Færsluflokkur: Lífstíll

Twin Lakes Marathon Juneau Alaska, 27.júlí 2023

Þessi ferð var algjör hraðferð, flug 2 daga í röð, maraþon 2 daga í röð og flug heim 2 daga í röð, alls 5 nætur í burtu.. og 8 tíma tímamunur í hlaupunum.. þetta var strembið, þar sem bílaleigubílar voru fáir og uppseldir.. svo ég varð að redda mér öðruvísi.

20230727 Juneau AlaskaÉg var dauðþreytt þegar ég kom til Juneau og fór snemma að sofa og vegna hins mikla tímamunar, vaknaði ég um 2:30. Ég hafði samið við leigubílstjóra að sækja mig kl 5:45.. það voru 6 mílur/10 km á startið.. Ég hitti marga sem ég þekki og þrjá sem gista á Áttunni eins og ég, svo ég fékk far til baka og fæ far í fyrramálið.. Jim og Bettie eru á 2.hæð en Henry er í næsta herbergi við mig.. síðan frétti ég að Bill væri líka hérna..

Startið var kl 7 am. Leiðin var nokkuð slétt, malbikaður stígur, 14 ferðir fram og til baka.. Það var þó nokkur bunga á miðjum stígnum sem orsakaði halla hvoru megin en mér tókst að halda mig svolítið á miðjunni.. halli er mjög slæmur fyrir grindarlosið hjá mér.. veðrið gott.. ég sá 2 birni í húsagarði hinu megin við götuna.. ég hélt að enginn annar í hlaupinu hefði verið svo ,,heppinn".. en amk ein kona sá þá.. veit ekki hvort þeir sáu mig.. en annar þeirra, sennilega Yogi endaði á verðlaunapeningnum..

Maraþon nr 271 í dag,
strava mældi leiðina 43,4 km
Alaska.. tékk
4 fylki eftir í 3ja hring um USA

Maraþon í Sanford Maine, 10.júní 2023

Ég var með hótel í nokkurra mín fjarlægð frá startinu, en var sagt upp rétt fyrir brottför að heiman.. og hótelið sem ég fékk var í Wells í 30 mín fjarlægt.. Klukkan var því enn einu sinni stillt á 3am.. því startið í öllum hlaupunum hefur verið kl 5am.. en þá er farið að birta..

20230610 MaineVið byrjuðum í rigningarúða eins og í gær, síðan var þurrt í nokkra tíma, en þegar leið á kom góður skúr.. Allt var þó orðið þurrt í lokið.. þetta maraþon var virkilega erfitt, fæturnir á mér voru orðnir stokkbólgnir, ég var í compression sokkum en þeir náðu ekki að halda við bólguna, kominn sviði í yljarnar, ökklarnir stífir og skórnir orðir mjög þröngir..

Leiðin var 14 ferðir með 5 stærri brekkum í hverri ferð.. Þetta var síðasti dagurinn í New England seríunni.. og ég varð að komast í gegnum það til að krossa við Maine..  Það þarf varla að taka fram að ég var DEAD-LAST í hlaupinu og fékk aftasta vagninn að launum..
þegar ég kom heim kom í ljós að ég var með sinaskeiðabólgu framan á fætinum það marraði í vöðvanum.. Það mun taka tíma að lagast..

Þetta maraþon er nr 270
Strava mældi vegalengdina 43.16 km
5 fylki eftir í 3ja hring um USA. 


Maraþon í Claremont, New Hampshire 9.júní 2023

Við vorum á sama hóteli og fyrir hlaupið í gær þegar ég keyrði til Vermont, nú voru nokkrar mínútur á startið.. sem er í Monadnock Park í Claremont NH. 

20230609 New HampshireEins og áður var klukkan stillt á 3am.. og eftir að hafa teypað tærnar og annan venjulega undirbúning fórum við á startið.. Lúlli kom með því eftir hlaupið var löng keyrsla til Maine..
Þetta var trail maraþon í Monadnock Park í New Hampshire í dag, og leiðin innihélt eina bratta og erfiða brekku (x16).. Við fengum fáeina regndropa í upphafi en fengum dembu í lokin..

Eftir hlaupið tók við löng keyrsla til Wells í Maine.. þar sem við gistum fyrir síðasta maraþonið..

Þetta maraþon er nr ??
Strava mældi leiðina 43.96 km
6 fylki eftir í 3ja hring um USA

 

Maraþon, Toonerville Trail í Vermont 8.júní 2023

Nú erum við búin að eiga viku frí.. höfum aðeins skoðað okkur um og farið á nýja staði.. Seinni maraþon hrinan byrjar í dag.. Klukkan var eins og venjulega stillt á 3 am.. Við gistum í Claremont NH og ég var 20 mín að keyra á startið í dag í Springfield í Vermont.. 

20230608 VermontHlaupið var ræst kl 5am en þá var að byrja að birta.. Hitastigið var þægilegt, svalara en í síðasta maraþoni í síðustu viku.. það var úðarigning fyrstu tímana, en það stytti upp og eftir það komu stöku dropar..
Leiðin var nokkuð flöt, meðfram fallegri á.. við sluppum alveg við reykinn af skógareldunum í Kanada.. 

Þetta maraþon er nr ?
Strava mældi vegalengdina 43,2 km
7 fylki eftir í 3ja hring um USA


Mainly Marathon í Fair Hills. Elkton Maryland 1. júní 2023

Ég gat verið á sama hóteli fyrir þetta maraþon og maraþonið í gær í Delaware. Ég var eftir mig.. ekki spurning.. Ég vaknaði aftur kl 3 am.. lagði af stað kl 4 am enda 20 mín keyrsla á startið.. 

20230601 MarylandHlaupið var ræst kl 5 en þá var þegar farið að birta aðeins. Undirlagið var slæmt, möl.. það var nær enginn skuggi á leiðinni.. og margar brekkur.. sem varð til þess að bakið á mér neitar að fara í þriðja maraþonið á morgun.. Hitinn í dag fór upp í 90°F

Eftir hlaupið sótti ég Lúlla á hótelið og keyrði til Pennsylvaniu.

Maryland - tékk

8 fylki eftir í 3ja hring um USA


Mainly Maraþon í Delaware 31.maí 2023

Við flugum út til Baltimore 29.maí.. og keyrðum til Delaware.. þegar ég ætlaði daginn áður að finna startið í Lums Pond State Park kom ég að lokuðu hliði.. 

20230531 Delaware Ég stillti klukkuna á 3am.. og fór snemma að sofa. Græjaði mig og fót út kl 4am, 20 mín keyrsla á start.. keyrði að aðal innganginum í garðinn, nú var allt opið. Startið var kl 5am í myrkri en birti fljótlega.

Leiðin var ágæt, einn þriðji var á möl og grasi, einn þriðji var skógarstígur og restin var á malbiki.. Heilt maraþon var 16 ferðir fram og til baka. Hitinn var ekki til vandræða og nægur skuggi á leiðinni..

Delaware -tékk

Strava mældi maraþonið - 46,56 km

9 fylki eftir í 3ja hring um USA


Mainly Marathon, Bluefield W-Virginia 29.mars 2023

Eins og áður var klukkan stillt á 3:30.. og hlaupið nokkrar mílur í burtu. Þegar ég vaknaði vissi ég ekki hvort ég ætti að fara, blaðran undir táberginu sprungin og helaumt að stíga niður.. en mín tók verkjatöflur og tróð sér í skóna.

20230329_163736 W-VirginiaÉg hef hlaupið þetta hlaup áður en var búin að gleyma brekkunum.. 14 talsins á leiðinni fram og til baka og amk 3 þeirra háar og brattar.. já góðan daginn.. 168 brekkur.. margir voru farnir að beita ýmsum aðferðum til að fara niður þær.. Hitinn var um frostmark þegar við byrjuðum.. vægast sagt erfiður dagur en hafðist.

Meira seinna.

Maraþonið mældist 43,74 km

West-Virginia er 40. fylkið í 3ja hring um USA


Mainly Marathon Mills River N-Carolina 27.mars 2023

Klukkan var stillt á 3:30 en ég var vöknuð löngu áður.. hafði sofið ágætlega.. Eftir venjulegan undirbúning tékkaði ég mig út.. það voru um 7 mílur á startið..

20230327_163442 N-CarolinaHlaupið var ræst kl 6:30 og 16 marflatir hringir fyrir fullt maraþon.. Fyrsti klukkutíminn er alltaf í myrkri.. en síðan fór sólin að skína. Hitinn fór sennilega í 85°F, því hann var í 80 þegar ég var búin.. 

Þetta hlaup var erfitt, enginn skuggi á leiðinni, stígurinn var með vatnshalla sem veldur spennu og verkjum í lífbeininu hjá mér, því ég er með grindarlos, aðrir finna ekkert fyrir smá halla.. Ég þreyttist í bakinu eins og venjulega.. en verst var að fyrir síðasta hringinn uppgötvaði ég blöðru undir táberginu.. EN þetta hafðist, ég kláraði.

Meira seinna.

Maraþonið mældist 44,19 km

N-Carolína er 39. fylkið í 3ja hring um USA


Mainly Marathon Seneca S-Carolina 26.mars 2023

Ég tók 2 daga í að keyra frá DC til Seneca S-Carolinu.. Eins og venjulega mætti ég illa sofin á staðinn.. og að auki 2 klst of snemma. Ég hélt að startið væri kl 5:30 en það var 6:30.. þeir sem skrá sig á staðnum eiga að mæta klst fyrir hlaup.. ég skráði mig og fór aftur á hótelið..

20230326_160216 s-carolinaÞetta var brekkuhlaup.. leiðinni hafði verið breytt vegna flóða.. við fórum 14 x sömu leið fram og til baka.. 42 brekkur upp og 42 brekkur niður.. sem var farið að taka í í lokin. Veðrið var hlýtt, rigndi um klst rétt fyrir hádegið en síðan þurrkaði sólin allt

Meira seinna. 

Hlaupið mældist 44,67 km 

South Carolina er 38. fylkið í 3ja hring um USA.



St Georg Marathon, Utah 1.okt 2022

Við komum til St Georg Utah, í gær og fyrsta verk var að sækja númerið.. og síðan að finna bílastæði við markið, en þaðan er farið með skólabílum eitthvað út í buskann upp í fjöll.. ég tók til hlaupadótið og reyndi að fara snemma að sofa.

Síminn vakti mig kl 1:30 í nótt, ég fór rúmlega 3 út, átti að mæta í skólabílinn á startið kl 4:15.. ég fékk gott stæði nálægt markinu.. og eyddi tímanum á milli í húsnæði elítunnar 🥳 Ég var komin á startið 4:45.. og ekkert annað að gera en að bíða í myrkrinu, í hávaðaroki og kulda til kl 7..
 
20221001_140339 st Georg UtahÉg heyrði í hátalarakerfinu að þetta er 16. stærsta maraþon í USA, með 5 þús keppendur alls í heilu og hálfu.. Ég heyrði að keppendur væru frá 49 fylkjum og 11 löndum.. og íslenski fáninn var meðal hinna.. Charlotte Chorriger var þarna og þulurinn sagði að hún hlypi í búningi sem væri bók.. ég hef hitt Charlotte í mörgum maraþonum og er vinur hennar á FB.. en ég sá hana ekki í myrkrinu..

Um leið og það var ræst, birti til... og fór að hitna og endaði í 33°c
Hlaupið byrjaði í 5240 feta hæð, eða í rúml 1400m, það var ,,sagan endalausa" eftir þjóðveginum, ekkert nema brekkur, bæði upp og niður, lengsta brekkan upp er kölluð 2 mile hill... Hlaupið endaði í um 900m hæð (Esjan er 740m).. ég var gjörsamlega búin í fótunum á eftir..
Það ekki hægt að segja annað en að ég kunni að velja þessi hlaup í Utah.. Salt Lake City Marathon og Utah Valley Marathon voru líka svona hrikaleg brekkuhlaup... Í hlaupinu hitti ég alveg óvænt Donnu, sem hljóp Reykjavík fyrir nokkrum árum og kom þá í mat til okkar...
 
Maraþon nr 262
Ég notaði símann til að mæla vegalengdina.. 42,89 km
Tíminn samkvæmt úrslitum hlaupsins er 6:52:27
Utah er 37.fylkið í 3ja hring um USA

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband