.hr +12,5 hjól
24.júl... 42,2 km (20x Hval) + 11,3 km hjól, Virtual San Francisco
26.júl... 2,1 km 1x kringum Hvaleyrarvatn + hjól 12,9 km
28.júl... 4,2 km (2x kringum Hval) +12,6 km hjól
Lífstíll | 7.8.2022 | 11:32 (breytt kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta...
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA
Lífstíll | 10.6.2022 | 12:37 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þetta maraþon er nr 260
Vegalengdin mældist 44.km
Lífstíll | 10.6.2022 | 12:27 (breytt kl. 12:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, eins og verður hægt að lesa bráðum á ferðablogginu, þá hefur ferðin frá upphafi verið eiginlega ,,á síðustu stundu".
Ég stillti klukkuna á 2am og var lögð af stað kl 3:15, Bærinn sem ég gisti í er 40 mílur í burtu, sveitavegir hafa lægri hámarkshraða og svo keyri ég alltaf hægar í myrkri... það borgar sig líka að hafa tímann fyrir sér þegar maður leitar að starti í koldimmum garði... Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki fölkið... þegar ég var búin að missa af early-startinu kl 5, alveg ráðalaus, datt mér í hug að keyra í næsta bæ og finna hótel sem væri með net án lykilorðs... og gat sent skilaboð að ég fyndi þau ekki í Stokes State Forest... svar: Við erum í High Point... 13 mílur í burtu.
Mín keyrði eins og sannur Loony-and Maniac og mætti 40 sek fyrir start kl 6... þetta var svo sannarlega ,,hilly" 9 brekkur x 12 ferðir...
Þetta maraþon er nr 259
Vegalengdin mældist 43,49 km
Lífstíll | 4.6.2022 | 23:38 (breytt 10.6.2022 kl. 12:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég svaf illa, kannski aðeins áhyggjur eftir áreksturinn í gær... en það var keyrt aftan á mig á leiðinni hingað. Klukkan var stillt á 3:30 og ég tékkaði mig út af hótelinu og lagði af stað á startið um 5 am.
Hlaupið var ræst kl 6am, 16 ferðir meðfram Missouri River. Þetta var ekki minn dagur, illa sofin, mikill raki og hiti upp í 93°F. Mig langaði að hætta í hverri ferð, en ég þráaðist við og kláraði á hræðilegum tíma... ég er greinilega ekki í neinni æfingu fyrir maraþon 2 daga í röð... í mars hafði ég ekki farið eitt einasta maraþon í 2 og hálft ár vegna covid og eftir ökklabrotið...
Þetta er maraþon nr 258
Vegalengdin mældist 44.72 km
Lífstíll | 15.5.2022 | 00:46 (breytt 28.5.2022 kl. 17:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég flaug til Kansas City og þurfti því bara að keyra 200 mílur suður til Miami OK.. 320 km. Ég gisti nokkuð nálægt startinu sem var kl 6 am. Þarna voru margir gamlir vinir. Spáin var frekar slæm, búist við 35°c hita og nær enginn skuggi á leiðinni. En við vorum heppin... fyrir viku var brautin á kafi í vatni, því áin flæðir yfir bakkana... það var heitt en skyjað... drulla á stígunum en ekkert mál fyr en við fengum rigningarskúr. Við fórum 14 ferðir á nær sléttu.
Þetta maraþon er nr 257
Vegalengdin mældist 45.37 km
Lífstíll | 14.5.2022 | 02:05 (breytt 27.5.2022 kl. 20:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ballið er byrjað, ef ég ætla að ná markmiðum mínum, þá má ég ekki vera að því (vegna aldurs) að bíða eftir að komast í form, heldur verð ég að reyna að saxa á þessi fylki sem eru eftir í 3ja hring. Ég hef því valið mér nokkur tímalaus maraþon... Ég búin að fara 2 ferðir ein til USA... í eitt í mars og tvö núna í apríl...
1.apr... 1000m skriðsund
4.apr... 11.2 km hjól
8.apr... 2,1 km hjól og 1000m skrið
9.apr... 5,2 km hjól
11.apr... 17,5 km hjól,
13.apr... 14,5 km hjól og skokkaði hálfan hring kringum Hvaleyrarvatn
15.apr... 3 km Píslarganga, frá Bessastaðakirkju í Garðakirkju
18.apr... 12,2 km hjól... annar í páskum
20.apr....... Flug út
22.apr... 46,08 km Riverboat Series MARATHON, COLUMBUS Kentucky
24.apr... 44.25 km Riverboat Series MARATHON, VIENNA Illinois
27.apr........ Flug heim
28.apr... 17,4 km Hjól m/Völu
29.apr... 1000m skrið
Lífstíll | 3.5.2022 | 21:53 (breytt kl. 22:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)