Færsluflokkur: Lífstíll

Hreyfing í júlí 2022

Þessi mánuður byrjaði í Budapest og gengið um á hverjum degi... ekki verra að halda sér þannig við. Við Harpa vorum í tannlæknaferð. Suma daga áttum við tíma snemma og fórum tvisvar út en aðra daga fórum við seint og styttra. 21.júlí átti ég flug út með Delta í San Francisco Maraþonið en svo óheppilega vildi til að vélin bilaði, lenti í rauðu hættustigi í Kef og flugi var frestað um einn dag... sem þýddi að ferðin var ónýt fyrir mér... Við Vala áttum aðgang í 5k síðan 2020 í covid svo við hlupum 5k saman 23.júlí og ég hljóp 20x í kringum Hvaleyrarvatn á sunnudeginum til að fara maraþonið... já góðan daginn.. og ég hjólaði fram og til baka...  

 1.júl... ganga 6,2 km í Budapest
 2.júl... ganga 16,66 km
 3.júl... ganga 9 km
 4.júl... ganga 6,1 km
 5.júl... ganga ca 2 km
 6.júl... ganga 7,4 km
 7.júl... ganga 7,1 km
 8.júl... ganga 11,9 km
 9.júl... ganga 4,5 km í Budapest og heimferð
10.júl... Selvogsgata Kaldársel að Bláfjallavegi, 1 spjald, 10,5 km
11.júl... skokkað 2x kringum Hvaleyrarvatn, 4,2 km
12.júl... Alfaraleið, spjöld 17, 18 og 19 ganga 8,8 km
14.júl... hjólað og skokkað 3x kringum Hvaleyrarvatn 17,4 km
15.júl... 3 km ganga í spjald 9
16.júl... skokk ca 7 km, ganga ca 8 km í spjöld 25 og 27, síminn dó.
17.júl... 2,7 km ganga í spjald 16
19.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól 
22.júl... 4,2 km skokk (2x Hval)+13km hjól
23.júl... 5km (SanFr. virt.) +1,3 km til að klára 3x Hval.hr +12,5 hjól
24.júl... 42,2 km (20x Hval) + 11,3 km hjól, Virtual San Francisco
26.júl... 2,1 km 1x kringum Hvaleyrarvatn + hjól 12,9 km
28.júl... 4,2 km (2x kringum Hval) +12,6 km hjól


New England Series, Holyoke MA 8.júní 2022

Maraþon í Holyoke MA...

20220608_144052, Holyoke MAÞó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta...
Maraþonið var ræst kl 5, grenjandi rigning, brautin var malarstígur úr í eyju og eftir henni... og innihélt 7 brekkur x12 ferðir...
Ég kom sjálfri mér á óvart... var með ferskari fætur en ég hélt... kannski af því að ég vissi að þetta væri síðasta maraþonið í þessari ferð.
 
Þetta er maraþon nr 261
Vegalengdin mældist 44,69 km
MA er 36 fylkið í 3ja hring um USA

New England Serie, Simsbury CT, 6.júní 2022,

Maraþon í morgun í Simsbury CT og ekki halda að allt hafi verið eins og ætlað var... frekar en annað óvænt í þessari ferð...

20220606_150341, Simsbury CTÉg held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þegar ég athuga blaðið, þá ruglaðist ég á dögum... setti inn hnit fyrir næsta miðvikudag... ég grét í 3 sek... mátti ekki vera að að gráta lengur...
Rétt hnit voru 50 mín í burtu, en mín var 25 mín á leiðinni... ég fékk að fara strax af stað uppá starttíma kl 5...
Brautin var nokkuð slétt, kalt og rakt í upphafi en varð heitt, nokkrir skuggar á leiðinni... er þetta ekki orðið gott
Þetta hlaup er til heiðurs Indíu Carmen 8 ára í dag... en þegar hún fæddist var ég hálfnuð í maraþoni í Illinois í Heartland Seríunni...amma er aldrei heima. 

