Færsluflokkur: Lífstíll
Bíðari Nr 1 kvartaði yfir því að verðlaunapeningurinn sæist varla á myndinni... svo ég set hérna inn aðra mynd og vona að hann sjáist betur á henni.
Í dag keyri ég frá Oklahoma City til Dodge City í Kansas, gisti þar í nótt og held síðan áfram til Pueblo West í Colorado á morgun.
Lífstíll | 27.4.2009 | 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oklahoma City Memorial Marathon & Half-Marathon, 5P Marathon Relay, 5K Memorial Walk, Oklahoma City, OK USA 26. april, 2009
http://www.okcmarathon.com
Klukkan vakti mig kl 3:30, samt er mjög stutt á startið. Svona vil ég hafa það - ekkert stress. það fyrsta sem ég gerði var að kveikja á tölvunni og hella á kaffi. Bíðarinn beið við tölvuna - hún er komin inn... og við kjöftuðum í gegnum MSN á meðan ég teipaði á mér tærnar.
(Nú er MSN-ið horfið úr tölvunni... og ég get ekki talað við Bíðarann, ég hef eytt 3 klst í að leita að msn-inu og reyna að setja inn myndir og nú er ég búin að gefast upp, set myndirnar inn seinna)
Ég fór út rétt eftir kl. 5, enda geta bílastæðamálin veríð kílómetraraðir. Ég var heppin, þrátt fyrir að komast ekki í bílastæðahúsið sem ég ætlaði... það var búið að loka götunni. Ég lagði hjá einhverri bílastöð og bað svo konuna í næsta bíl að merkja inn á kortið mitt hvar við værum... Við vorum rétt hjá.
Venjulega þarf ég ekki að tékka inn dót fyrir hlaupið en nú gerði ég það... jakka, myndavél, bíllykla og bílastæðakortið... jakkinn var bara til að hlífa myndavélinni. Það var heitt úti og hvílíkt rok, það fauk allt laust, meira að segja litlir bakpokar.
Veðrið: Hitinn var 71°F í upphafi en var kominn í 78°F í lokin, loftrakinn var 62% og vindurinn var 26-30 mph, sem ég held að þýði mílur á klst... annars veit ég það ekki enda er ég ekki veðurfræðingur
Hlaupaleiðin var ágæt, rolling hills eins og þeir kalla það...
kannski aðeins of mikið af þeim og svo var það þessi stífi mótvindur síðustu 13 mílurnar... maður var svolítið þreyttur á þessum barningi til baka.
Hlaupið var mjög vel skipulagt, frábær þjónusta á leiðinni, nokkuð um áhorfendur og í markinu var allt til alls, eins og á veitingahúsi, nýsteiktir Carls Jr hamborgarar http://www.carlsjr.com FLOTTUR PENINGUR
Maraþonið mældist 42.69 km og mín tímataka segir tímann minn vera 5:25:17 en ég hef sjaldan verið eins fegin að koma í mark og þarna... finnst ég mjög blessuð yfirhöfuð að komast í markið.
Þetta er 105 maraþonið mitt, 7. á þessu ári,
Oklahoma er 36. fylkið mitt... 14 eftir
Lífstíll | 26.4.2009 | 20:43 (breytt kl. 23:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég keyri í dag til Oklahoma City í Oklahoma fylki þar sem ég hleyp næsta maraþon... á sunnudag. Það er svolítið annað veður hér, en rokið og rigningin sem ég fór úr heima... vona bara að það verði ekki of heitt.
Lífstíll | 24.4.2009 | 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gisti síðustu nóttina í N-Attleboro... mjög þægilegt hótel með öll stóru verslunarnöfnin í innan við mílu fjarlægð. Þaðan var ég um klst. til Boston.
Ég er búin að vera EIN á ferðalagi í 13 daga, búin að keyra 2.008 mílur og hlaupa 2 maraþon. Flugið heim var kl 9:30 um kvöldið og lent 6:30 í morgun... ég horfði á 2 bíómyndir á meðan.
Bíðari NR 1 sótti mig út á völl... að sjálfsögðu
Lífstíll | 1.4.2009 | 11:42 (breytt 3.4.2009 kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi, hafði keyrt ca 100 mílur aukalega... í leit að hótelinu... Ég var rétt komin inn á herbergið þegar himinninn varð svartur, eins og það leggðist teppi yfir loftið.
Vaknaði um 4 leytið og fór á stjá, Bíðarinn kom strax inn á MSN.
Ég var lögð af stað kl 7 um morgun-inn, ég hafði fengið heimilisfangið hjá Harríett fyrrv. mágkonu og ákvað að keyra upp í hið fræga WOODSTOCK og heimsækja hana.
Ferðin var seinfarin, snarkrullaðir sveitavegir með 45 hámarkshraða... og eins og venjulega tók ég eftir að Kaninn er sko ekki með áhyggjur af sjónmengun með allar þessar rafmagnslínur meðfram vegunum.
Harriett var ekki heima... ég tók mynd af húsinu hennar og skrifaði henni bréf og setti í póstkassann... í því lét ég e-mail-addressuna fylgja og auðvitað fékk ég fljótlega svar.
Hún hafði aldrei þessu vant boðist til að vinna eitthvað í listabúð.
Woodstock varð ódauðlegur þegar hátíðin fræga var haldin þarna og sennilega eru flestir þarna ,,gömul blómabörn"
Það var ekkert annað að gera en að drífa sig til næsta gististaðar, þess sama og ég var á fyrstu nóttina í ferðinni í N-Attleboro. Ég stoppaði sennilega um hálftíma í allt í ferðinni og var á keyrslu í 10 og hálfan tíma, ca 450 mílur.
Ég fékk sama herbergi og síðast, nr. 128 og dró allt dótið inn, nú skal pakka niður fyrir morgundaginn. Ég var uppgötvuð strax og ég setti tölvuna í gang. Þegar ég var búin að tala við ,,heimamenn" skrapp ég í dýrabúðir hér nálægt.
Nú sígur á seinnihlutann, ég tékka mig út í fyrramálið og flýg heim annað kvöld.
Lífstíll | 31.3.2009 | 02:05 (breytt 1.4.2009 kl. 11:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ocean Drive Marathon, New Jersey
sunnudaginn 29.mars 2009, kl. 9
http://www.odmarathon.org
Það er víst betra að hafa góðan tíma, þegar maður þarf að tékka sig út, bera sig út í bíl og keyra einhverjar mílur á áfangastað um nótt. Ég fór snemma að sofa, svaf ágætlega en var alltaf að vakna og vissi svo oft af mér. Klukkan var stillt á 4:30... Indverjinn var búinn að bjóða mér að mæta í morgunmat kl 5.
Ég talaði við Lúlla á msn á meðan ég teypaði tærnar á mér... en pakkaði svo öllu saman og var lögð af stað 6:15. Ég var mætt og fékk frábært bílastæði hálftíma áður en rútan keyrði keppendur frá markinu í Sea Isle City, kl 7:15... að startinu í Cape May.
Það var rigningar-þokusuddi og rok, fáninn var beinn út í loftið. Við fengum aðstöðu í hótel-andyri og þar fékk ég gefins svartan ruslapoka til að byrja í. Þarna frétti ég fyrir tilviljun að það mætti byrja kl. 8 og auðvitað þáði ég það. Þetta var mjög frumstætt allt, engin flaga og þeir sem ætluðu fyrr af stað, þurftu að skrifa sig niður, máttu ekki klára undir 5 tímum og það var ekki víst að drykkjarstöðvar væru opnar fyrsta klukkutímann.
Leiðin hefði verið mjög falleg á björtum sumardegi... en hlaupið var á eyjunum meðfram landinu og reglulega hljóp ég yfir brýr sem tengdu þær saman. Þetta er sumarleyfisparadís ríkisbubba, flott stórhýsi með sundlaugum, allt saman mjög vel hirt og snyrtilegt EN ALLT MANNLAUST.
Ég hljóp mestalla leiðina með konu frá St.Luis og manni frá Argentínu. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af vatni, orku og ávaxtabitum. Ég þjáðist af krampa í kálfum síðustu mílurnar en er ánægð með að hafa klárað hlaupið sem mældist 42,56 km. á 5:09:16 á mína klukku.
Maraþonið er nr. 104
New Jersey er 35. fylkið mitt - 15 eftir
Eftir að hafa nært mig aðeins, keyrði ég norður til Trenton, keyrði ca 50 mílum of langt norður, vegna mistaka. Garmurinn fann ekki heimilisfangið á hótelinu og þegar ég ætlaði að láta hann finna það eftir nafni, gekk það ekki heldur - ástæðan, það hét öðru nafni fyrir ári síðan og nýja nafnið var ekki komið inn á Garminn.
Rodeway Inn, 1132 Route 73, Mount Laurel, NJ. Us 08054
phone (856) 656 2000 Room 120
Ég var mikið fegin þegar ég komst loksins á hótelið, komst í samband við Bíðarann, sturtu og fékk mér að borða
Lífstíll | 29.3.2009 | 23:56 (breytt 31.3.2009 kl. 01:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlaupið er frá stað A-B. Byrjar í Cape May syðst í New Jersey og hlaupið meðfram ströndinni norður til Sea Isle City... Þar er markið.
Ég gisti í Marmora uppi á landi fyrir ofan Ocean City, ca 12 mílum frá markinu. Í dag renndi ég niður í Wildwood til að sækja gögnin. Þetta var lítið expo, 2 mínútur að fara hringinn og bolamátun innifalin.
Það var rigningarúði í dag en á víst að vera betra á morgun.
Wildwood var gersamlega tómur bær, þ.e.a.s. nær mannlaus. Þeir einu sem eru á stjái, hugsa sennilega um eigur þeirra sem eru aðeins hérna hluta úr árinu. Hér er mótel við mótel, en lokað fyrir alla glugga og engir bílar. Hérna hefði Palli sko verið einn í heiminum.
Lífstíll | 28.3.2009 | 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kom þangað um hádegið og þræddi expo-ið. Það er ekkert svo hlýtt úti en ekki slæmt veður... verðu svipað á morgun... ég sótti gögnin og fór með myndavélina með mér en hún klikkaði á staðnum, allt rafmagnið var runnið út af henni.
Start og mark er í göngufæri frá hótelinu sem ég er á svo það er ekki hægt að hafa það þægilegra. Nú er bara að taka sig til og fara snemma að sofa.
Lífstíll | 21.3.2009 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ING Miami Marathon & Half-Marathon, Miami & Miami Beach,
FL USA, 25.jan. 2009
http://www.ingmiamimarathon.com
Ég fór frekar seint að sofa, svaf ekki vel og lét klukkuna vekja okkur kl.3 í nótt. Það var eins gott að við höfðum tímann fyrir okkur. Það voru 15 mílur á startið... og garmurinn vildi bara fara með okkur yfir vindubrú sem var opin - og verður opin þangað til á morgun.
Ég var í alvöru farin að hafa áhyggjur af því að missa af hlaupinu. Það var ekki óhætt að elta bara einhvern bíl... og við sáum enga hlaupara. Eftir að hafa keyrt fram og til baka, út og suður... spurði ég lögregluþjón til vegar.
Við fundum stæði og ég komst í básinn minn... og þá voru ekki margar mínútur í start kl.6:15. Það var heitt og rakt þó það væri enn dimmt. Raunar var alltof heitt í hlaupinu - strax og birti og þegar ég kláraði var 75 á Farenheit... 25°c. en götuhitinn hefur verið meiri.
Það er ekkert nýtt að ég fór of hratt af stað... og að ég var með drykkjarvandamál... drakk fyrst of lítið en varð samt í spreng... síðan drakk ég heilu glösin á hverri drykkjarstöð en gat ekki pissað dropa.
Það var svo heitt að ég hellti nokkrum vatnsglösum yfir mig á hverri drykkjarstöð... soðnaði meira að segja á tánum, því vatnið lak niður í skó. Hitinn dró mig niður eins og venjulega.
Leiðin var ekkert sérlega skemmtileg - en allt í lagi... nokkrar brekkur voru og farið fram og til baka, þannig að maður var að mæta hlaupurum sem voru á undan.
Guð sé lof...ég kláraði maraþonið sem mældist 43.1 km á 5:33:41 á mína klukku.
Lífstíll | 24.1.2009 | 01:51 (breytt 26.1.2009 kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Reykjavíkurmaraþon hafi eitthvað misskilið hvernig drykkjarstöðvar eiga að vera uppsettar... Þetta er í bænum Marathon á Florida Keys og þeir ættu að vera PRO... er það ekki ? Allir hlauparar vita hvað það er nauðsynlegt að fá réttu orkuna í maraþoni.
Lífstíll | 23.1.2009 | 01:54 (breytt kl. 02:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)