Þetta maraþon er nr 260
Vegalengdin mældist 44.km 
 
 

Indipendence Series Sussex NJ, 4.júní 2022

Já, eins og verður hægt að lesa bráðum á ferðablogginu, þá hefur ferðin frá upphafi verið eiginlega ,,á síðustu stundu". 

20220604_155325, Sussex NJÉg stillti klukkuna á 2am og var lögð af stað kl 3:15, Bærinn sem ég gisti í er 40 mílur í burtu, sveitavegir hafa lægri hámarkshraða og svo keyri ég alltaf hægar í myrkri... það borgar sig líka að hafa tímann fyrir sér þegar maður leitar að starti í koldimmum garði... Hvernig sem ég leitaði fann ég ekki fölkið... þegar ég var búin að missa af early-startinu kl 5, alveg ráðalaus, datt mér í hug að keyra í næsta bæ og finna hótel sem væri með net án lykilorðs... og gat sent skilaboð að ég fyndi þau ekki í Stokes State Forest... svar: Við erum í High Point... 13 mílur í burtu. 

Mín keyrði eins og sannur Loony-and Maniac og mætti 40 sek fyrir start kl 6... þetta var svo sannarlega ,,hilly" 9 brekkur x 12 ferðir...

Þetta maraþon er nr 259
Vegalengdin mældist 43,49 km


Prairie Series St Josephs, 14.maí 2022

20220514_170239, St Joseph MOÉg svaf illa, kannski aðeins áhyggjur eftir áreksturinn í gær... en það var keyrt aftan á mig á leiðinni hingað. Klukkan var stillt á 3:30 og ég tékkaði mig út af hótelinu og lagði af stað á startið um 5 am.

Hlaupið var ræst kl 6am, 16 ferðir meðfram Missouri River. Þetta var ekki minn dagur, illa sofin, mikill raki og hiti upp í 93°F. Mig langaði að hætta í hverri ferð, en ég þráaðist við og kláraði á hræðilegum tíma... ég er greinilega ekki í neinni æfingu fyrir maraþon 2 daga í röð... í mars hafði ég ekki farið eitt einasta maraþon í 2 og hálft ár vegna covid og eftir ökklabrotið...

Þetta er maraþon nr 258
Vegalengdin mældist 44.72 km


Prairie Series Miami Oklahoma 13.maí 2022

20220513_144918 Miami OKÉg flaug til Kansas City og þurfti því bara að keyra 200 mílur suður til Miami OK.. 320 km. Ég gisti nokkuð nálægt startinu sem var kl 6 am. Þarna voru margir gamlir vinir. Spáin var frekar slæm, búist við 35°c hita og nær enginn skuggi á leiðinni. En við vorum heppin... fyrir viku var brautin á kafi í vatni, því áin flæðir yfir bakkana... það var heitt en skyjað... drulla á stígunum en ekkert mál fyr en við fengum rigningarskúr. Við fórum 14 ferðir á nær sléttu.

Þetta maraþon er nr 257
Vegalengdin mældist 45.37 km


Hreyfing í apríl 2022

Ballið er byrjað, ef ég ætla að ná markmiðum mínum, þá má ég ekki vera að því (vegna aldurs) að bíða eftir að komast í form, heldur verð ég að reyna að saxa á þessi fylki sem eru eftir í 3ja hring. Ég hef því valið mér nokkur tímalaus maraþon... Ég búin að fara 2 ferðir ein til USA... í eitt í mars og tvö núna í apríl...

 1.apr... 1000m skriðsund
 4.apr... 11.2 km hjól
 8.apr... 2,1 km hjól og 1000m skrið
 9.apr... 5,2 km hjól
11.apr... 17,5 km hjól,
13.apr... 14,5 km hjól og skokkaði hálfan hring kringum Hvaleyrarvatn
15.apr... 3 km Píslarganga, frá Bessastaðakirkju í Garðakirkju
18.apr... 12,2 km hjól... annar í páskum
20.apr....... Flug út
22.apr... 46,08 km Riverboat Series MARATHON, COLUMBUS Kentucky 
24.apr... 44.25 km Riverboat Series MARATHON, VIENNA Illinois
27.apr........ Flug heim
28.apr... 17,4 km Hjól m/Völu
29.apr... 1000m skrið

 


Riverboat Series, Vienna IL, 24.apr 2022

20220424_151538, Vienna ILÍ þetta skiptið gisti ég í mílu fjarlægð frá starti. Ég hafði stillt vekjarann á 3:30 en var vöknuð áður. Eitthað hef ég verið utanveltu því ég gleymdi að teypa tærnar á öðrum fæti... Fór á startið rétt fyrir kl 5,

Startið var í sögufrægum garði... The Trail of Tears" kl 5:30 og í myrkri. Þetta var síðasti dagurinn í seríunni. Brautin var marflöt eftir hjólreiðastíg, 10 hringir. Það var heitt á köflum, stöku sinnum þægileg vindkæling og nokkrir regndropar. 

Þetta maraþon er nr 256

Vegalengdin mældist 44,2 km og tíminn yfir 9 tímar

Illinois er 31.fylkið í þriðja hring.


Riverboat Series, Columbus KY, 22.apr 2022

20220422_161600 Columbus KentuckyÉg keyrði í gær frá Chicago, 385 mílur eða 623 km og það sat aðeins í mér... Ég gisti í Cairo IL, 28 mílur í burtu frá Columbus. Var með vekjarann stilltan á 3:30 en var vöknuð fyrr, enda á röngum tíma. Hlaupið var ræst 5:30 í myrkri og leiðin meðfram Mississippi River. Leiðin var mjög krefjandi, 5 brekkur í hring og 14 hringir og þetta varð mjög heitur dagur... en ég komst í gegnum þetta. 

Ég hitti marga vini sem sögðu allir að þetta væri erfiðasta brautin í seríunni,.. Ég fékk ,,The cabuch" síðasta lestarvagninn, nú eru nýjar reglur, sama persónan getur aðeins fengið síðasta vagninn einu sinni í hverri seríu...

Þetta maraþon er nr 255

Vegalengdin mældist yfir 46 km og tíminn yfir 9 klst

Þetta er 30.fylkið í 3ja hring


Appalachian Series, Eufaula Alabama 25.mars 2022

Já, góðan daginn, fyrsta maraþonið í tvö ár og 4 mán og fyrsta langa vegalengdin eftir ökklabrotið. Ég flaug til Orlando og keyrði tæpar 400 mílur eða rúml 600 km til Eufaula. Ég áttaði mig ekki á að hlaupið var við fylkismörkin og síminn stillti sig við rangt mastur og ég vaknaði (2:45 í stað 3:45) og mætti á staðinn klst of snemma.

20220325_Eufaula AlabamaHlaupið var ræst kl 5:30 á staðartíma og heilt maraþon var 12x fram og til baka. Fyrstu tvær ferðirnar voru í myrkri og ég hafði gleymt höfuðljósi... Ég var með göngustafi með mér sem ég notaði flestar ferðirnar...

Margir af mínum gömlu vinum voru mættir... og fagnaðarfundir. Það hitnaði fljótlega, en á stöku stað fékk maður ferskan vind á móti. Síðustu tvær ferðirnar fann ég þreytuverk þar sem skúfurnar voru í ökklanum.

Ég komst í gegnum þetta, eiginlega undrandi að ökklinn var í lagi en restin af skrokknum var þreyttur... Ég gekk það allt, þorði ekki að hlaupa fyrstu 5 km í myrkrinu án höfuðljóss... eins og ég hafði ætlað.

Maraþon nr 254
29. Fylkið í hring 3 um USA
Vegalengdin mældist 43,27 km og skráður tími er 8:39:39

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband